Vísir - 03.10.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 03.10.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. október 1961 Vf SIR 3 BLAST DL'CT FOP DISPÉ5SAL OjF EXHAU! þeim hefur tekizt að lenda þar lifandi. Það er annað mál. ♦ Það er ósköp spennandi að tala um ferðir til tunglsins, Venus og Marz fyrir alda- mótin, en ég held, að það eigi einnig eftir að verða byltingar á samgönguleiðun- um á jörðinni. Að vísu held ég varla, að maður verði miklu fljótari en maður er að komast á milli London og Brighton, (eða með strætisvagni inn í Laugarneshverfið). Það væri liægt tæknilega, en svo mik- il fjárfesting hefur verið í samgöngumálunum hjá okk- ur og í úreltu skipulagi borga, að því verður alls ekki breytt á örfáum ára- tugiun. Það verður þannig aðeins haldið áfram að breyta vegunum, bæta þá smám- saman og breikka. Og það verða hundlciðinlegir um- ferðarhnútar á öllum vegum, af því að fjármagnið fylgir aldrci eftir tæknilegum framförum. ❖ En mestu framfarirnar telur Bronovvski að muni verða á langferðaleiðunum. Við erum nefnilega búin að eignast nýtt samgöngutæki, sem óhjákvæmilega verður bráðlega tekið í notkun til að flytja farangur og far- þega. Það eru eldflaugarnar. Ég er viss um það, að löngu fyrir árið 2000 verður það farið að tíðkast að senda póstinn daglega með eld- flaugum milli New York og London-og París. Það eina sem er í veginum er að það er eftir að finna aðferð til að láta eldflaugina svífa síð- asta spölin og lenda mjúk- lega. Hægt væri að stýra eldflaugum sjálfvirkt með radargeislum inn á renni- brautir. ♦ Ég spái því, segir Bron- owski, að um næstu aldamót verði bílar fluttir yfir Erm- arsund með eldflaugum. Þessar hugmyndir núna að byggja brú yfir sundið eða grafa göng undir það eru með öllu úreltar. Það hefði átt að gera kringum 1920. Hér í myndsjánni birtast svo tvær teikningar sem sýna hvernig ferðalagi árið 2000 verður hagað. En þróunin hefur orðið gíf- urlega ör. Það eru 40 ár fram að næstu aldamótum, til ársins 2000, en mér finnst ég standa nær þeim tíma en ár- inu 1920. ♦ > l l l f ) > > > [ t > > > Brezki vísindamaðurinn dr. J. Bronowski hefur ný- lega skrifað stór-athyglis- verða grein í blaðið Sunday Times, þar sem hann reynir að skyggnast fram í tímann hvernig lífið í heiminum verði árið 2000. Bronowski fluttist til Bretlands frá Póllandi 1920 og hefur síðan búið þar. Hann segir í upphafi greinar sinnar, að hann muni glöggt eftir Englandi, þegar hann kom þangað fyrir 40 árum. Mér fannst ég sjá á hverju strái tæknileg kraftaverk. Einna athyglisverðast er það sem Bronowski segir um samgöngur árið 2000. Það er nú augljóst mál, að mennirnir munu þá fyrir löngu hafa lagt tunglið und- ir sig. Ég er meira að segja ekki í neinum vafa um það, að fyrsti lifandi maðurinn verður kominn til tunglsins fyrir 1970, já það verður meira að segja búið að gera þá út stóran vísindalegan leiðangur til tunglsins. Fyrir árið 1980 verður búið að setja upp rannsóknarstöðvar á tunglinu. Ég vona að það verði stöðvar sem starfa í anda friðarins. Þessar stöðv- ar sem verða mjög þýðing- armiklar til að undirbúa ferðir til reikistjarnanna. Ég er viss um það, að mennirnir verða húnir að sigla umhverfis Venus og Marz fyrir árið 2000. Hvort Teikning af dr. J. Bronowski sem birtist í Sunday Times. Hún á að sýna hann, þar sem hann skyggnist inn í fram'tíðina. fvyAyi r rT> rf r*) r r . GLIDH ROCIÍET ÍN LOADING posrrroN on swivel ramp RADAP STcPPSD MOTORWAY KIUOcD VOSE FOS TO LOADINO GANTRY DISCHARGING CAR.GO Hér sjáið þið hvernig bílar verða ferjaðir yfir Ermarsund og e.t.v. yfir Atlantshafið. Bílarnir eru auðvitað Gyroskop bílar, sem renna áfram á einu hjóli. LANDING SUPWAYANGLED FOP GLIDING DISTANCE SWIVEt BAMP EH’ Þessi mynd sýnir hvernig farþegaeldflaugar framtíðarinnar munu lenda. Erfiðasta vanda- málið úrlausnar verður, hvernig þær geta lent nógu mjúklega. Sterkt radar-tæki getur stýrt eldflauginni sjálfkrafa á réttan stað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.