Vísir - 26.06.1961, Side 9
Mánudagur 26. júní 1961
VlSIR
9
Fyrir fjórum árum var kom-
ið með hættulega veikan sjó-
mann í sjúkrahús bandaríska
sjóhersins í Chelsea í Massa-
ehussettsfylki. Parathyreoid-
kirtlar hans voru hættir að
starfa, en þeir framleiða nauð-
synleg kalkefni fyrir líkamann.
Læknar sjúkrahússins tóku
sams konar kirtla úr ungbarni,
sem hafði verið of þroskað víð
'fæðingu og því dáið fjögurra
daga gamalt, og settu þá í sjó-
manninn í stað skemmdu kirtl-
anna. Níu dögum eftir aðgerð-
dna gat sjómaðurinn unnið lík-
amlega vinnu; og nýi kirtillinn
starfar nú vel.
Fyrsti flutningur líffæra.
• Parathyreoidkirtlarnir eru
venjulega á stærð við hrís-
grjón. Þegar þeir hætta að
.starfa eða eru numdir á brott
vegna sjúkdóms, veldur kalk-
skorturinn vöðvakrampa og
heilsu sjúklingsins hrakar ört.
Við þessu er hægt að gefa kalk-
duft um takmarkaðan tíma, eða
þar til viðunandi lækning hef-
ur fengizt.
Sögunnar af skurðlæknunum
í Chélsea og sjómanninum verð
ur lengi minnzt í bandarískum
læknavísindum; þetta var í
fyrsta skipti, sem líffæri úr
manni hefur lifað og starfað
áfram í líkama annars, án þess
að mennirnir væru eineggja
tvíburar. Með þessari vel
heppnuðu aðgerð er því náð
merkum áfanga í baráttunni að
því marki að geta flutt líffæri
milli manna. En framfarir eru
hægfara hér, eins og í öðrum
greinum vísinda yfirleitt. Ár-
angurinn lætur oft á sér standa,
tilraunir eru tímabrekar og
fara ekki alltaf eftir áætlun.
„Bætur“ settar á æðar.
Hins vegar hefur þróunin
verið örari, að því er varðar
Það er erfitt að tala, þegar
menn vantar raddböndin, en
það er algengara en margan
grunar, hversu margir menn
hafa misst raddböndin, til
dæmis vegna krabbameins.
Bell-fyrirtækið í Bandaríkj-
unum, sem framleiðir alls
konar símatæki, hefur fund-
ið upp vélaraddbönd, sem
menn leggja að hálsinum, er
þeir reyna að tala.
Warahlutir i
mannslíkamann
notkun ýmissa gerviefna og
gervilíffæra. Það er t.d. þegab
orðið nokkuð algengt, að píp-
um úr næloni, dacroni eða tef-
loni sé skeytt inn í æðar, þar
sem skemmdir hafa verið numd
ar á brott. Þannig hefur verið
bjargað lífi margra, er þjáðst
hafa af kransæéasjúkdómum.
Reynslan sýnir, að hægt er að
græða búta af gerviæðum inn
í æðar, svo að segja hvar sem
er í líkamanum. Á sama hátt
hefur tekizt að græða inn í
hjartað ýmsar gerðir af hjarta-
lokum úr plasti og nælon, án
þess að sjúklingum yrði meint
af.
Ýmsir gervilimir, fótleggir,
handleggir og hendur, hafa
verið notaðir með mismunandi
árangri síðan síðari heimsstyrj-
öldinni lauk, og eru þeir gerðir
af slíkri kunnáttu, að erfitt er
að greina þá frá heilbrigðum
limum. Þegar up ganglim er
að ræða, verður að taka sér-
stakt tillit til þess, hve mikill
þungi á að hvíla á honum, og
er fóturinn tekinn af, þar sem
hentugast er að festa gervilim-
ipn. Yfirleitt hefur þótt ráð-
legt að taka hann af fyrir ofan
hné, jafnvel þótt hægt sé að
bjarga nokkru af leggnum. —
\Gervilimir, sem festir eru ofan
við hné, reynast oftast betur en
þeir, sem festir eru neðan við
það.
Gervinýra og gervilifur.
Langt er síðan farið var að
búa til gervimjaðmarlið með
því að negla nýjan haus á lær-
leggshálsinn, þar eð aðgerðin
styttirftSj]4.teKaJ[Sguna að mun.
Af ' öðrum' ' gervilíffærum,
sem reynd hafa verið á síðari
árum má nefna gervinýru, er
hjálpað hafa mörgum sjúkling-
um með nýrnahnyklabólgu. —
Japanskir vísindamenn hafa
greint frá tilraunum með notk-
un gervilifrar við lifrarbilun,
og gervilungu hafa verið sett
í dýr í tilraunaskyni. Þá hafa
verið framleidd elektrónísk
barkahöfuð, sem komið er fyrir
á hálsinum og ætluð eru fólki,
er hefur misst barkahöfuðið og
þar með raddböndin. Slíkt
gervibarkahöfuð virðist þó
hafa mjög takmarkaða þýðingu
enn sem komið er. Fólki, sem
ekki hefur barkahöfuð, er eftir
sem áður ráðlagt að nota vél-
indisaðferðina svokölluðu til
þess að mynda hljóð. Hún felst
m.a. í reglulegum andardrætti,
og auk þess er notað lítið tæki
til að magna hljóðið.
Húðflutningur
milli manna.
Jafnhliða hinum fjölmörgu
tilraunum með gervilíffæri er
unnið sleitulaust að því að leysa
vandamálin í sambandi við
flutning á lifandi vefjum milli
manna eða af einum líkams-
hluta á annan. Þar er við
marga örðugleika að etja, enda
árangur misjafn.
í því sambandi er sérstök
ástæða til þess að minnast lítil-
lega á húðflutning. Það er al-
kunna, að illa hefur tekizt að
græða húðbætur af einum
manni á annan, og hefur þvi
að mestu verið horfið frá því
ráði. Hins vegar hefur það gef-
ið góðan árangur að flytja húð
af einum líkamshluta á annan
á sama manni. Eins hafa verið
skeyttar saman æðar með
stykkjum úr öðrum æðum í
sama líkama. Nýjustu aðferðir
í þeirri grein hafa bjargað lim-
um margra, er orðið hafa fyrir
áverka, og aðalslagæðar útlima
skorizt í sundur. Áður fyrr var
eina ráðið við þessu að taka
liminn af, en nú eru teknir bút-
ar úr vefjum, sem liggja rétt
undir húðinni á handleggnum
og nema má brott að skað-
lausu, og þeim skeytt inn í hin-
ar sundurskornu slagæðar. í
sama tilgangi má einnig nota
búta úr slagæðum.
Annað dæmi um vel heppn-
aðan flutning á líffærum er að-
gerð, sem framkvæmd var í
Sloan-Kettering krabbameins-
rannsóknarstofnuninni í New
York borg. Þar tókst að flytja
skjaldkirtil úr nýlátnu ung-
barni í 48 ára húsmóður,
en skjaldkirtill hennar hafði
verið numinn brott vegna
krabbameins.
Árangurinn yfirleitt lélegur.
Ennfremur hefur tekizt að
flytja beinmerg úr konu yfir. í
bein systur hennar, er þjáðist
af Hodkinssjúkdómi. Það er
mjög hættulegur sjúkdómur,
sem lýsir sér í því, að ofvöxt-
ur hleypur i lymfueitlana um
allan líkamann.
Gershon Fishbein:
Hér er sýnt, hvernig bein annað bein, sem brotnað hef sem síðan eru losaðar, þegar
er fest og látið gróa við ur. Það er fest með skrúfum, nýja beinið hefur gróið fast.
Þótt vel hafi tekizt í einstök-
um tilfellum eins og þeim, er
að ofan greinir, hefur árangur
af slíkum aðgerðum yfirleitt
verið lélegur. Hins vegar hefur
tekizt töluvert betur með til-
raunir á dýrum, og hefur
ósjaldan náðst góður árangur
með flutning á húðbótum, nýr-
um og ýmsum líffærum úr einu
dýri í annað. í Bandaríkjunum
og Sovétríkjunum hafa heilir
limir og jafnvel hjörtu verið
tekin úr einum hundi og grædd
í annan, en dýrin hafa yfirleitt
ekki lifað lengi eftir aðgerðina.
Barizt gegn framandi blóði.
Árangur af slíkum aðgerðum
á mönnum er undir því kom-
inn, hvort hinum utanaðkom-
andi vef tekst að yfirvinna ó-
næmisviðbrögð líkamans gegn
öllum framandi vef, er inni-
heldur blóð, sem að einhverju
leyti er frábrugðið blóði sjúk-
lingsins. Þau viðbrögð eru ein
af hinum eðlilegu varnarráð-
stöfunum líkamans, sem hrind-
ir frá sér öllum framandi eggja
hvítuefnum, sbr. viðbrögð
við gerlum. Vandinn er ein-
ungis sá, að líkaminn gerir
ekki greinarmun á hættulegum
vefjum og hollum, eins og húð-
bótum og líffærum. Hann
hrindir þeim öllum frá sér í
blindni. Líkaminn virðist hafa
nokkurs konar oiní’ml fyrir
framandi vef, á svipaðan hatt
og fólk hefur dfnæmi fyrir ryki
í húsum og öðrum efnum, sem
hafa ertandi áhrif á það.
Sú staðreynd, að oft hefur
heppnazt að flytja nýru milli
eineggja tvíbura, hefur gefið
vísindamönnum bendingu um,
hvers vegna ávo illa tekst að
græða vef úr einum manni á
annan. Sýnt hefur verið fram
á, að það eru erfðaeindirnar í
blóðinu, sem hér ráða mestu.
Framli. á 10. síðu.
Tækið, sem maðurinn held-
ur á, er gervihjarta, sem nú
er í smíðum í sjúkrabúsi í
Cleveland 1 Bandaríkjunum.
Það er að mestu úr plasti og
er knúð með rafmagni með
venjulegri heimilisspennu.
Vísindamenn telja, að slík
tæki geti í framtíðinni kom-
ið í staðinn fyrir hjarta
manna, sem fengið hafa al-
varlega hjartabilun.