Vísir - 03.10.1961, Blaðsíða 4
4
VÍSIR
Þriðjudagur 3. október 19.61
Sextán ára fagurkeri
Theodóra Baldvinsdóttir
er 16 ára og siglfirzk. Merki-
Ieg stúlka, sem gengur á
fjöll og spilar á fiðlu í frí-
stundum sínum, hlustar hug-
fangin á Beethoven og hrífst
af Byron og Ibsen. Þetta er
óvenjulegt um 16 ára stúlku.
Það er líka annað óvenju-
legt urp hana. Hún hefir
aldrei komið til Reykjavík-
ur fyrr en núna á dögunum.
Merkileg stúlka hún Theo-
dóra Baldvinsdóttir.
— Að hverju fannst þér
mest gaman í Reykjavík?
— Að labba um göturnar
og skoða fólkið og mannlífið.
Það er allt öðruvísi en heima
á Siglufirði.
— Hafðirðu hugsað þér
Reykjavík eins og hún er?
— Nei, allt öðruvísi. En
eg varð samt ekki fyrir nein-
um vonbrigðum. Gæti vel
hugsað mér að eiga heima
í Reykjavík.
— Þú gengur í skóla?
— Já, Gagnfræðaskóla
Siglufjarðar. Tek gagnfræða-
próf í vor ef allt gengur sam-
kvæmt áætlun.
— Ætlarðu að halda námi
áfram?
— Helzt.
— Hvar?
— Kannske í Samvinnu-
skólanum.
— Verða kaupfélagsstjóri?
— Ekki frekar það.
— Hvers vegna þá Sam-
vinnuskólann?
— Það er svo fallegt í Bif-
röst. Eg vil stunda nám þar
sem er fallegt.
•— Hvað gerirðu á sumrin?
Hefirðu saltað síld?
— Eg hefi saltað síld, eg
hefi unnið í netaverkstæði
og líka í sjoppu.
— Hvenær byrjaðirðu að
salta síld?
— Man það ekki svo vel,
sennilega þegar eg var átta
ára. En frá 12 ára aldri hefi
eg verið fastráðin söltunar-
stúlka, þangað til í sumar.
Þá saltaði eg ekkert. Það var
— Hvað seldist bezt?
— Náttúrlega kók. Allir
drekka kók. Svo seldi eg
líka mikið af sígarettum.
— Og kaupmaðurinn
ánægður með söluna?
— Ekki lét hann neina
ánægju í ljós. Hann dró held-
eða var það að minnsta kosti
á meðan eg borgaði árgjald-
ið. Nú hefi eg ekki komið á
fund í tvö ár og það getur
vel verið að það sé búið að
reka mig.
— Fyrir fyllirí?
— Nei, eg hefi aldrei
bragðað áfengi. Eg sleikti
einu sinni tappa úr brenni-
vínsflösku. Það var vont
bragð. Eg held eg geri það
ekki oftar.
— Hvað gerirðu í frístund-
um þínum?
— Á veturna spila eg á
fiðlu, les og teikna. Á sumr-
in geng eg á fjöll. Eg lagði
leið mína oft upp í Hvann-
eyrarskál þegar eg, var lítil.
Núna finnst mér það of
hversdagslegt. Eg leita eitt-
hvað lengra og hærra, að
einhverju nýju. Stundum
fer eg á bíó.
— Úr því að þú spilar á
fiðlu skyldi maður ætla, að
þér þætti gaman að hljómlist.
— Já, eg hefi mikið yndi
af hljómlist Beethovens,
Lehmberts og Griegs, og
reyndar fleiri.
— En eftir hvaða skáld
þykir þér mest gaman að
lesa.
— Þórberg og Kiljan og af
ljóðskáldum Davíð og Örn
Arnarson.
— En útlenda höfunda?
— Byron og Ibsen. Þeir
eru andlegir risar. Þeir rista
djúpt í speki sinni og skáld-
skapur þeirra er stórbrotinn
og háleitur.
Norskt skip sprakk
nærri Madagaskar.
Theódóra Baldvinsdóttir.
líka fyrsta síldarsumarið,
sem hefir komið á Siglufirði
frá því eg man eftir.
— Er gaman að salta?
— Já,. stundum. Það er
spennandi þegar mikil síld
berst á land. Það er mikið
líf í tuskunum. Auk þess
græðum við peninga.
— Er ekki erfitt að græða
svona mikla peninga?
— Jú, eg hefi orðið þreytt
ur ekki neitt af kaupinu
mínu. En viðskiptavinirnir
voru sumir hverjir leiðinleg-
ir þegar þeir lentu á fyllliríi.
— Þykir þér ekkert gam;
an að fullum körlum.
— Nehei! Eg er í stúku.
Norska skipið STAR CAR-
RIER, 9050 lesta, sprakk í loft
upp s.l. laugardag úti fyrir
hafnarbænum Diego Suarez á
norðurströnd Madagascar. — í
lestum skipsins var m. a. mikið
magn af dýnamiti. AIls biðu 27
menn bana af völdum spreng-
ingarinnar, skipverjar, inn-
bornir hafnarverkamenn og
franskir sjóliðar.
Saknað er um 20 manns. —
Fimm skipverjar hlutu meiðsl
ig brunasár, en enginn þeirra
;r í lífshættu. Meðal þeirra, er
fórust, eru fyrsti stýrimaður og
fyrsti vélstjóri. Á skipinu var
37 manna áhöfn, 34 Norðmenn,
2 Spánverjar og einn Finni. —
Skipið lá á föstudagsmorgun
við hafnargarð og var verið að
losa það og kom þá upp eldur í
lest, en þar sem enn voru 10
lestir af dynamiti í skipinu, var
það dregið út á ytri höfnina og
gerði það dráttarbátur úr
franska flotanum, en samtímis
var unnið áfram að slökkvi-
starfinu. Kl. 17 tilkynnti skip-
stjóri að elduripn væri slökkt-
ur, en 4 tímum síðar varð
sprengingin, og skipið gereyði-
lagðist.
Skipið var með farm til ým-
issa hafna á Madagascar. Það
hafði verið leigt frönsku skipa-
félagi til þessarar ferðar.
Yfir 360.000 menn eru nú í
vestur-þýzka hemum
(Bundeswehr).
Botnkrafa, sem enginn botnar í.
— í netaverkstæði! Er það
ekki karlmannsverk?
— Nei, það eru margar
stelpur sem hnýta net. Það
er ágætt að grípa til þess
haust og vor, milli síldarinn-
ar og skólans. Við hnýtum í
ákvæðisvinnu.
— Ertu dugleg?
— Nei, eg er ekki dugleg.
Eg kjafta svo mikið við hin-
ar stelpurnar að eg gleymi
mér stundum.
— Svo þær eru þá ekkert
duglegri en þú.
— Eg hugsa að þær séu
álíka.
— Um hvað rabbið þið?
— Um stráka. Stundum
líka um annað.
ef eg hefi þurft að vaka lengi.
Aldrei samt dottið sofandi
ofan í tunnuna.
— Það er sagt, að það sé
slarksamt á Siglufirði um
síldartímann?
— Það var með allra
minnsta móti í sumar. Oft
lenda strákarnir í handalög-
máli og stelpurnar jafnvel
líka. Það eru helmingi hrika-
legri slagsmál þegar kven-
fólkið slæst. Það er svo
grimmt.
— Þú vannst í sjoppu í
sumar, segirðu?
— Já, frá níu á morgnana
til sjö á kvöldin. Það var
ágætt og eg fekk dágott
kaup.
Sumir láta sig hafa það að i
kref jast landréttinda á tunglinu J
og stjörnunum, en Norman j
Fuller og Lloyd D. Smith láta
sér nægja að krefjast næstum
alls þess lands, sem liggur á
botni allra hafa og innhafa |
heimsins.
Það er staðreynd að þeir fé-
lagarnir Fuller — 30 ára stál-
smiður frá Kaliforníu, hafa lagt
inn formlega kröfu hjá fóget-
anum í Santa Ana, til neðan-
sjávarlands.
Þeir eiga heimtingu á því,
segja þeir, og alls þess, sem er
einhvers virði á eða undir botni
hafanna, af þeirri einföldu á-
stæðu að enginn hefur nokkru
sinni lagt fram slíka kröfu áður.
„Við erum engir vitleysingj-
ar“, sagði Fuller, og benti jafn-
framt á að krafa þeirra var
ekki til „lands“ sem er nálægt
ströndum hinna ýmsu ríkja og
sém þau ríki kalla yfirráða-
svæði sín eða landhelgi.
„Aðalatriðið er að þetta hefur
aldrei verið gert áður. Það hef-
ur enginn kert kröfu til alls
þessa lands. Eins og nú standa
sakir, er ekkert, sem bannar
Rússum að setja uþp olíubor-
turn rétt utan við þriggja mílna
landhelgi Bandaríkjanna eða
eitthvað annað, ef þeim býður
svo við að horfa“.
Fuller. sagði aðalástæðuna
fyrir þessari kröfu vera við-
leitni til að varðveita réttihdi
Bandaríkjanna. Hann sagði að
það væri augljóst að málm-
námur neðansjávar væru gífur-
legar og að þeir Smith væru á
þeirri skoðun að ,ef til þess
kæmi að þessi auðæfi væru
nýtt, ætti hagnaðurinn að renna
til líknarstofnana.
„Við höfum leitað ráða hjá
hópi lögfræðinga, sem sumir
eru sérfræðingar í eignarrétti,
og þeir segja að krafa okkar
virðist fullkomlega lögleg.“
Fuller og Smith halda því
fram að krafa þeirra sé ekki
gerð í auglýsingaskyni fyrir þá.
Fuller sagði að vel gæti farið
svo að þeir myndu ekki lifa það
að sjá málmnámur verða nýttar
á sjávarbotni eins ogþeirhugsa
sér það gert, en að þessi krafa
þeirra sé fyrsta skrefið í þá átt.
„Það er skynsamleg grund-
vallarframkvæmd að endur-
heimta þessi vannýttu auðæfi í
sjónum,“ sagði hann. „Við för-
um að þessu á skynsaman hátt
í hagnaðarskyni.“
Sérfræðingur stjórnarinnar í
sjórétti, sem ekki vildi láta
nafns síns getið, var ekki eins
bjartsýnn á framgang málsins.
Hann sagði að það hafi ávallt
verið hefðbundið að úthafið sé
öllum frjálst, og að ef krafa
þeirra Fuller-Smith yrði rekin
áfram, mundi það kosta lang-
dregin málaferli fyrir alþjóða-
dómstól.
i U