Vísir - 03.10.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 03.10.1961, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 3. október 1961 9 VÍSIR BÆKURDG HOFUNDARI Eiga stórskáld vor að hætta að skrifa ? Eftir Jóhann Hannesson ekki. En þegar ódrengilega A er að einhverju skáldi ráð- proressor. izt, þá vildi ég beina eftir- farandi orðum til þeirra allra: Haettið ekki að skrifa, þrátt fyrir vanmat á verk- um yðar, vanþakklæti, háð eða níð. Gerið það fyrir oss hina að láta ekki undan síga fyrir L'HOMME MACHINE — mannvélinni, tannhjólinu eða jarðýtunni í manns- mynd, sem skrælir svörðinn af jörðinni. Gúllíver var í Putalandi nefndur Mann- fjallið — og í greininni er Kristmanni líkt við fjall, sem hreyfist um götur Reykjavíkur. Saga Gúllívers er allt annað og meira en barnabók í venjulegri merkingu. Lesið um þær sakir, sem Putar báru á Gúllíver (bls. 66—67) eftir að hann hafði þó bjargað landi þeirra í stríði og slökkti eld í höfuðborginni. En yfirgefið oss eigi, þótt vér kunnum oft að vera smásálarlegir gagnvart yð- ur. Hvort auðið er að varð- veita og endurnýja frelsis- hugsjónir vorar í eða hvort þær verða jafnaðar við jörðu, er að verulegu leyti komið undir yður, sem haf- ið þegið skáldgáfuna að gjöf. „Sá spámaður, sem hefir draum, segi hann draum, og sá sem hefir mitt orð, flytji hann mitt orð í sannleika“, segir í Heilagri Ritningu. — Þér skáld eruð útverðir og fyrst verður ráð- izt á yður og síðar á oss venjulega menn. Án yðar verður ekki gott að lifa. Jóhann Hannesson. Frá Ford bílasýningunni á sunnudag. 1 vor verður hægt ganga I Að búð og kaupa bíl að setjast inn í bílana og handleika stýrið. Vélarhlíf- f „Mánudagsblaðinu þann 25. sept. s.l. er grein eftir Jón Reykvíking, þar sem gefið er í skyn að eitt af fremstu skáldum vorum, Kristmann Guðmundsson, ætti að hætta við að skrifa sjálfsævisögu sína. Auk þess er í greininni ýmislegt borið upp á hann, sem ekki er eftir hafandi. En það sem hér skiptir máli bókmennta- lega er að greinarhöfundur virðist alls ekki skilja hvað felst í licentia poetica, þ. e. skáldlegu frelsi rithöfundar í sambandi við sjálfsævi- sögu sína. Þess vegna am- ast Jón Reykvíkingur við huldufólkinu í sögu Krist- manns svo dæmi sé nefnt. En skáld eru ekki nauð- beygð til að starfa sem sagn- fræðingar fremur en þau sjálf kjósa. Það er einn af ágætleikum skáldlistar að henni er engin „anangke“ á höndum og hún er ekki undir slíku lögmáli sem og vísindi, sagnfræði eða véla- menning hljóta jafnan að vera. Þegar sagnfræðingar taka að rita sögu Krist- manns, mun þetta koma í Ijós. Sjálfur hefir hann lifað í tengslum við huldufólk, sagnfræðingur myndi segja að hann hafi trúað að huldu- fóik væri til, sálfræðingur myndi segja sitt álit á því hvað hann telur að huldu- fóik sé — en engin ástæða er fyrir þessa menn að segja hvern annan ljúga. Þegar Leo Tolstoy ritaði sjálfævisögu sína, þá hirti hann hvergi um hvað mönn- um fannst ljúft eða leitt. Eg ræð ungum skáldum til að lesa þá sjálfsævisögu, enda nýtur hún heims- frægðar. Þegar við hjón áttum heima í Hong Kong við Kínaströnd, gaf þar að líta bækur eftir Kristmann í bókabúðum. Síðar dvöldum við í sumarfríi á háu fjalli langt inn í Mið-Kína. Þar lánaði einn kunningi mér bók eftir Gunnar Gunnars- son. Halldór Kiljan mun nú kunnur um allar jarðir þar eystra. Það eru ekki fegurð- ardrottningar né heldur fisksalar, heldur skáld, sem hafa gert garð vorn frægan að fomu og nýju. Þegar nú „Mánudagsblaðið" tekur fyrir einn úr hópnum og ætlar sér að telja lesendum trú um að hann sé „mennt- unarlítill og menningar- snauður maður“, þá er þetta hið óþarfasta verk. Enginn af oss hefir tekið alla heims- menninguna á leigu. Og hvað Kristmanni viðvíkur, þá vita menn að hann ritar ágætlega á norska tungu og íslenzka, veit allgóð skil á grískri heimspeki og hefir fengizt við forn-grísku, auk þess að hann les ýms erlend nútímamál. Hann þarf ekki að fletta upp í Buli til að svara spurningum um bók- menntir, en getur vel leyst úr ýmsum þeirra á götu úti eða inni í veitingahúsi, bók- arlaus. Ekki neita ég því að hann hafi stuðzt við erlend rit við samningu Heimsbók- menntasögunnar. Ef byggja skyldi á frumrannsóknum við slíkt verk, án þess að styðjast við aðrar bók- menntasögur, þá mundi heil öld ekki hrökkva til. Kristmann er skáld aldar vorrar og tíðar, þótt hann kunni vel að lifa sig inn í aðrar aldir og aðrar tíðir. Margar þær hugmyndir og tilfinningar, sem einkennt hafa öld vora og einkenna hana enn, er ljóslifandi að finna hjá honum. Eg fæ ekki betur séð en að íslenzk- ur almenningur beri til hans hlýjan hug. Hvað konur hans snertir, þá fylgir það hvergi sögúnni að hann hafi rænt þeim eða tekið þær nauðugur — enda geta kon-| ur staðið fyrir öllum sínum málum á þessari miklu kvenfrelsisöld — og verða að gera. Eg ætla mér ekki þá dul að gera skáld vor að dýrl- ingum né binda þau á bás í sögunni meðan þau eru sjálf í iifandi lífi. Þau verða að vera frjáls hvort sem þau fara í taugarnar á oss eða — Þetta er allt í áttina! sögðu menn í fyrrad. á Ford- bílasýningunni. — Já, þetta er allt í áttina, endurtóku menn og áttu við að kannske kæmi einhvern- tíma að þeirri þráðu stund, að almenningsbílar yrðu á Islandi eins og í öðrum löndum taldir þarflegir hlut- ir en ekki lúxus. Enn verður að vísu að greiða tvöfalt kaupverð bíl- anna í innflutningsgjöld, — og þó hafa þeir loksins verið gefnir frjálsir, — og það er vissulega spor í rétta átt. Það er jafnvel að komast á svolítil samkeppni milli bíla- salanna. Fyrir nokkru hafði Renault-umboðið bílasýn- ingu á Hótel-ísl.-planinu og í fyrrad. hafði Kr. Kristjáns son Ford-bílasýningu á stétt- inni fyrir framan nýju bygg- inguna við Suðurlandsbraut. Auðvitað var þetta engin bílasýning á borð við Genfar- eða Frankfurt-sýninguna. En hér gat þó á að líta öll helztu nýju Ford-módelin bæði frá Bandaríkjunum, Þýzkalandi og Bretlandi. Þarna var t. d. nýjasti Ford Galaxie, Tán- usinn og nýi Konsúllinn. Þarna voru ennfremur vöru- bílar og meira að segja Fordson dráttarvél með moksturstækjum, allt í allt um 15 bílar. Og aðsóknin virtist engu minni en á stóru bílasýning- unum úti, það var, þrátt fyrir kalsaveður, endalaust straum ur fólks inn úr og þurfti meira að segja hóp lögreglu- þjóna til að gæta þess að um- ferðin um Suðurlandsbraut- ina truflaðist ekki. Má gera ráð fyrir að nokkur þúsund manns hafi komið þarna við og fengu sumir tækifæri til arnar voru opnaðar og menn kíktu inn í mótorinn og létu eins og þeir vissu hvar kar- búratorinn er. ★ Á skömmum tíma, meðan fréttamaður Vísis dvaldist þarna á staðnum, komu þar við ýmsir merkismenn, svo sem Sigurliði kaupmaður í Silla og Valda, Sigurður Magnússon í Melabúðinni, Árni í Vöruhúsinu og Finn- ur Einarsson kennari. Sumir sögðu, að þeir væru aðeins komnir til að skoða, aðrir voru „í hugleiðmgum" m. a. Finnur, sem sagðist vera að flytja „upp í sveit“, þ. e. suður í Silfurtún og þyrfti þá helzt að fá sér nýían bíl. Sölumenn Kr. Kristjánsson voru liprir að ræða við fólk- ið og segja því frá verði og gæðum bílanna. Hrifning manna var einna mest yfir nýja Konsúlnum,' og skýrðu sölumenn frá því, að hinar ýmsu gerðir hans kostuðu 145—175 þúsund krónur. ★ Þarna hittum við Friðrik Kristjánsson, son Kristjáns bílasala, og gáfum okkur á tal við hann. Framh. á 7. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.