Tölvumál - 01.01.1977, Page 8

Tölvumál - 01.01.1977, Page 8
tölvumAl Einhverjum hafði sem sé dottið í hug, að nota dauða tímann milli þess sem boð bærust frá skynjurunum til að vinna bókhaldið og aðrir vildu einnig geta reiknað út næstu virkjun í dauða tímanum. Litla snotra tölvan er orðin að skrímsli með diskum, segulböndum, prenturum og ótal skermum til að sinna virkjunarútreikningum á daginn og bókhaldinu á nóttinni. Starfsli'ðið hefur vaxið og unnið er i vöktum dag og nótt. Og stóru diskarnir og hraðvirku segulböndin urðu anzi dýr, enda fyllilega sambærileg við diskana og böndin á stóru tölvunni handan við hæðina. Meira að segja væri ekki útilokað, að um sama framleiðanda væri að ræða eftir allt saman. Auk þes-s hefur hlotizt verulegur aukakostnaður af þvi, hve stærð forritanna er takmörkuð og erfitt er að fá forritapakka, sem hæfa. vélinni nema þá eftir kostnaðarsamar breytingar. Með þessum tveimur dæmum hef ég viljað draga fram i dagsljósið hættuna, sem er fólgin i þvi, að ofmeta getu bæði stóru og litlu tölvanna og að trúa i blindni slagorðum orðasmiðanna á Madison Avenue. Og ekki sizt, ef gleymist að taka tillit til mannlega þáttarins við reksturinn. Þá er nefnilega hætt við þvi, að stefnan að markmiðinu, að veita sem bezta þjónustu á sem kostn- aðarminnstan hátt, og ég gat um i upphafi, verði verulega út á ská. Stóru og litlu tölvurnar eiga báðar rétt á sér hérna en það verður að velja rétta staðinn og hann verður að ákveða með tilliti til markmiðsins um að veita sem bezta þjónustu með sem minnstum kostnaði. Allt annað væri leikaraskapur einn. Breytilegu stæróirnar tvær, það er að segja þjónustan og kostnaðurinn, eru auðvitað háðar verkinu, sem vinna á, og þá bæði eðli verksins og magni, t.d. hvort verkið er unnið einu sinni og siðan ekki söguna meir. Eða hvort það er unnið aftur og aftur i óbreyttri mynd, t.d. vikulega eða mánaðarlega. Ef eðli verksins er slikt, að það krefst ekki dýrra jaðartækja og ef það er unnið stöðugt aftur i óbreyttri mynd, þá er trúlega ódýrara að nota smátölvu við það, ef magnið er verulegt. Gott dæmi um þetta er gagnasöfnun samfara einhverri gagnaprófun. Sama er að segja um tiltölulega einfalda verkfræðiútreikninga. Spurningin er aftur magnið. Magnið skiptir einmitt mjög veru- legu máli hér á landi vegna smæðar lcmdsins og fæðar ibúa.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.