Tölvumál - 01.02.1977, Qupperneq 2

Tölvumál - 01.02.1977, Qupperneq 2
JANÖARFUNDURINN Birgðabókhald og lagerstýring er greinilega áhugaefni margra félaga í Skýrslutæknifélaginu, því fundinn, sem haldinn var í Norræna Húsinu 18. janúar síðastliðinn, sóttu um 75 manns. Formaður félagsins, Finar Pálsson, stýrði fundinum. Á fundinum töluðu Steve Rastrick frá Tölvutækni hf, ölafur H. ölafsson frá Heimilistækjum sf og þeir Jón V. Karlsson og Guðmundur Hannesson frá IBM. Fyrstur talaði Steve Rastrick. í inngangi fjallaði hann um mismunandi kröfur sem notendur gera til lagerbókhalds: Heildsali hefur aðrar þarfir en smásali. Á einum stað er vöruumsetning hröð, annarsstaðar hæg. Síðan lýsti Steve tveimur kerfum, sem Tölvutækni bjóða. Annað, sem hæfir smátölvu (Mini Computer) með cassettum. Hitt fyrir stærri smátölvu eða tölvu af gerðinni Burroughs B80, einnig með cassettum. Næstur talaði Guðmundur Hannesson og lýsti birgðabókhalds- kerfi, sem IBM býður notendum System 32 tölvukerfa. Þetta er kerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þá talaði ölafur H. ölafsson. Hann ræddi í inngangi sínum um það, sem hann kallaði þjónustustig, þ.e. samband milli magns og þjónustu. Nýting fjármagns eykst, sé hægt að halda birgðum í lágmarki. Hann lýsti sxðan bókhaldskerfum, sem Heimilistæki bjóða notendum Wang-tölva. Síðastur ræðumanna var Jón V. Karlsson. Hann lýsti birgða- bókhalds- og lagerstýringarkerfi, sem tölvuþjónusta IBM býður viðskiptamönnum sínum og hentar t.d. vel fyrir smásölulager. Þetta er kerfi, sem ætlað er að þjóna samtímis mörgum notendum með mismunandi þarfir; hver getur valið það sem honum bezt hentar af fjölbreyttum möguleikum á vinnslu og úttaki. Að loknum fundi $ettust menn saman yfir góðum kaffibolla, í boði félagsins.

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.