Tölvumál - 01.02.1979, Page 5

Tölvumál - 01.02.1979, Page 5
.TÖLVUMÁL 5 3. UMFANG VIÐHALDSSKYLDU 3.1 Umsaminn viðhaldsþjónustutími er sá tími, sem viðhaldsaðila er skylt að sinna útköllum, og er hann á eftirfarandi tímum: 3.2 Viðhaldsaðili skal leggja til varahluti og annast fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir á búnaði þeim, sem tilgreindur er í 1. gr. 3.3 Viðhaldsskylda skal hefjast 4. REKSTRARÖRYGGI OG VANEFNDIR 4.1 Rekstraröryggi gefur til kynna raunverulega möguleika notandans til að nýta búnaðinn miðað við það, sem um er samið. Rekstraröryggi má finna þannig: Rekstraröryggi — Raunverulegur rekstrartimi____ Umsaminn viðhaldsþjónustutími 4.2 Raunverulegur rekstrartími er sá tími, sem búnaðurinn er í lagi á umsömdum viðhaldsþjónustutíma. Búnaðurinn telst vera i lagi þar til viðhaldsaðila hefur verið tilkynnt um bilun. 4.3 Umsamið rekstraröryggi fyrir lágmarksbúnað í heild (merktur með L í 1. gr.) Skal vera % og skal miðað við tímabil. Fyrir hvert 1% sem rekstraröryggi lágmarksbúnaðar í heild minnkar miðað við umsamið rekstr- aröryggi, ber viðhaldsaðila að greiða notanda sem svarar % af mánaðarlegum viðhaldsgjöldum. 4.4 Umsamið rekstraröryggi fyrir hvern þátt (tæki), sem telst ekki til lágmarksbúnaðar sbr. 1. gr. skal vera % og skal miðað við tímabil. Fyrir hvert 1% sem rekstraröryggi hvers þáttar minnkar miðað við umsamið rekstraröryggi ber viðhaldsaðila að greiða notanda sem svarar % af mánaðarlegum viðhaldsgjöldum fyrir þann þátt. 4.5 Hvorki viðhaldsaðili né notandi verða vegna samnings þessa krafðir um bætur, ef óviðráðanleg atvik (force majeure), sem hvorugum samningsaðila verður kennt um, svo sem styrjöld, eldsvoði, óvenjulegir náttúruviðburðir eða annað þess háttar koma í veg fyrir efndir samnings. 5. BREYTINGAR A SAMNINGNUM 5.1 40% af viðhaldsiðgjöldum skulu talin vegna varahluta og miðast við gengi erlends gjaldmiðils en 60% af viðhaldsgjöldum skulu talin vegna launakostnaðar og miðast við vísitölu kaupgjaldskostnaðar. 5.2 Viðhaldsaðila er heimilt að breyta viðhaldsgjöldum um allt að 0.4% fyrir hvert 1%, sem gengi erl. viðmiðunarverðs breytist, og um allt að 0,6% fyrir hvert 1%, sem vísitala kaupgjaldskostnaðar breytist. 5.3 Óski viðhaldsaðili að breyta viðhaldsgjöldum vegna annarra atvika eða aðstæðna en þeirra, sem 5.1 og 5.2 fjalla um, skal hann tilkynna það bréflega með minnst 6 mánaða fyrirvara, og rökstyðja ástæður breytinga. 5.4 Viðhaldsaðila er skylt að verða við sanngjörnum óskum um breytingar á vaktskyldu. 5.5 Samningsaðilar geta tekið samning þennan til endurskoðunar, ef viðhaldsaðstæður breytast vegna þess: a) að notandi hafi tengt búnaðinn við búnað, sem ekki er í umsjón (viðhaldsþjónustu) viðhaldsaðila b) að notandi hafi flutt búnaðinn til annars húsnæðis innanlands.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.