Vísir - 26.06.1961, Qupperneq 1
VISIR
Enn fæst síld
á Hornbanka.
Búið að salta i 30 þús. tn
Frá jréttaritara Vísis.
Siglufirði í morgun.
Það var bræla út af Siglu-
firði í fyrrinótt, og í gær fengu
bátarnir slœmt ferðaveður af
miðunum, en Þar sem þeir voru
að veiðum á Hornbanka og í
Reykjafjarðarál, var hið bezta
veður og veiðin svipuð og hún
hefur verið undanfarna daga.
Fjöldi báta og skipa er nú
Engir
sáttafundir
Samkvæmt upplýsingur.i,
sem Vísir hefur aflað sér,
hafa engir sáttafundir verið
haldnir í vinnudeilu Ðags-
brúnar og vinnuveitenda
síðan á fimmtudag og hafa
engir fundir verið boðaðir
enn.
Dagsbrún neitaði, sem
kunnugt er á fimmtudag, að
fallast á samskonar kjör og
Hlíf samdi um í Hafnarfirði.
á Siglufirði. Margir bátar komu
í morgun með síld, sem þeir
fengu í gærkvöldi og nótt. Lít-
ið mun samt verða saltað, þar
eð síldin er misjöfn að stærð
og fitu. Nokkuð var þó saltað
á flestum plönum í nótt, en
miklu var kastað úr. Síldarsölt-
unarstöðvarnar gáfu út tilkynn-
ingu í nótt, að þær gætu ekki
tekið við síld til söltunar með-
an síldin er ekki feitari.
Síldarverksmiðjur ríkisins á
Siglufiði eru búnar að taka á
móti 6000 málum af síld, og
var byrjað að bræða kl. 10 í
morgun. Allmargt fólk er nú
komið á söltunarstöðvarnar, og
er því ekkert til fyrirstöðu hér
í bæ að taka á móti mikilli síld
til söltunar og bræðslu. Vonast
menn til að síldin fari nú að
fitna, svo að hægt sé að salta
af fullum krafti.
Búið er nú að salta í 30 þús-
und tunnur, og þar af hefur ver-
ið saltað í 22.000 tunnur á Siglu-
firði.
□ Prinsarnir þrír frá Laos,
sem reyna a8 semja um
framtíð landsins á fundi í
Genf, hafa lýst sig sammála
um myndun samsteypu-
stjórnar. Það er talið eina
atriðið, sem þeir hafa samið
um ennþá.
Það er ekki víst að þessi unga og fallega stúlka vinni að söltun síldar í dag, því aflinn varð
rýr í gær, en hinsvegar skulum við vona að hún sé búin að vinna sér inn djúgan skilding. —
Kljúfa Norðmenn SAS?
Mikil gremja í Stórþing-
inu í garð stjórnar fé-
lagsins.
Svindl í Sovét.
Vísindamaður, verkfræðing-
ur, píanóleikari og húsmóðir
hafa verið kærð í Moskvu
fyrir ólöglega gjaldeyrissölu.
Isvestia málgagn Rússa-
stjórnar sagði að konan, sem
er fimm barna móðir og píanó-
leikarinn, eiginmaður hennar,
hafi selt útlendingum gjald-
miðil. Verkfræðingurinn kvaðst
hafa blandast í málið af því
að hann væri peningasjúkur,
sagði blaðið.
Einkaskeyti til Visis. — Kaupmannahöfn : laugardag
Óhætt er að segja, að mjög sé nú óvíst um framtíð skandinav-
iska flugfélagsins SAS, því að megn óánægja er ríkjandi í að
minnsta kosti tveim aðildarlöndunum, Danmörku og Noregi, og
hafa þó fallið mun harðari orð í garð félagsins og stjórnar þess
í Noregi upp á síðkastið. Þar er talað opinskátt um, að e. t. v.
sé bezt, að Norcgur fari úr félaginu.
Vágestur á miðunum
Ohug slær á menn, er kol-
munna verður vart eystra.
Frá fréttaritara Vísis.
Raufarhöfn í morgun.
Vart hefir orðið við hinn
mesta vágest á miðunum hér
fyrir austan og hefir sannar-
lega slegið óhug á menn við að
frétta af honum.
Ægir hafði fundið lóðningar
suður á Glettinganesflaka að-
faranótt laugardagsins, og voru
nokkrir bátar þar í grennd og
héldu þegar á staðinn. Þegar
sá fyrsti kastaði, kom í ljós, að
þarna var um kolmunna að
ræöa, það litla kvikindi, sem
festist í nóttinni, svo að ,erfitt
er að losa það úr henni. Kol-
munni kom á miðinn seint í
fyrrasumar, en varð samstund-
is fjandmaður sjómanna nr.
eitt, og lízt mönnum illa á að
hann skul i kominn á miðin
svona fljótt að þessu sinni.
Þetta hafði líka þau áhrif
Framhald a, 7. síðu.
Það er hin skyndilega og
mikla fjárkrafa félagsstjórnar-
innar á hendur ríkisstjórnum
aðildarlandanna, sem vakið
hefur umræður þessar og eru
þær engan veginn á enda runn-
ar, þótt teknar hafi verið á-
kvarðanir um að bjarga félag-
inu að þessu sinni.
Sem kunnugt er voru það
hvorki meira né minna en 287
milljónir danskra króna, sem
farið var fram á, að greiddar
væru fyrir félagið vegna skjótr
ar fjárfestingar í nýtízku þot-
um og þó enn frekar vegna ó-
skiljanlega óhyggilegrar ráð-
stöfunar á eldri flugvélum, er
ákveðið var að fplagið losaði
sig við. Danir verða að greiða
2/7 af þessari fúlgu, Norðmenn
annað eins og Svíar mest eða
þrjá sjöundu hluta.
Umræður urðu harðar í
norska stórþinginu í vikunni
(sl. viku), þegar samþykkt var,
að Noregur skyldi greiða það,
sem óskað var. Sett voru þrjú
skilyrði fyrir því, að Noregur
héldu áfram þátttöku í sam-
steypunni. Þau eru á þessa leið:
1) Komist félagið aftur í
vandræði, verður norska
stjórnin að gera ráðstafan-
ir til að losa Noreg úr fé-
laginu.
2) Girða verður fyrir, að fé-
lagið skipti sér af öðrúm
hagsmunamálum en skan-
dinaviskum.
3) Noregur verður að fá bæt-
ur, ef hann fær ekki þá
2/7 hluta viðskipta fyrir-
tækisins, eins og ætlað var
í upphafi.
Stjórn félagsins var einnig
harðlega gagnrýnd í danska
Framh. á 7. síðu.