Tölvumál - 01.01.1978, Blaðsíða 2

Tölvumál - 01.01.1978, Blaðsíða 2
ISO 646 leyfir notkun vissra sæta fyrir sérstakar þarfir einstakra landa. Eru það alls 10 saeti, sem nægja fyrir fimm stafi, stóra og litla. Einnig er leyfð tvígild notkun sumra tákna, svo sem þeirra sem einkenna gjaldmiðla. Einnig var minnst á staðla fyrir lyklaborð, en þar er í gildi ISO staðall um 48 lykla borð, sem ætlar viss sæti til sárstakra þarfa landanna. Ekki skal erindið rakið nánar hér, en fundarmönnum þótti það bæði fréðlegt og skemmtilegt. Fyrirlesari svaraði nokkrum fyrirspurnum á fundinum, en einnig var haldinn eins konar framhaldsfundur daginn eftir í kennslustofu IBM, þar sem Willy Bohn útskýrði ýmis atriði máls síns nánar fyrir all fjölmennum hépi. Árangur af heimsókn hans birtist svo frekar £ ýmsu af því efni sem kynnt er annarsstaðar í blaðinu. Þess skal getið, að Skýrslutæknifélagið hefur undir höndum ECMA staðal nr. 44, sem inniheldur kódatöflur úr fyrr- greindum ISO stöðlum og tilgreinir einnig samband þeirra við Hollerith gatspjaldakódann. Einnig hefur félaginu borist skrá yfir útgefna ECMA staðla, en þá má fá ókeypis með því að senda beiðni til skrifstofu ECMA. Desemberfundinn sóttu tæplega 40 manns. Margir þeir áhuga- sömustu komu einnig á framhaldsfundinn daginn eftir, eins og áður segir. Vegna lítilsháttar misskilnings um fundardag, þar sem 6.^desember er þjóðhátíðardagur Finnlands, og í því sambandi móttaka í Norræna Húsinu, varð að þessu sinni að fella niður venjubundnar kaffiveitingar í fundarlok. Ekki virtist það þó spilla stemningu fundarins að ráði.

x

Tölvumál

Undirtitill:
Félagsblað Skýrslutæknifélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-724X
Tungumál:
Árgangar:
44
Fjöldi tölublaða/hefta:
192
Skráðar greinar:
Gefið út:
1976-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Félagsblað Skýrslutæknifélags Íslands
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1978)
https://timarit.is/issue/182015

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Félagsmál [Skýrslutæknifélags Íslands].
https://timarit.is/gegnir/991004167339706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1978)

Aðgerðir: