Tölvumál - 01.01.1978, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.01.1978, Blaðsíða 11
TÖLVUMÁL 11 auglýsing — ---------- FLÝTTU ÞÉR HÆGT ------------- Þessi fleygu orö hefur tölvudeild Kristjáns ð. Skagfjörð að leiðarljósi í tillögum sínum að fullkomnari skráruppsetningu í tölvum. Digital Equipment Corporation hefur nú nýlega full- komnað keðju af hugbúnaði, sem leiðir til markvissrar notkunar á gagnabanka (Database) án þess að nokkur nauðsyn sé til að ganga lengra en þörf er á. Hægt er að byrja með RMS-11 (Record Management System), sem er fullkomið skrárkerfi og hefur það mjög litla yfirbyggingu (overhead). Sama skráin getur haft mörg index og um leið inni- haldið færslur með mismunandi lengd (Variable length record). Forritamálin Cobol, Basic +2, Macro-assembler, Fortran 4+ og RPG-II geta öll notað RMS-11 með stýrikerfunum RSX-11, RSTS/E og IAS. Næsta skref getur svo verið Datatrieve-11, sem er fyrir- spurnarmál (Query language), en það hefur einnig skipanir til skýrslugerðar (Report writer). Þessi hugbúnaður tengist RMS-11 og er sérstaklega hannaður með tilliti til þeirra sem ekki hafa lært forritun, og er mjög auðveldur í notkun. Með framangreindum hugbúnaði er hægt að setja upp beintengda (on line) skrárvinnslu án notkunar forritunar. Vilji menn nú ganga enn lengra, þá er komið að DBMS-11, sem er fullkomið gagnabankakerfi, byggt á Codasyl-staðli. Þetta kerfi er keyrt með stýrikerfinu IAS (Interactive Application System), og er þeim sjaldgæfu kostum gætt að geta á sama tíma sent og lesið á mismunandi hraða, þ.e. "asynchronous", "synchronous" og "paralellt". KRISTJÁN ö. SKAGFJÖRÐ H/F ----- TÖLVUDEILD ---

x

Tölvumál

Undirtitill:
Félagsblað Skýrslutæknifélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-724X
Tungumál:
Árgangar:
44
Fjöldi tölublaða/hefta:
192
Skráðar greinar:
Gefið út:
1976-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Félagsblað Skýrslutæknifélags Íslands
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1978)
https://timarit.is/issue/182015

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Félagsmál [Skýrslutæknifélags Íslands].
https://timarit.is/gegnir/991004167339706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1978)

Aðgerðir: