Vísir - 14.06.1961, Blaðsíða 11

Vísir - 14.06.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 14. júní 1961 VfSIR 11 ÍSLENZK DN - FÉKK 600-700 MAL SÍLDAR í GÆR' Framh. af 9. síðu. Kristjánsson, en hann hefir séð um uppsetningu íslenzku deild- arinnar. — Hver stendur fyrir sýn- ingunni, Hjalti? — íslenzka vörusýningar- nefndin hafði milligöngu að þátttöku íslands, en fól síðan Félagi húsgagnaarkitekta að sjá um framkvæmd þátttöku svo og skipulagningu alla. — Hver hefir séð um kostn- aðinn? — Vörusýningarnefnd sá um greiðslu gólfflatarleigu, en hin- ir einstöku sýnendur báru ann- an kostnað. — Hvað er sýningarsvæði deildarinnar stórt? — Gólfflötur er 42 ferm. — Eg sé, að deildin vekur töluverða athygli. Hvaða hlutir hafa vakið mesta athygli það sem af er sýningunni? — Værðarvoðir frá Álafossi og gærur frá Iðunni, Akureyri, hafa notið mikilla vinsælda. Svo má einnig segja það, að mikill áhugi hafi verið fyrir húsgögnunum yfirleitt, og hafa margir kaupsýslumenn óskað eftir að komast í samband við hina ýmsu framleiðendur þeirra. — Hvaða framleiðendur sýna hér húsgögn? — Friðrik Þorsteinsson, Ás- grímur P. Lúðvíksson, tré- smiðjan Víðir, Jón Sólmunds- son og Jón og Guðmundur Benediktssynir. — Þykir verðið samkeppnis- hæft? — Þeir aðilar, er sýnt hafa verulegan áhuga á þeim hús- gögnum, sem sýnd eru, óska eftir kaupum á sýnishornum ásamt tilboði í stærra magn, sem þá oftast er töluvert mik- ■'ð. Tilgangurinn hjá þeim með kaupum á sýnishornum er að rannsaka sölumöguleika á þeim gerðum eftir sýnishorn- unum með hliðsjón af verði þeirra. Verði árangurinn af slíkri markaðsleit, fyrir milli- íöngu þýzkra innflytjenda, raunhæfur, þá fyrst opnast leið til útflutnings á ísl. hús- gögnum, þar sem þau þykja sérstæð. Þýzkir innflytjendur virðast hafa þennan háttinn á til þess að kanna það magn, sem þeir óska eftir að gera pöntun á, en framboð á húsgögnum frá Norðurlöndum er geysinjik- ið, en innkaupendur húsgagna í Þýzkalandi virðast ekki reiðu- búnir að gera bindandi kaup- samning fyrr en slík markaðs- könnun hefir farið fram. Von okkar hlýtur að liggja í þvx, að raunhæfur markaður skapist, meðal annars hér í Þýzkalandi fyrir ísl. húsgögn. — Eins og þú sagðir áðan, hafa gærurnar og værðarvoð- irnar vakið mikla athygli. Hvað heldur þú um sölumöguleika i þeim? — Eftir þeim undirtektum, sem þær hafa fengið hjá stór um hópi sýningargesta, þá virðast hvorki gæði né verð standa í vegi fyrir mikilli sölu á þessum vörutegundum hing- að til Þýzkalands. Það má segja, að heppilegt var, að þær værðarvoðir, sem sýndar eru, eru úr hreinni ull og ólitaðar, sem hefir mátt sanna með því að sýna litinn á gærunum. — Hvað viltu segja um aðra muni? — Glit h.f. sýnir keramik, Kjartan Á. Kjartansson servi- ettuhringi, Sigrún Gxmnlaugs- dóttir sýnir hálsfestar úr smelti, Gefjun húsgagnaáklæði og Ás- gerður Ester Búadóttir sýnir handofin veggteppi. Það er ó- hætt að segja, að fólk hefir sýnt munum þessum öllum verð- skuldaða athygli, en á þessari sýningu er þvílíkt framboð á munum sem þessum, að erfitt er að át'ta sig á raunverulegri eft- irspurn þeirra. — Hvað viltu segja um þátt- töku íslands í handiðnaðarsýn- ingum yfirleitt? — Miðað við að iðnaður á fs- landi sé á uppleið, þá er sjálf- sagt fyrir íslendinga að taka þátt í sem flestum slíkum sýn- ingum og er á margan hátt hinn raunhæfasti þáttur til að skapa traust og álit á íslenzkum iðn- varningi. Þetta er því aðeins hugsanlegt með því að ein- staklingar og hið opinbera taki höndum saman til að gera slíka þátttöku kleifa, því kostnaður við það er mjög mikill. Miðað við fjarlægðir og mannfjölda er þátttökukostn- aður íslendinga hlutfallslega hærri en flestra annarra þjóða. — Er nokkuð sérstakt, sem þú vilt taka fram? — Eg held ekki. Þetta skipt- ir mestu máli. J. B. Framh. af 1. síðu. eyrar í þeirri von að koma síld- inni í bræðslu þar. Síldar hefur orðið vart á austursvæðinu. í skeyti sem Ægir sendi í morgun voru norsk skip að fá síld 40—50 sjómílur austur af Langanesi. Þá hefur Ægir fundið mikla átu í Eyja- fjarðarál milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Búizt er við að síldveiðiskip- um fjölgi nú á miðunum því margir eru tilbúnir og hafa að- eins verið að bíða eftir síldar- fregnum. Aðkomufólk er byrj- að að koma til síldarvinnu á Siglufirði. Það er nú hið bezta veður og allir vinna af kappi við að undirbúa síldarmóttöku. Fréttamenn virða fyrir sér sundurskotna bifreið Tru- jillo einræðisherra Domini- kanska lýðveldisins. Þetta er bifreiðin sem einræðis- herrann ók í á leið sinni til Ciudad Trujillo, en þá var setið fyrir honum, og vél- byssukúlurnar rifu ótal göt, og bönuðu einræðisherran- um. Það er eftirtektarvert, að þrátt fyrir allt skuli Tru- jillo hafa látið sér nægja að aka í venjulegum Chevrolet — en ekki t.d. Cadillac eða Rolls Royce. Kassagerðín - Framh. af 1. síðu. frestað um einn dag. Hurfu verkfallsmnn á brott, en bílun- um var ekið út á götuna, þar sem þeir stóðu í nótt undir lög- regluvernd. Afstaða Dagsbrúnar í þessu máli er hin vítaverðasta. Hér er ekki um að ræða verkfalls- brot af hálfu Kassagerðarinn- ar, þar sem bifreiðastjórarnir og aðrir, sem að fiutningunum unnu eru allir meðlimir í Iðju, en ekki í Dagsbrún og hefur það jafnan verið hluti af störfum þeirra að annast þessa flutn- inga. Hefur Dagsbrún því ekki hinn minnsta rétt til þess að stöðva flutningana, sagði Páll S. Pálsson hrl. er blaðið átti tal við hann í morgun. Er þar beitt hinum mestu ólögum. Afstaða Dagsbrúnar verður að teljast mjög ámælisverð, þar sem stöðvun á fxamleiðslu Kassagerðarinnar getur þýtt það, að ekki verði til umbúðir fyrir fisk frysfihúsanna til út- flutnings og sú framleiðsla verði því einnig að stöðvast. Brendan Behan, írski leik- ritahöfundurinn, varð auga- fullur um mánaðamótxn og olli hneyksli sem vc íalega, þegar slíkt ber við, sem er alltítt, og var settur inn, en var þó sleppi gegn 525 dollara tryggingu. — Eigandi knæpunnar, þar sem hann var handtekirm, leysti hann út. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Fyrstu fregnir hafa nú bor- izt um síldveiði fyrir Norður- landi og þær hafa aukið allmik- ið á bjartsýni almennings um, að síldveiði kunni að verða meiri og betri nú en undanfarin sumur. Fyrsta Akureyrarskipið, sem fór á síld, Ólafur Magnússon, fékk í gær 600—700 mál síldar austur af Horni. Síldin er stór en mögur. Verður henni land- að í dag á Akureyri og í Krossa- nesi og fer bæði í frystingu og bræðslu. Akraborgin frá Akureyri fór út á síldveiðar í gær. Krossnesveíksmiðj an er til- búin til síldarmóttöku og í gær barst henni á þriðja hundrað mál, bæði af hafsíld og milli- síld, sem útgerð Kristjáns Jóns- sonar fékk á Akureyrarpolli. Er þetta síld, sem ekki reyndist hæf til niðursuðu. Geta má þess ennfremur, að Krossanes- verksmiðjan hefir af og til í vetur tekið bæði smásíld og fiskúrgang til vinnslu og hefir þar af leiðandi verið starfrækt í allan vetur að meira eða minna leyti. Þá hefir fyrsta síldin borizt til Ólafsfjai’ðar. Var það Guð- björg, sem kom þangað með rúmlega 100 tunnur 1 gær- kvöldi, er veiðzt höfðu 30 míl- ur út af Sporðagrunni og í Reykjafjarðarál. Þar höfðu fleiri skip fengið síld í gær- kveldi og nótt. Talið var að síld- in stæði djúpt. Hún er stór og mögur. Síldin, sem Guðbjörg kom með, fór til frystingar. Segjast Ólafsfirðingar ekki muna að síld hafi verið landað þar jafn snemma sumars áður. Er þetta 10 dögum fyrr en sl. sumar. Átta skip verða gerð út á síld frá Ólafsfirði í sumar. Þau eru Guðbjörg, sem fyir er nefnd, Stígandi, sem fór á veiðar í gær, en auk þeirra Ein- ar Þveræringur, Gunnólfur, Sæþór, Ólafur bekkur, Þorleif- ur og Kristján. Þrjár söltunar- stöðvar verða starfræktar á Ólafsfirði í sumar: Jökull, Stíg- andi og Auðbjörg. Frá Hrísey var símað, að þar sé farið að undirbúa móttöku síldar af fullum krafti. Þar er ein söltunarstöð, svokölluð Nýja söltunarstöðin, sem að hálfu leyti er eign Guðrhundar Jörundssonar, en að hinum helmingnum eign Kaupfélags Patreksfjarðar, Kaupfélags Talknfirðinga og auk þess nokkurra einstáklinga. í fyrra voru saltaðar 3 þúsund tunnur í stöðinni. í sumar leggja 7 skip upp afla sinn í Hrísey, en þau eru að stærð 70—100 lestir. SJ.S. - Framh. af 1. síðu. emum, sem Sambandið gerir, xhundi hvergi hafa lánstraust og líklegast verða tekið til gagngerrar, opinberrar rann- sóknar. En hér nýtur Samband- ið þess að sjálfsögðu, að það hefir alltaf að minnsta kosti einn stjórnmálaflokk til þess að gæta hagsmuna sinna — gæta þess, að það geti stai'fað með þeim hætti, sem sýnt er hér að ofan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.