Tölvumál - 01.01.1978, Blaðsíða 1

Tölvumál - 01.01.1978, Blaðsíða 1
Útgefandi: Skýrslutæknifélag Islands, Reykjavík Ritnefnd: öttar Kjartansson, ábm. Oddur Benediktsson Grétar Snær Hjartarson l.tbl. 3.árg. janúar 1978 Öll réttindi áskilin FÉLAGSFUNDUR Félagsfundur veröur í Norræna Húsinu þriðjudaginn 24. janúar 1978 og hefst kl. 14.30. Á fundinum veröa til umræðu: Samningar um kaup og leigu á vél- og hugbúnaöi. Framsöguerindi flytur dr. Jon Þór Þórhallsson, forstjóri. Síöan mun Halldór Friðgeirsson verkfræðingur, stjórna hringborðsumræðum um efnið. Auk hans og framsögumanns taka þátt í umræðunum Elías Davíðsson, kerfisfræðingur, Jón^Marínósson, deildarstjóri og Frosti Bergsson, deildar- stjóri. Jafnframt því, að hringborðsmenn bera saman bækur sínar, munu þeir leitast við að svara þeim spurningum fundargesta sem fram kunna að verða bornar. í lok fundarins eða fundarhléi mun félagið að venju bjóða fundarmönnum til kaffidrykkju í kaffistofu Norræna Hússins. DESEMBERFUNDURINN Stj órnin Á félagsfundinum 6. desember sl. flutti Willy Bohn, kerfisfræðingur frá IBM í Þýskalandi erindi um þróun staðla fyrir skráningu gagna í tölvum og flutning þeirra. Hann hóf mál sitt á sögulegu yfirliti, en varði mestum tíma til að lýsa alþjóðlegum staðli fyrir 7 bita kóda, ISO 646. Þessi staðall tengist EBCDIC í gegn um Hollerith gatspjaldakódana, þannig að hverju sæti í ISO staðlinum samsvarar ákveðið sæti í EBCDIC 8 bita töflunni. Hins vegar er ekki til alþjóðlegur staðall fyrir EBCDIC. Þar hefur hver framleiðandi sinn eigin staðal. Fyrir 8 bita kóda er því enn sem komið er ekki til alþjóðlegur staðall að öðru leyti en þv£, að ISO 4873 kveður á um hvernig taflan skuli stækka. ASCII staðall sem hér á landi er nokkuð þekktur, er hin ameríska útgáfa af ISO 646.

x

Tölvumál

Undirtitill:
Félagsblað Skýrslutæknifélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-724X
Tungumál:
Árgangar:
44
Fjöldi tölublaða/hefta:
192
Skráðar greinar:
Gefið út:
1976-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Félagsblað Skýrslutæknifélags Íslands
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1978)
https://timarit.is/issue/182015

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Félagsmál [Skýrslutæknifélags Íslands].
https://timarit.is/gegnir/991004167339706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1978)

Aðgerðir: