Tölvumál - 01.01.1978, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.01.1978, Blaðsíða 9
TÖLVUMÁL 9 hver einstakur kaupandi. Þessa yfirsýn getur seljandinn notaö í sína þágu í samningum sínum viö kaupanda. Til aö vinna á móti þessari ájöfnu aöstööu, mynda kaupendur oft meö sér formleg eða óformleg samtök, þar sem sameiginlegir hagsmunir eru ræddir og stefnt er aö myndun samstööu um til- tekin hagsmunamál. 7. SAMVINNA Seljendur og kaupendur hafa jnismunandi viöhorf til samvinnu sín á milli. Þaö er t.a.m. í þágu seljanda aö færa sem flesta þætti í samskiptum sínum viö kaupanda frá umsömdum skilmálum yfir í óformlega samvinnu. Meö þessu móti komast seljendur hja þvi að bera fjarhagslega áhættu í sambandi viö afgreiðslu- tíma vélbúnaðar, afköst hans eða viögeröarþjénustu, svo eitthvað sé nefnt. Kaupanda er hinsvegar betur þjónaö meö því aö tryggja samvinnu sína viö seljandann meö skýrum samningsákvæðum. Þar sem erfitt er aö gera ítarlega samninga um verk eöa þjén- ustu (t.d. þegar samvinna um kerfishönnun á sér staö), er samt mikilvægt að seljandi og kaupandi skilgreini umfang verks- ins og stefnumörkun þess strax frá upphafi, til þes"s að koma í veg fyrir að seljandi geti stýrt um of gangi verksins. ÞaÖ er því nauösynlegt aö kaupandi haldi fast í taumana, þegar slík samvinna á sér stað. 8. TÖ LVUMÁLASTEFNA Þegar tiltekinn hópur manna kemur sér saman um ákveðna stefnu í tölvumálum, má tala um tölvumálastefnu. Slíkur hópur getur verið fámennur, t.d. stjórn eins fyrirtækis. Hann getur verið fjölmennari, t.d. félag eins og Skýrslutæknifélagið. Hann getur verið víðtækur, t.d. ef stjórnvöld landsins mótuðu íslenska tölvumálastefnu meö tilliti til þjóðhagslegra sjónarmiða. Tölvumálastefna getur verið takmörkuð eöa víðtæk. T.d. getur slík^stefna einskorðast við innflutning gagnavinnslutækja. Sé hún víötæk, gæti hú t.d. fjallað um menntun tölvusérfræðinga, forritun, tölvusmíði ofl. Skilgreining tölvumálastefnu, hvort sem sú skilgreining nær til eins fyrirtækis eða til þjóðarinnar í heild, bætir samnings- aðstööu viðkomandi tölvunotenda verulega. Ástæðan er m.a. sú, að þegar aðeins annar samningsaöili hefur fastmótaöa stefnu, nær hann jafnan undirtökunum, þegar til lengdar lætur.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1978)
https://timarit.is/issue/182015

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Félagsmál [Skýrslutæknifélags Íslands].
https://timarit.is/gegnir/991004167339706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1978)

Aðgerðir: