Tölvumál - 01.01.1978, Page 11
TÖLVUMÁL
11
auglýsing —
---------- FLÝTTU ÞÉR HÆGT -------------
Þessi fleygu orö hefur tölvudeild Kristjáns ð. Skagfjörð
að leiðarljósi í tillögum sínum að fullkomnari skráruppsetningu
í tölvum. Digital Equipment Corporation hefur nú nýlega full-
komnað keðju af hugbúnaði, sem leiðir til markvissrar notkunar
á gagnabanka (Database) án þess að nokkur nauðsyn sé til að
ganga lengra en þörf er á.
Hægt er að byrja með RMS-11 (Record Management System),
sem er fullkomið skrárkerfi og hefur það mjög litla yfirbyggingu
(overhead). Sama skráin getur haft mörg index og um leið inni-
haldið færslur með mismunandi lengd (Variable length record).
Forritamálin Cobol, Basic +2, Macro-assembler, Fortran 4+ og
RPG-II geta öll notað RMS-11 með stýrikerfunum RSX-11, RSTS/E
og IAS.
Næsta skref getur svo verið Datatrieve-11, sem er fyrir-
spurnarmál (Query language), en það hefur einnig skipanir til
skýrslugerðar (Report writer). Þessi hugbúnaður tengist RMS-11
og er sérstaklega hannaður með tilliti til þeirra sem ekki hafa
lært forritun, og er mjög auðveldur í notkun.
Með framangreindum hugbúnaði er hægt að setja upp beintengda
(on line) skrárvinnslu án notkunar forritunar.
Vilji menn nú ganga enn lengra, þá er komið að DBMS-11, sem
er fullkomið gagnabankakerfi, byggt á Codasyl-staðli. Þetta
kerfi er keyrt með stýrikerfinu IAS (Interactive Application
System), og er þeim sjaldgæfu kostum gætt að geta á sama tíma
sent og lesið á mismunandi hraða, þ.e. "asynchronous", "synchronous"
og "paralellt".
KRISTJÁN ö. SKAGFJÖRÐ H/F
----- TÖLVUDEILD ---