Vísir - 03.10.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 03.10.1961, Blaðsíða 1
VÍSIR * Island og vest- ræn samvinna. f KVÖLD verður efnt til fund- ar um ísland og vestræna sam vinnu. Fer fundurinn fram á vegum Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna sam vinnu. Emil. Ólafur. Jóhann. Ræðumenn verða þrír, frá lýðræðisflokk- unum. Eru það þeir J ó h a n n Hafstein, ráð- herra, Ólafur Jóhannesson, próf., og Emil Jónsson ráðherra. Fundurinn fer fram í Tjarnarcafé og hefst hann kl. 8,30. Að loknum ræð- um frummælenda verða frjáls- ar umræður. Félagsmönnum Varðbergs er heimilt að taka með sér gesti á fundinn. Með þessum fundi er vetrar- starf Varðbergs að hefjast en fyrir félaginu liggur nú fjöl- þætt framkvæmdaáætlun um starfsemina í vetur. Maður deyr á kvöldgöngu í GÆRKVÖLDI lézt hér í bænum Þórarinn . Benedikz, Hrefnugötu 2. Hafði hann farið að heiman til þess að fá sér kvöldgöngu. Milli klukkan 9 og 10 fann starfsfólk í Þórskaffi Þórarin, er hafði hnigið niður við sýn- ingarglugga í bílabúð að Braut- arholti 20. Var þegar hringt í sjúkrabíl og Þórarinn fluttur á slysavarðstofuna. Var hann þá örendur. Þórarinn var aðeins 49 ára að aldri. Hann var starfsmaður hjá fyrirtækinu J. Þorláksson & Norðmann. Vitað var að Þór- arinn var orðinn hjartaveill. — Talið er að hann hafi látizt af hjartaslagi. Hann lætur eftir sig konu, frú Maríu Benedikz. Rússar birtu ræðu Kennedys forseta, er hann flutti á Allsherjarþinginu, en stytta og útþynnta. Bros á skólabekkratim. Það er ekki annað að sjá en stúlkurnar gleðjist yfir því að vera setztar á skólabekk á nýjan leik. Myndin er tekin í Menntaskólanum í gær, eftir skólasetningu. Bekkirnir voru sendir hver í sína stofu og þar var þeim sagt hvaða bækur skuli keyptar og hvað skuli lesið fyrir fyrstu tímana. (Ljósm. Vísis I.M.) Evropumerkin komin í yeypiverð. Búizf við verðfalli áður en langt láður. Þess munu vera dæmi að Evrópumerkin, sem Póst- og símamálastjórnin gaf út 18. sept. sl. hafi verið seld á 25 krónur danskar, en það myndi jafngilda 155 íslenzkum krón- Varalið St. Mirren tapaði 1-3 en Þórólfur skoraði markið. íslenzkir frímerkjakaup- menn segja að fyrir þessu verð lagi sé enginn grundvöllur til og telja það hreina fjarstæðu. Þeir segja að gangverð á heima markaði sé yfirleitt 60—70 kr. og það verð sé einnig of hátt. Það hafi skapazt um stundar- sakir vegna óhóflegrar eftir- spurnar á útgáfudegi og vegna þess að einstakir menn keyptu þau í ríkum mæli í gróðra- skyni. Frímerkjakaupmenn hér heima fullyrða, að þegar Evrópumerkin fari að dreifast á erlendum markaði muni koma jafnvægi í söluna og um leið muni þau óhjákvæmilega lækka í verði. Það er til ein áþekk hlið- stæða í frímerkjasölu hér á landi. Það var þegar Póst- og símamálastjórnin gaf út af- mælismerkja örk í tilefni af 25 ára ríkisstjórnarafmæli Krist- jáns X. Danakonungs árið 1937. Þá voru gefin út 55 þúsund ein tök á 2 krónur örkin og seld- ust öll upp á útgáfudegi. Þau voru skömmtuð og gat hver einstaklingur keypt þrjár ark- ir. Ekstrabladet í Khöfn hefur nýlega gert Evrópumerkjamál- ið að umræðuefni og spáir því að Póst- og símamálastjórnin íslenzka hafi gert þar alvarlega skyssu sem eigi eftir að koma henni í koll síðar. Blaðið segir að þetta mál snerti frímerkja- kaupmenn í allri Evrópu og þeir líti á það svo alvarlegum ,Dreinostn fantabrögð/ „Það var greinilega eittlivað óvenjulegt á seiði á Paisley leikvangi í St. Mirren í gær- dag, því helmingi fleira fólk en venjulega streymdi að á leik varaliða St. Mirren og Raith Rokers,“ segir Daily Paisley Express á sunnudag- inn. „Astæðan fyrir aðsókninni var sú, að Islendingurinn Beck lék með varaliði St. Mirren sem hægri inn- herji í fyrsta sinn. Og það var ekki mikið búið af leik, þegar hann og félagar hans íslenzku, Skeggjason (Orm- ar) og Árnason íKári) höfðu sýnt hvers vegna St. Mirren hafði ekki gengið betur á Islandi í sumar en raun er á. Beck og Skeggjason voru báðir of góðir til að leika í þessum varaliðum.“ Raith Rokers sigraði leik- inn 3:1, en Þórólfur skoraði mark St. Mirren. Þeir Ormar og Kári komu heim í gærkvöldi og láta báðir mjög vel af dvöl sinni. Þeir bjuggu á fyrsta flokks hóteli allan tímann. „Þeir vildu gjarnan halda okkur lengur, því eins og skiljanlegt er, gerir svona stuttur tími ekkert gagn. Kára hafa þeir boðið að koma út hvenær sem hann vill,“ segir Ormar. „Það er æft þarna tvisvar í viku, bæði fyrir og eftir hádegi, og svo er leikið f jórða daginn.“ Ekki fannst þeim knatt- spyrnan á háu stigi í þeim leikjum, sem þeir léku, „en hún . er auðvitað nokkuð hraðari og fastari cn okkar.“ Við spurðum þá um Þór- ólf, hvernig hann hefði stað- ið sig og hvað þeir héldu um möguleika hans þarna ytra. „Hann skoraði markið, en oft hefir hann leikið betur,“ sagði Ormar. „Sjálfum fannst Frh. á 7. s. Kunnur borgari hringdi til Vísis í gær og sagðst hafa Ies- ið svoliljóðandi ummæli Arin- björns Kolbeinssonar, form. Læknafélagsins í blaðinu: „Við munum virða bráða- birgðalögin. En þó teljum við þau freklegt brot á starfsfrelsi lækna og hreinustu fanta- brögð.“ Út af þessu vil ég leyfa mér að benda á, sagði hann, að það sem læknar eru að berjast fyr- ir er ekki eingöngu það, að tvö- falda sín eigin laun, heldur einn ig að brjóta niður trygginga- kerfið og koma á ameríska kerf inu en þar hafa fátæklingar hvorki ráð á að veikjast né deyja. Að öðru leyti má ekkert hafa eftir mér .annað en það, að þó eg beri virðingu fyrir íækn- um og vilji láta bæta kjör þeirra, þá tel ég atferli þeirra þeim til lítils sóma og hreinustu fantabrögð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.