Vísir - 14.06.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 14.06.1961, Blaðsíða 9
Mfðvikudagur 14. júní 1961 VÍSIR 9 1 Auðveldur áróður. I Enginn áróður er auðveld- ari en sá, að telja mönnum trú um, að þeir hafi of lítið kaup, og að ekki sé hægt að lifa af laununum. Vafalaust viljum við öll, að fólk fái betri lífskjör en nú, og sá er megintilgangur þeirra efnahagsaðgerða, sem núverandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir. Undanfarna mánuði hafa stjómarandstæðingar unnið þrotlaust að þeim áróðri, að landsmenn þurfi að fá að minnsta kosti 15—20% hærra kaup og það strax, þar sem lífskjörin hafi versn að um 15—20%, og jafnvel miklu meira. f þessum áróðri er því sleg ið föstu, að mánaðartekjur verkamanna séu 4000.— krónur, árslaun þeirra 48 þús und krónur, og varðandi kjörin eru aðeins nefndar tölur, sem sýna verðhækkun á vörum, en vitandi vits er alltaf sleppt fjölskyldubót- um, skattalækkun og hækk- un ellilauna og annarra tryggingarbóta. Meðaltekjur verkamanna 75 þús. kr. á ári. Tekjur verkamanna al- mennt eru ekki 48 þús. kr. á ári, eins og Tíminn og Þjóðviljinn hafa haldið fram undanfarna mánuði. Sá út- reikningur er fundinn með því, að taka eingöngu hið fasta dagvinnukaup og ekk- ert annað. Þá er sleppt eftirvinnukaupi og öðr- um aukagreiðslum. Sam- kvæmt óyggjandi gögnum voru meðaltekjur verka- manna í Reykjavík á síðasta ári 75 þúsund kr. Þar fyrir utan eru fjölskyldu- bætur, sem nema 7.800,— kr. á ári fyrir hjón með 3 börn undir 16 ára aldri, og i tekjur annarra fjölskyldu- ! meðlima. Með þessum upplýsingum er því engan veginn haldið fram, að ekki sé æskilegt, að verkamannafjölskyldan fái hærri árslaun. Þvert á móti. Það hefur verið og er stefnt að því að bæta lífskjör verkamanna undir eins og efnahagur og atvinnuástand þjóðarinnar leyfir. En þessar staðreyndir hnekkja fyrst og fremst einni af þeim blekkingui.i, sem verið hafa undirstöðu- atriði í kauphækkunar- og verðbólguáróðri stjórnar- andstæðinga. Lífskjör meðalfjölskyldu hafa ekki versnað um 15—20%. Við gengisbreytinguna hlutu erlendar vörur að hækka í verði, og einnig iðn- aðar- og landbúnaðarvörur að því leyti, sem erlent verð hefur áhrif á fram- leiðslukostnað þeirra. Verð- lag á matvörum, hita, raf- magni, fatnaði og þjónustu, þ. e. öllu því, sem felst í A-lið vísitölu framfærslu- kostnaðar, hefur hækkað um 17 af hundraði. Húsnæðis- kostnaður, sem talinn er í B-lið vísitölunnar, hefur hækkað lítið. Til þess að hefur minnkað. Það er helzt í byggingarvinnu, sem ein- hver breyting hefur orðið. Þegar litið er á málið í heild má segja, að eftirvinnan sé í meginatriðum jafnmikil og hún var fyrir gengis- breytingU. byrði þeirra, sem skulda. Vissulega er hún þung, og bitnar meðal annars á þeim mörgu mönnum, sem byggt hafa íbúðir yfir sig og skulda mikið í þeim. Hins vegar er alltaf sleppt þeirri hliðinni, sem bjartari er, að þeir, sem Hvernig haf a lífs- kjörin breytzt? eftir (mttnnur Thamddsen Íjjúrntú larúöherra. vega upp á móti verðhækkun á vörum, komu fjölskyldu- bætur, 2.600 kr. fyrir hvert barn, afnám tekjuskatts af al mennum launatekjum og um 20% lækkun á útsvörum. Þessi atriði eru talin í C-lið vísitölunnar. Til þess að sýna breytingar á lífskjörum fólksins og gefa rétta mynd af þeim verður auðvitað að taka öll þessi atriði með, og á þeim öllum saman byggist vísitala framfærslukostnað- ar. Hún sýnir í dag 104 stig, með öðrum orðum: Hjá með- alfjölskyldu hefur orðið kjararýrnun, sem svarar fjórum af hundraði, síðan gengisbreytingin varð. Höfuðblekking stjórnar- andstæðinga um 15—20% kjaraskerðingu felst í því, að þeir taka út úr og nefna að- eins einn part vísitölunnar, einn lið úr lífskjörum fólks- ins, sjálft vöruverðið, en sleppa því, sem gert hefur verið til þess að vega upp á móti hækkun þess. Þessi á- róður hefur kannske gengið betur vegna þess, að dag- lega verða menn varir við vöruverðið, en fjölskyldu- bætur, útsvars- og skatta- lækkanir koma í færri en stærri skömmtum. Eftirvinna er að mestu óbreytt. Þá er því haldið fram, að eftirvinna, sem verkamenn hafi almennt haft fyrir gengisbreytingu, hafi horfið að mestu, og þýði það mikla tekjurýrnun fyrir verka- menn. Þessi staðhæfing er röng. f flestum greinum at- vinnulífsins er eftirvinna ó- breytt frá því sem var fyrir gengisbreytingu. Hjá tveim stærstu atvinnurekendum i Reykjavík, þ. e. Reykjavík- urbæ og Eimskipafélagi ís- lands, er eftirvinna verka- manna sú sama og áður. Sömu sögu er að segja hjá öðrum starfsgreinum; það er undantekning, ef eftirvinna Vaxtahækkunin. Eitt áróðursmálið er hækk un vaxtanna. Þá er alltaf máluð mynd af annarri hlið- inni, en ekki hinni. Það er talað um hina miklu vaxta- eiga sparifé, hafa fengið verulegar uppbætur með hærri vöxtum, og sem bet- ur fer eru margir verka- menn og aðrir launþegar í þeim hópi. Gamla fólkið fékk miklar kjarabætur. Ellilaun gamla fólksins voru stórhækkuð. — Al- gengasti ellilífeyrir í Reykjavík var áður 1327,— kr. á mánuði fyrir hjón, en hækkaði upp í 2.160 kr. þ. e. um 833 kr. eða nær 63%. Ellilífeyrir einstaklinga var fyrir gengisbreytingu 830 kr. á mánuði, hækkaði um 370 kr. upp í 1200 kr. eða um nær 45 af hundraði. Á sama tíma hafa daggjöld á elli- heimilinu rtGrund“ hækkað til jafnaðar^m 20%. Önnur stórvægileg breyt- ing hefur einnig verið gerð til hagsbóta fyrir gamla fólkið. Ellilaunin voru áður lækkuð, ef gamla fólkið vann sér inn tekjur yfir til- tekið mark. Þetta ósann- gjarna skerðingarákvæði hefur nú verið numið úr lög- um, og gamla fólkið heldur, auk ellilaunanna, öllu því, sem það vinnur sér inn. Kjör þeirra, sem komnir eru á lífeyrisaldur, hafa því ekki versnað, heldur batnað. islenzk iðn í Þyzkalandi. Viðtal við Hjalta Geir Kristjánsson. í vikunni sem leið var 13. þýzka handiðnaðarsýningin haldin í Miinchen, og voru ís- lendingar meðal þeirra þjóða, sem þátt tóku í sýningunni. Erhard fjármálaráðherra Vestur-Þýzkalands setti sýn- inguna við hátíðlegt tækifæri morguninn 4. þ. m. Flutti hann þar klukkustundar, blaðalausa ræðu af skörungsskap miklum. Að þessu sinni taka 2473 aðilar frá 36 löndum þátt í sýning- unni, en megináherzla er lögð á list-handiðnað. 8 lönd sýna nú þar varning sinn, sem ekki hafa áður gert það. í ávarpi sínu minntist ráðheramn mest á efnahagsþróun Vestur-Þýzka- lands, og gat hann þess, að hækkun gengis marksins hafi aðeins getið af sér jákvæðar afleiðingar. Verð innfluttra vara hefir lækkað frá 3.3%— 7.%, og þrátt fyrir hækkun verðs þýzks varnings á heims- markaðnum, hefir það ekki haft neinn samdrátt í för með sér í framleiðslunni, og mark- aðshorfur eru sem fyrr mjög miklar. En aftur á móti hefir þetta verkað róandi á fram- leiðsluspennuna innanlands, en haft ofurlitla óánægju í för með sér, en það telur ráðherr- ann góðs viti, því þá fer að marka fyrir nýrri „pólitík" í efnahags- og félagsmálum. Sýningarsvæðið er geysistórt og víðfeðmt. Allt, svæðið er um 50 þús. ferm. og eru það 23 sýningarhallir og salir. í einni af þessum höllum er deild ís- lands niður komin. Er hún fremur fábrotin, en aðeins fal- legir og nýtízulegir munir eru þar til sýnis. Stingur deildin mjög í stúf við þær deildir, sem umhverfis eru, en þær eru mjög fornfálegar og minna mann á fornsölur eða bazara. Frétta- maður hitti þar fyrir Hjalta G. Framh. á 11. síðu. Hér sést Hjalti Geir Kristjáns- son, húsgagna- arkitekt, ásamt Suraja Haimdi frá Pakistan, og eru þau að skoða leirmuni frá Glit h.f. sýningunni Munchen. sem voru a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.