Vísir - 24.06.1961, Síða 1

Vísir - 24.06.1961, Síða 1
VÍSIR 51. árg. — Laugardagur 24. júní.1961. — 141. tbl. SASflyguryfir Löngumýri. Lítt mun Skagfirðinga gruna að yfir hina sögufrægu staði, svo sem Víðimýri, liggur fjöl- farin flugleið Þotur frá SAS með nær 100 farþega innan- borðs fljúga þar og eins yfir Löngumýri daglega. Grímseyingar eru ekki eins afskekktir og þeir halda, því þar yfir liggur einnig flugleið frá Evrópu vestur um haf. , Að því er upplýst var í flug- turninum í gær hafa verið óvenju margar flugvélar á loft gæzlusvæði íslands undanfarið, en því veldur þrálát vestanátt. Er það fremur á vesturleið að flugvélar koma inn á svæðið, en upp á síðkastið hafa flug- vélar á austurleið einnig tekið stefnu yfir Skagafjörð í 30 til 35 þúsund feta hæð. Enda þótt Skagfirðingar líti hátt í himin- hvolfið munu þeir ekki koma auga á flugvélarnar, sem fljúga þar yfir með stuttu millibili. Laxveiðin hefur verið með daufara móti það sem af er veiðitímabilinu. í Elliðaánum liefur engin hrota komið, og lítill lax talinn hafa gengið á ána fram til þessa. Hins vegar bíða menn með óþreyju stór- streymisins, nú um mánaða- mótin, en þá er búizt við að heldur kunni að glæðast. í Elliðaánum munu aðeins sárafáir fiskar vera gengnir upp á efri partinn, en vart hef- ur orðið við lax í vognum og á París rainmst söguviiburða. Skipt hefir verið um nafn á einu torginu í París — því, sem er fyrir framan Montparnasse- járnbrautarstöðina. Hefir það jafnan dregið nafn af stöðinni, en um daginn var því gefið nýtt nafn — Plaee du 18 Juin 1940 — til minningar um, að það var 18. júní 1940, sem de Gaulle hvatti Frakka til áð hætta ekki baráttunni gegn Þjóðvei’júm. Þetta torg var valið til minningar um þenna atburð, af því að það var einmitt fyrir framan Montpar- nassestöðina, sem hernáms- stjórn Þjóðverja í París gafst upp fyrir bandamönnum 1944. Viðeyjarsundi, þótt enn hafi , lítið gengið í ána. í Laxá í Kjós hefur verið lítil veiði, suma daga ekkert. 17. júní komu t.d. tveir fiskar á land þar, en daginn eftir ekk- ert. Þó mun einn lax hafa verið dreginn í Meðalfellsvatni um helgina. Úr Borgarfirðinum er heldur fátt frétta. í fyrra gaf Þverá einna bezt á þessum tíma, en fréttir hafa ekki borizt af þeim sem þar eru við veiðar nú. — Norðurá hefur gefið litla veiði þar sem af er. Eitthvað mun hafa fengizt í Grímsá, en um veiði í öðrum Borgarfjarðarám er ekki vitað enn þá. Norðanlands hefur lerigst af verið kuldi. Miðfjarðará fylgir oft Norðurá að veiði á vorin, en nú hefur sáralítið veiðst þar, ef frá eru taldir tveir fyrstu dagarnir. — Laxá í Þingeyjarsýslu mun einnig hafa gefið trega veiði þá 12 daga þar sem veitt hefur verið þar á neðsta hlutanum. Kemur þar vafalaust til hin kalda veðrátta nyrðra undanfarið. ■jc Kvikmyndaleikarinn Jeff Chandler er nýlátinn 42ja ára gamall. Hann fékk ill- kynjaða blóðeitrun, sem varð honum að bana eftir mánaðar veikindi. Síðan Kennedy Bandaríkjaforseti veiktist í baki á nýjan leik, skömmu fyrir Vínarfundinn hefur hann mikið notað ruggustól þegar hann þarf að sitja. Við það reynir minna á hinn sjúka hluta baksins og hvíldin verður meiri. Hann sést hér á tali við Nguyen Dinh Thuan, ráðherra öryggismála í Suður Viet Nam. 50 hross bíSa útflutnings. í fyrra fóru yfir 40 með ] flugvél fil Kanada. Á þessu ári hafa verið flutt út 75 liross til Hollands, og Þýzkalands, og frá einum út- flytjanda bíða nærri 50 hross útflutnings, scm fara til sömu landa strax eftir verkfall. Útflutningurinn hefir mest verið á vegum S. Hannesson & Co., en einnig hefir Kaupfélag- ið Þór á Hellu flutt út talsvert magn. Eftirspurn er alltaf fyr- ir hendi, og mundu fleiri hross vera flutt út, ef skiprúm feng- izt, að því er S. Hannesson & Co. hefir tjáð Vísi. Nokkrir erfiðleikar hafa ver- ið á að fá skipsrúm, en þó hefir ekki þótt borga sig að fá sér- stakt hrossaflutningaskip. Þau taka 300 hross, en það magn er sjaldnast fyrir hendi, þar eð pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er. Alls fluttu S. Hannesson & Co. út um 160 hross sl. ár. Ein pöntun, 42 hross, fór með flugvél til Kan- ada. Kaupandinn kaus að flytja þau þannig, en af því verður ekki aftur, svo dýrt reyndist það. Flest hrossin eru seld héðan til Þýzkalands, en kaupandinn þar selur síðan til annarra landa, Hollands, Sviss og Aust- urríkis. Útflutningstíminn er frá júní—október, en gefnar eru þó undanþágur frá því. Með sömu ferðinni, m. a. Sel- fossi í apríl, fóru 30 hross frá Kaupfélaginu Þór á Hellu. Möguleikar hafa farið minnk- andi á útvegun hrossa í sveit- um austan fjalls, eru meiri nyrðra. Einnig getur verið taf- samt að útvega eftir pöntun- um, þar eð einstaklingar þeir úti, sem hrossin vilja fá, óska eftir sérstökum lit, t. d. rauðum hesti með hvítri stjörnu eða öfugt o. s. frv. Aldur hrossanna er frá 4—10 vetra. Ástralíubúar við lUyvatn. Frá fréttaritara Vísis, Akureyri í gær' Ferðamannastraumurinn í Mývatnssveit er nú byrjaður fyrir alvöru, en einkum þó út- Iendingar, sem hafa gist hana til þessa. Meðal gesta sem dvalið hafa við Mývatn í vor eru bæði Ný-Sjálendingar og Ástralíu- búar. Viðbygg.ingin við hótelið í Reynihlíð hefur vferið tekin í notkun og er nú unnt að hýsa þar mun fleiri gesti en áður. Nýlega var Kirkjukórasam- ^band Þingeyinga á ferð í Mý- vatnssveit, samtals 180 manns. Sungið var í Reykjahl.kirkju, þar sem hver kór söng sérstak- lega og síðan allir saman undir stjórn Páls H. Jónssonar söpg- kennara á Laugum. Að loknum söng var Páli haldið samsæti, þar sem hann lætur nú af störf um nyrðra og flytur alfarinn til Reykjavíkur.. Nær ekkert hefur veiðzt í Mývatni í vor og þykir það með eindæmum. HANDRITA- MÁLIN RÆDD. Khöfn í nótt. Handritamálið verður tekið til umræðu í utanríkismála- nefnd þjóðþingsins í dag — það er fimmtudag. Nefndin þarf að ræða ýmis formsatriði, sem koma þarf í höfn, af því að ekki er unnt að afhenda handritin á þeim tíma, sem ætlaður hafði verið til þess. Jensen. Íslandsmeistararnir gerðu I — fengu 11. íslendingar fengu Kroða- burst í gærkveldi á Laug- ardalsvellinum í leik sínum gegn HoIIendingum. Léku Hollendingar Is- landsmeistarana sundur og saman og skoruðu 11 mörk gegn 1.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.