Vísir - 14.06.1961, Blaðsíða 6
6
Vf SIK
Miðvikudagur 14. júní 1961
Alexandra af Kent
og fjölskylda hennar.
Verður hún í framtíðinni drottning Spanar?
Hertogafjölskyldan af
Kent er náskyld Elisabetu
drottningu Breta. Einungis
ekkjudrottningin, móðir El-
ísabetar og Margrét systir
hennar eru nákomnari henni.
Samkomulagið milli Elísa-
betar drottningar og her-
togafjölskyldunnar af Kent
er hið bezta. Að minnsta
kosti meðan Edward hertogi
fremur engin heimskupör. En
hann veldur drottningarf jöl-
skyldunni allmiklum áhyggj-
um. Hefur hann fengið nafn-
ið „hinn konunglegi höfuð-
verkur".
Alexandra systir hans er
prýðileg stúlka, og næstum
því eins mikið dáð og Marga-
ret prinsessa.
Bretar vonuðu, að Edward
yrði „drottningarmaður" í
Hollandi, eða Danmörku, og
enn er von til, að Alexandra
komist í hásæti Spánar eða
Noregs.
Kent er oft á dagskrá.
Englendingar fylgjast vel
með þvi, sem gerist hjá
drottningarfjölskyldunni. —
Blöðin tína allt til. T. d.
„Drottningin, Philip prins,
Carles prins og Anna prins-
essa eru farin í helgarleyfi til
Windsor'1. — „Hertoginn af
Kent var í síðtreyju (jac-
ket)“. — „Alexandra af Kent
verður gestur Ogilvies lá-
varðs, meðan veiðamar
standa yfir í næstu viku“ o.
s. frv.
Þótt augu Breta beinist
mest að Elísabetu drottningu,
Philip manni hennar og Mara-
ret prinsessu, er Kent-fjöl-
skyldan alltaf á dagskránni
hjá þeim. Edward hertogi af
Kent vekur mikla athygli.
Hann er ófyrirlieitinn, lendir
oft í bílslysum og sækir ým-
is konar skemmtistaði.
Alexandra prinsessa er
fögur o gkomin á giftingar-
aldur. Það er nóg til þess að
landar hennar vilja allt um
hana frétta, smátt og stórt.
Þeir' þreytast aldrei á að
„skipuleggja" giftingu henn-
ar, eða brjóta heilann um
það efni. Kóng eða kóngsson
vilja þeir að hún fái.
Nú er fylgzt með
börnunum.
Marina móðir Alexöndru
hefur verið kært umræðuefni
frá því er hún árið 1934 kom
tilv Englands. Þá var hún fá-
tæk Iandflótta, grísk prins-
essa. Hún giftist yngsta syni
enska konungsins, hertogan-
um af Kent. Hin glæsilega,
fimmtuga hertogaynja er nú
eins ástsæl og hún var, þeg-
ar hún kom til Bretlands fyr-
ir tuttugu og sex árum, og
hið mikla eyland þrýsti henni
að hinu volduga brjósti sínu.
En nú snýst athygli Eng-
lendinga meira að bömum
Marína en henni sjálfri. Hún
á þrjú böm. Edward, Alex-
öndra o gMichael, sem lítið
ber á — ekki farinn að lenda
í umferðaslysum.
Edward hertogi af Kent —
en hann og Elísabet drottn-
ing — er ubræðraböm, er
hinn svarti sauður Windsor-
ættarinnar næst á eftir föð-
urbróður sínum hertoganum
af Windsor, er skamma stund
var kóngur Bretlands (Ját-
varður VHI).
Edward af Kent hefur yf-
irráð yfir sveitasetrinu Cop-
pins í Buckinghamshire. Er
það landsetur í ætt hans. Hin
viljasterka og glæsilega móð-
ir hertogans mun þó enn
halda um stjómtaumana.
Einn til tvo bíla á ári.
Marína hertogafrú hefur
viljað siða þennan óstýriláta
son sinn. Hún hefur bæði
barið hann (er hann var
yngri) og haldið yfir honum
margar áminningarræður.
Venjulega skemmir eða
eyðileggur Edward einn til
tvo bíla ár hvert.
Hann er útsláttarsamur og
kemur ekki konunglega fram
í næturklúbbum Lundúna né
í svissneskum hótelum.
Sumir þeirra, sem þekkja
hertogann, segja, að hann sé
ekki eins illur og af er látið.
Væri hann venjulegur maður
myndi miklu minna um hann
ritað. „Hvað hefur hann sak-
næmt aðhafzt?“ spyrja fylg-
ismenn hans. En hann er sjö-
undi í röðinni, sem konungs-
efni Englendinga, og þess
vegna sleppir þjóðin aldrei
augunum af honum. „Hann
hefur skemmt nokkra bíla.
En það var óheppni".
Pylgismenn hertogans
segja það einnig óheppni, að
Ijósmyndarar em ætíð komn-
ir á vettvang til þess að taka
myndir af vandræðum þeim,
er Edward lendir í. En Ijós-
myndarar búast við að eitt-
hvað gerist sögulegt, þar sem
hertoginn er staddur, og
fylgjast því með hverju hans
skrefi svo að segja. Fjöl-
margar Ijósmyndir hafa ver-
ið teknar af Edward. Á sum-
um þeirra er hann að kyssa
ungar blómarósir, dansa
„rock’n roll“, daðra við sér
miklu eldri konur, dansa
vangadans o. s. frv.
Hann gefur sífellt tilefni til
þess að vera Ijósmyndaður.
Vex vonandi með ábyrgð.
Það er ekki leyndarmál, að
Windsorættin vann með dugn-
aði að því, að finna viðeig-
andi konuefni handa hertog-
anum. Það var fjöldi enskra
aðalsmeyja sem fúslega vildu
giftast hertoganum af Kent.
Það er einnig allmikið til af
erlendum prinsessum á hæfi-
legum aldri, sem hertoganum
eru samboðnar. En aðalatrið-
ið var, að ná í einhverja, sem
Edward vill giftast. Og loks
hefur honum tekizt það.
Allir ættingjar hertogans
og vinir vænta þess að hann
stillist þegar hann hefur
gengið í heilagt hjónaband.
Eins og myndin ber með sér, er
Alexandra prinsessa hin lagleg-
asta stúika.
Englendingar eru fullvissir
um að hertoginn af Kent
muni verða skyldurækinn og
fá ábyrgðartilfinningu, þegar
honurn verða falin þýðingar-
mikil skyldustörf. Þeir minna
á það, að Edward VII, sonur
Viktoríu hafi verið alkunnur
fyrir unggæðishátt, er hann
var prins af Wales, og hafi
sögur af honum flogið um
alla Evrópu. Hertoginri af
Windsor hafi einnig skemmt
sér eftirminnilega á yngri ár-
um. Það hafi á sínum tíma
verið máltæki, að þegar
mjólkurmaðurinn kæmi færi
prinsinn af Wales að hátta.
Bretar eru rómantískir.
Englendingar þrá róman-
tík á þessum tímum, sem em
svo kuldalegir.
Þeir vilja rómantík milli
prinsa og prinsessa, miklar
veizlur og glæsilegar.
Bretar vona, að Alexandra
muni fara betur út úr ásta-
málum en Margrét kóngs-
dóttir. Síðan Alexandra fór
að taka þátt í samkvæmislíf-
inu, hefur hún verið í uppá-
haldi hjá Englendingum.
Hún slapp við forvitni fólks
á uppvaxtarámnum. Sama
máli gegndi um bræður henn-
ar.
Systkini ólust upp í Copp-
ins. Pyrstu árin stunduðu
þau nám í þorpsskólanum,
sem er í nánd við Coppins.
Þau höfðu mikið frjálsraéði
og eignuðust vini í öllum
stéttum þjóðfélagsins. Alex-
andra prinsessa var í kvenna-
skóla, þar sem námsmeyj-
amar urðu sjálfar að búa um
rúm sín og vinna garðavinnu.
Það var skyldunám.
Englendingar vissu lítið
um Alexöndru fyrr en hún
fór að taka þátt í hinu æðra
samkvæmislífi í höfuðstaðn-
um. Allir voru spenntir fyr-
ir dóttur Marínu. Hún kom,
sá og sigraði.
Ber sig eins og drottning.
Hin fagra og blómlega
unga prinsessa hefur til að
bera tíguleik yfirstéttaper-
sónu og alþýðlega eiginleika.
Hún er blátt áfram, fjörleg,
góð og vitur. Hún varð því
innan skamms vinsæl meðal
aðalæskulýðsins og almenn-
ings.
Vinir Alexöndm kalla hana
Alex. Hún á marga vini. Ef
hana hefði langað til þess, og
móðir hennar leyft það, var
Alexöndm innan handar að
vera úti og dansa á hverju
kvöldi. Hverjum ungum
manni, sem stundar sam-
kvæmislífið, myndi hafa þótt
heiður að því að hafa hana í
fylgd með sér. Hún er hávax-
in, fríð og glæsileg, smekk-
lega klædd og ber sig eins og
drottning. Bretar em eins
metnaðargjamir fyrir hönd
Alexöndru og bróður hennar.
Enn em.til hásæti í gömlu
Evrópu, og er ekki Alexandra
prinsessa, af konungsættinni
Windsor sköpuð til þess að
sitja í einu þessara hásæta?
Hún hefur ætt, útlit og eig-
inleika, sem uppfylla þær
kröfur, er gera má til drottn-
ingarefnis.
Um skeið var Alexandra
prinsessa oftsinnis nefnd
sem væntanlegt drottningar-
efni Belgíu. En Baudouin
sneri sér annað. Þá hefur
verið talað um annað manns-
efni handa Alexöndm: Juan
Carlos af Bourbon. Þessi ungi
prins gengur í „konungs-
skóla“ hjá Franco, einræðis-
herra Spánverja.
Alex lærði spænsku.
Að líkindum mun Carlos
einhyern tíma setjast í há-
sæti(Spánar. Síðastliðið sum-
ar var ungi maðurinn nokk-
um tíma af fríi sínu í Bal-
moral, sumarhöll Elísabetar
drottningar í Skotlandi. Með-
al gestanna var Alexandra
prinsessa. Hún og Carlos
vom oft saman. Sagt er að
hún hafi sökkt sér niður í
spænsku, til að geta talað við
Juan Carlos á hans eigin
tungumáli. Þetta gaf tilefni
til orðróms um væntanlega
trúlofun þeirra.
En það er um fleiri að
ræða. Meðal annarra Harald
prins í Noregi. Hann er ágæt-
is maður og á í vændum að
verða konungur. Enn sem
komið er mun hann ekki
hugsa um giftingu. Hann er
svo ungur. Harald prins og
Alexandra fæddust sama ár-
ið. Þau em skyld og em bæði
lýðræðislega sinnuð. Edward
og Alexandra skemmta sér
hvort á sinn hátt. En móðir
þeirra, hertogafrú Marína af
Kent, fylgist með því, sem
þau gera. Og þegar sá tími
kemur, að þau fara að hugsa
til giftingar, mun hún eflaust
vilja hafa þar atkvæðisrétt.
Hjónaband hennar var mjög
hamingjusamt. Maður henn-
ar, hertoginn af Kent, lét líf-
ið í flugslysi árið 1942. Var
hann á leið til Islands. Flug-
vélin rakst á fjall í Skotlandi
og fórst.
Hertogafrú Marína mun
vera allmetnaðargjöm fyrir
hönd bama sinna, er til gift-
ingar kemur.
Auðvitað vill hún að þau
verði hamingjusöm í hjóna-
bandinu og fái maka úr æðstu
stéttum þjóðfélagsins.
Að líkindum þráir hún það,
eins og enska þjóðin yfirleitt,
þ. e., að Alexandra verði
drottning og Edward drottn-
ingarmaður.
Taflfélag Hreyfils
Norðurlandameistari.
Tafifélag Hreyfils sendi
f jögurra manna skáksveit til
Bergen í Noregi, og tók hún
þar þátt í sveitakeppni Nor-
rænna sporvagnastjóra (Nor-
disk Sporvejs Skak Union),
sem háð var dagana 6.—9.
júní s. I.
Sveitin tefldi í meistara-
flokki, ásamt 'sveitum frá
Stokkhólmi, Kaupmanna-
höfn og Gautaborg.
Leikar fóru svo, að Hreyf-
ill vann Stokkhólm með 3
vinningum gegn 1 v.,~— gerði
jafntefli við Kaupmannahöfn
og vann Gautaborg með 3%
vinning gegn % v.
Sveit Hreyfils frá Reykja-
vík varð því Norðurlanda-
meistari Norrænna spor-
vagnastjóra í skák, og er það
í þriðja sinn í röð sem sveit
Hreyfils vinnur þann titil,
áður í Helsingfors 1957, og í
Kaupmannahöfn 1959.
í sveit Hreyfils að þessu
sinni vom:
Þórður Þórðarson, Anton
Sigurðsson,' Dc mald Ás-
mundsson og Jónas Kr. Jóns-
son.