Vísir - 26.06.1961, Síða 15

Vísir - 26.06.1961, Síða 15
Mánudagur 26. júní 1961 VtSIR 15 V. EGÉRTON vingjarnlega. Hann hafði tek- ið í handlegginn á mér en ég losaði mig. — Þetta er ómögulegt. . hvað hafði Adam Brett að erinda til Parísar. Þetta hlýt- ur að vera mishermi.. . Ég gekk ósjálfrátt að skrif- borði Bretts og dró út skúffu. En ég fann §kki það sem ég var að leita að. — Hvað var það? spurði Fairlie. — Vegabréfið hans — og hundrað pund í seðlum, sem ég sótti í bankann fyrir hann , gær. Það er hvorugt þarna. — Nei, vitanlega hefur hann orðið að hafa vegabréf- ið, sagði Fairlie. — Loft- ferðaskrifstofan hefur hringt til okkar. Það var beðið um far handa honum í gærkvöldi og krossað við nafnið hans á farþegalistanum þegar hann kom í morgun. Svo að ekki getur verið um neinn misskilning að ræða. Eina ráðgátan er þessi: — Hvers- vegna fór hann? Ég tók um brúnina á skrif- borðinu og starði út í bláinn. — Höfðuð þér enga hug- mynd um fyrirætlanir hans? Peningamir sem þér sóttuð fyrir hann, og vegabréfið ... — Vegabréfið var útrunnið og þurfti að endumýjast, og ég sá um það fyrir hann. — Þau ætluðu — í brúðkaups- ferð til Spánar, eins og þér sjálfsagt vitið. Og hann vildi hafa eitthvað í reiðu fé á sér. — En tókuð þér ekki eftir neinu, sem gæti gefið okkur vísbendingu ? Einhverju í 4 hátterni hans eða því sem hann sagði ? Hugsið þér yður vel um. — Nei, engu. . . engu. Hann var alveg eins og hann var vanur . . . að undanteknu þessu yfirliði. Við vorum að tala um fundinn í dag, og hann bað mig um tölurnar og sagðist ætla að hafa þær með sér heim, til að glöggva sig á þeim. Ég lagði blöðin á borð- ið hans kringum klukkan fimm. Hann var ekki inni þá, en ég sá hann hálftíma síðar, þegar ég kvaddi. — Hann var inni hjá mér um fimm-leytið. Ég hafði símasamband við Edinburgh og þurfti að ráðgast við hann . . . Fairlie skálmaði fram og aftjur um gólfið. — Yður er sjálfsagt ekki ó- kunnugt um það, ungfrú Stephens, að við litum ekki alltaf sömu augum á ýms mál. Og ég tók eftir að hann var stundum talsvert torráð- inn. Hann hlýtur að hafa átt í einhverju kaupsýslubraski í París, sem hann vildi ekki láta mig vita um fyrst um sinn. Hann hefði auðvitað skýrt mér frá því síðar. Hon- um hefur sízt dottið í hug, að hann mundi farast í ferðinni. — Skiptir það nokkru máli? býrjaði ég. — Skiptir það nokkru máli hversvegna Ég gat ekki lokið setning- unni. Nú fór mér að verða ljóst hvað gerzt hafði. Fairlie fór að tala eitthvað um taugalost. . . Mjög skiljan- legt. Ég mátti ekki hugsa of mikið um þetta, aðeins reyna að komast heim. En ég hristi höfuðið. — Nei, sagði ég upphátt. — Nei, ég get það ekki. Ég hef svo margt — svo margt, sem ég þarf að gera .. . Ég get ekki sagt að ég hafi hugsað sérlega skýrt er Mike kom til að sækja mig — klukkutíma áður en ég átti von á honum. En ég þurfti ekki annað en líta á hann til að sjá, að hann vissi eins mikið og flestir aðrir, og að ég þurfti ekki að segja hon- um tíðindin. Þegar við komum heim að dyrum tók Mike töskuna mína og náði í lykilinn. Hann tók hálfflösku af gini úr skápnum þegar við komum inn í stofuna. — Seztu nú og leggðu fæt- urnar upp á stól, Kata. Ég skal ná í matinn. — Ég get ekki trúað að þetta hafi gerzt, Mike. Það er einhver . beygla á þessu einhversstaðar. Eins og mað- ur sjái það í spéspegli... — Hversvegna fór hann í þetta ferðalag? — Það getur verið meiri sannleikur en maður skyldi halda í þessu, sem ég var að bulla í gærkvöldi. Hann er ekki fyrsti brúðguminn sem flýr undan brúðkaupinu. Það er hugsanlegt að þau hafi rif- ist og orðið ósátt. Hann hafði SKYTTURNAR ÞRJÁR 17 Um sama leyti og d’Artagnan var útnefndur skyttuliði, fékk hann heimsókn af veitingamanni sínum, Bonacieux. Hann sagði að kona sín, sem væri þerna drottn- ingarinnar, hefði verið rænd, aug- sýnilega í pólitískum tilgangi — það er til að fá hana til að ljóstra upp um leyndarmál drottningar- innar. Af lýsingu veitingamannsins þekkti d’Artagnan aftur meðal ræningjanna, sinn gamla óvin, manninn frá Meung, og þegar nú hefnd hans, velferð drottningar- innar og skylda skyttuliðanna var í veði, lýstu vinirnir fjórir yfir striði á hendur kardínálanum. „Við stöndum saman, allir fyrir einn og einn fyrir alla". D’Art- agnan var sannfærður um, að brottnám konunnar stæði í sam- bandi við för hertogans af Buck- ingham til Parisar. Stuttu síðar tóku hirðmenn kardínálans Bonacieux til fanga. Úr herbergi sínu fyrir ofan íbúð veitingamannsins, gat vinur okk- ar fylgzt með handtökum á vin- um Bonecieux, sem komu i mesta andvaraleysi í heimsóknir og féllu í hendur hirðmannanna. | bæði vegabréfið og pening- ana við höndina . .. — Ég get ekki trúað því. Hann var ekki þannig gerður. — En hugsum okkur að eitthvað babb hafi komið í bátinn þarna í Frakklandi. Eitthvað sem hann einn gat greitt úr. — Hvað ætti það svo sem að geta verið? — Til dæmis eitthvað út af kvenfólki. — Nei, það er óhugsan- legt! Mike var allt í einu kom- inn bak við mig og studdi höndunum á axlirnar á mér. — Þú elskaðir hann, var það ekki? — Æ, góði Mike, ég .. . — Heldurðu að ég hafi ekki vitað það? Hann sneri mér og hélt mér fast að sér. Loksins sagði hann: — Veslings Kata .. . það tekur mig sárt... Ég var tilfinningalaus. Ég hugsaði bara: Ég hef sært hann, og hef verið of sín- gjörn til að setja það fyrir mig, En nú er það liðið hjá. Það er ástæðulaust að vera afbrýðisamur gagnvart dauð- um manni. Morguninn eftir var ég eins og í leiðslu er ég fór í skrifstofuna. Ég sinnti venju- legum störfum mínum þang- að til Fairlie sendi eftir mér um ellefuleytið. — Fáið þér yður sæti, ung- frú Stephens, sagði Fairlie. — Hann bauð mér vindling og sagði: — Það er ýmislegt sem við þurfum að ganga frá saman, þér og ég. Ég vil vera sem fáorðastur, þessa stund- ina, um þetta hörmulega á- fall, sem við höfum orðið fyrir, — en lífið gengur sinn gang og við verðum að bera okkar byrðar áfram ... ,Við komumst ekki hjá að gera ýmsar breytingar hér í firm- anu, en fyrst og fremst þarf ég að fá á hreint hver af- staða yðar er, ungfrú Step- hens. Mér er áhugamál að þér verðið einkaritari minn framvegis, og vona að yður sé það ekki móti skapi. — Mér þykir það leitt, herra Fairlie, — en svo er mál með vexti að ég býst við að giftast á næstunni. Ég var sjálf forviða á að ég skyldi segja þetta, en þeg- ar ýtt er við manni verður maður að þoka undan. — Magra unga manninum, sem ég sé svo oft bíða hérna fyrir utan? sagði Fairlie ró- lega. — Það er ekki nema eðlilegt um jafn aðlaðandi unga stúlku og þér eruð. En það ætti ekki að þurfa að breyta neinu um stöðu yðar hér í firmanu. Það eru svo margar sem hálda áfram starfi sínu þó þær verði frúr. — Ég er hrædd um að unn- usti minn mundi eklci fallast á það. — Þá verðið þér að tala um fyrir honum, og telja hann af jafn gamaldags hug- myndum! Þér gangið ekki með hring, sé ég. — Við höfum ekki efni á að kaupa jafn dýran hring og hann vill gefa mér. — Aðeins það bezta nógu gott! sé ég. En hvað sem K V I S T ©PIB COPÍKMGEti' — Þeir eru mjög mildir, þeir eru klæddir filti, sem fjar- Iægir 89% af hinu skaðlega efni lakksins.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.