Vísir - 26.06.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 26.06.1961, Blaðsíða 10
10 VtSIR Mánudagur 26. júní 1961 Tvær tennur Frh. af 8. síðu. þessum tíma bar svo við að vestur-þýzkur gagn- njósnari handtók austur- þýzkan njósnaforingja að nafni Schötzky. Við hús- rannsókn á heimili hans fannst falinn listi yfir að- stoðarmenn hans. Meðal þeirra var nafn P.osalie Kunz. Næstu mánuði fylgd- ist lögreglan gaumgæfilega með ferðum hennar og at- höfnum, þar til fyrir hálfu ári síðan, að hún var hand- tekin og gerð hjá henni hús- leit. Þar fundust meðal ann- ara hluta afrit af nokkrum leyniskjölum vestur-þýzka landvarnaráðuneytisins. Fyrir skömmu síðan féll dómurinn yfir Rosalie Kunz í stjórnlagadómstólnum í Karlsruhe. Hún var dæmd í fjögurra ára fangelsi. Rosa- lie var enginn snilldarnjósn- ari. En menntun hennar, starfsaðferðir og markmið einkenna störf austur-þýzkra njósnara. DR. ISRAEL BEER. Frammi fyrir dómaranum í lokuðum réttarsalnum stóð 63ja ára gamall maður, grannvaxinn, með hátt enni, þunnt hár og kolsva'rt yfir- varaskegg og augabrúnir. Þetta var dr. Israel Beer fyrrum forstjóri áætlana- deildar ísraelshers og síðan 1954 ráðunautur ísraelska/ landvarnaráðherrans, dáður fyrir þekkingu sína á hern- aðarsögu og kennari í henni við Tel Aviv-háskólann. Hann var einnig eftirsóttur fyrirlesari um hertækni í ýmsum borgum Atlantshafs- bandalagsins og loks einn af beztu vinum Ben Gurions forsætisráðherra ísraels. Það var því skiljanlegt, að allt léki á reiðiskjálfi í stjórnmálalífi ísraels, þegar svo háttsettur maður er leiddur fyrir dómara og sak- aður um njósnir í þágu er- lends ríkis. I JJllt sem vitað var um for- tíð dr. Beer reyndist fals- aðar upplýsingar. Hann hafði komið til ísraels árið 1938. Hann kvaðst ( vera fæddur í Vín, hafa barist móti Dolfuss árið 1934, tek- ið þátt í spönsku borgara- styrjöldinni með lýðveldis- sinnum, en enginn kannaðist við hann í Vín, þegar málið var rannsakað. Hann kvaðst hafa tekið doktorsgráðu í heimspeki við Vínar-háskól- ann, en var þar hvergi skráð- ur. Og eftir fangelsunina hefur komið í Ijós, að dr. Beer hefur ekki tekið um- skurn, svo hann er kannske ekki Gyðingur eftir allt sam- an. Dr. Beer gekk í Haganah- neðanj arðarhreyf inguna þegar hann kom til fsraels. Hann barðist móti Aröbum, en var þó fjarlægður úr hern um 1950 af þáverandi yfir- manni herráðsins Yadin, sem taldi markmið hans síður en svo einhlít. „Beer er óvið- jafnanlegur þegar gera á hernaðaráætlanir en maður efast um markmið hans,“ sagði herráðsforinginn. Þetta kom ekki í veg fyrir frekari frama dr. Beer. Hann gekk í Mapai-flokk- inn 1954 og varð brátt einn af trúnaðarvinum Ben Gurions, og fékk þá meðal annars aðgang að persónu- legum dagbókum forsætis- ráðherrans. Hann var ráðinn til að skrifa sögu styrjald- arinnar 1948 og varð forseti hersögudeildar háskólans í Tel Aviv. Hann fór oftar og oftar til útlanda í því skyni að halda fyrirlestra og varð brátt einn af helztu fyrirles- urum Atlantshafsbandalags- ins. Ijildrög þess að leyniþjón- usta fsraels tók að veita dr. Beer athygli voru nokkuð óvenjuleg. Hann tók upp á því að skilja við konu sína, sem var þekktur líffræðing- ur og kvæntist konu, sem var mörgum árum yngri en hann, Ora Zahavi að nafni. Hún reyndist nokkuð dýr í rekstri, ef svo má að orði komast, svo að dr. Beer lenti í alvarlegu skuldabasli. Framkoma hans varð einnig sérkennilegri með hverjum deginum sem leið. Vegna þess hve dr. Beer var hátt- settur maður tók lögreglan að fylgjast með ferðum hans og þá kom í ljós, að hann átti ósjaldan fundi með fulltrúa í rússneska sendiráðinu í fsra- el. Ekki var þó hægt að sanna landráð á dr. Beer og leit aðeins út fyrir að fund- ir þeirra væru aðeins kunn- ingjarabb. En eftir langa mæðu komu sannanirnar. Þegar verið var að rannsaka Portland-málið, njósnir Kanadamannsins Lonsdale í brezku flotastöðinni fannst nafn dr. Beer i skjölum Lonsdale. Þetta var tilkynnt til Atlantshafsbandalagsins og ísraels. Dr. Beer var um- svifalaust tekinn höndum. Enginn- veit um einstök atriði sakargiftanna, þvi réttarhöldin yfir dr. Beer fara fram fyrir lokuðum dyrum. En sagt er, að hann hafi m. a. látið Rússum í té vitneskju um árás Breta, Frakka og ísraelsmanna á Súez 1956. Enginn virðist vita nokkuð um fortíð dr. Beer. En hann er talinn gott dæmi um snilldarnjósnara, sem í krafti gáfna og þekkingar komast upp i æðstu stöður, einmitt þaðan, sem upplýsingarnar erudýrmætastar. Margtbend ir til, að hann sé einskonar „tímasprengja“ í alþjóða- njósnum: Maður, sem send- ur er út af örkinni til að njósna, en byrjar ekki starf sitt fyrr en mörgum árum síðar, þegar hann er kominn í fasta og þýðingarmikla stöðu. Meðal þeirra eru vís- indamaðurinn Pontecorvo, Læknarnir á myndinni eru að búa sig undir að setja æðar, úr plastefni, sem heitir Yarahlutir Franxh. af 9. síðu. Eineggja tvíburar hafa edns erfðaeindir og því getur vefur úr öðrum þeirra auðveldlega yfirunnið ónæmisviðbrögð hins. Ráð til að veita aðstoð. Þess má geta, að ýmis lyf, eins og t d. hormónalyfdð corti- sone, getur tafið fyrir eyðilegg- ingu aðkomuvefjarins. Þá get- ur sterk geislun stuðlað að því, að vefurinn grói, með því að drepa sellurnar, sem framleiða mótefni gegn honum. Ein mikilvæg undantekning er þó á þessari hegðun líkam- ans gagnvart utanaðkomandi vefjum. Sjónhimnur hafa oft verið fluttar mdlli manna með góðum árangri, þótt um alls ó- skylda menn hafi verið að ræða. Reyndar hefur verið komið upp augnbönkum, þar sem geymdar eru sjónhimnur til hægðarauka fyrir lækna. En það gegnir svolítið öðru máli um sjónhimnuna en önnur líffæri. Hún inniheldur ekki blóð, þar sem hægt er að byggja upp ofnæmisviðbrögð og er auk þess nokkuð ein- angruð frá öðrum líffærum. Þegar hún er flutt yfdr á auga, er hún lukt vefjum, sem heldur ekki innihalda blóð „Varahlutanotkun“ í framtíðinni. Ef vísindamönnum tekst að yfirstíga þau vandamál, sem nú eru því til fyrirstöðu, að hægt sé að flytja líffæri úr einum líkama í annan, ( verður þess Burgess og MacLea svo og George Blake, sem nýlega var handtekinn í Bretlandi. gg er umsetinn af svikur- um sagði Ben Gurion, þegar hann fékk tilkynning- una um handtöku dr. Beer. Én verjandi heldur því fram, að hann sé saklaus. Dóm- stólarnir eiga eftir að segja síðasta orðið. teflon, í sjúkling ineð sjúka æð, sem nauðsynlegt er að nema úr honum. ekki langt að bíða, að hæg't verði að nota „varahluti" í lík- ama mannsins, og koma þannig í veg fyrir, eða lækna marga þá sjúkdóma, sem nú valda hlut- fallslega mörgum dauðsföllum og miklum þjáningum. Sem dæmi um það, sem gætd áunnizt við l^usn þessa vanda- máls, má nefna. að vísinda- menn hafa látið sér detta í hug, að unnt væri að græða hluta af lifandi vef úr pankreaskirtlin- um í sykursýkissjúklinga, og tryggja þannig áframhaldandi insulinframledðslu. Ef þetta tækist myndu sykursýkissjúk- lingar losna við daglegar insu- linsprautur og auðvelt yrði að halda sjúkdómnum í skefjum. „Hvíti fálkinn“ hættir útkomu eftir 21 ár. „The White Falcon“, blað varnarliðsins, hefir nú verið lagt niður. Kom síðasta tölu- blað þess út á laugardaginn. Blaðið er á ellefta árinu, að því er segir á forsíðu þess, og er þó raunar mun eldra, því að það byrjaði að koma út árið 1940, þegar brezka setuliðið var fyrir skömmu komið til lands- ins, en síðan tók varnarliðið við útgáfu þess. Henni var þó hætt um tíma, þegar bandaríska lið- ið hvarf á brott að styrjöldinni lokinni, en var svo hafin á ný, þegar varnarliðið kom aftur, eftir að fsland gerzt aðili að Atlantshafsbandalaginu. Þess er getið í síðasta tölu- blaðinu, sem út kom á laugar- daginn, að í ráði væri að flot- inn, sem tekur við yfirstjórn varnamálanna 1. júlí, hæfi þá einhverja blaðaútgáfu. „Matarstríö" S.-Afríku. Baráttumenn fyrir jafnræði hvítra og svartra í S-Rhodesíu hafa fengið nýtt vopn í hend- urnar. Það er eins konar til- brigði af „sit-in“-aðferðunum, sem notaðar hafa verið í veit- ingahúsum SuðuiTÍkjanna með g'óðum árangri fyrir svertingja. - Þessir stríðsmenn panta mat fyrir stóra hópa á veitingahús- um, sem venjulega taka ekki við nema hvítu fólki. Þegar cíestir mæ'ta til matar síns kem- ur í ljós að hópurinn er litaður. Ef þeir svörtu fá ekki af- greiðslu ganga allir út án þess að borga. Brezka stjórnin heir verið nxjög gagnrýnd fyrir að selja portúgölsku stjórn- inni tvær freigátuir. Hægt er að bæta mönnum heyrnarleysi með skurðað- gerð undir sumum kringum- stæðum. Myndin sýnir örlít- ið líffæri úr miðeyranu (i íniðju), sem bilað hefur, og í staðinn á að setja varahlut úr plasti (til hægri). Pen- ingurinn sýnir, hve litlir og nákvæmir sumir „varahlut- iiuiir“ verða að vera.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.