Tölvumál - 01.02.1979, Síða 10

Tölvumál - 01.02.1979, Síða 10
10 TÖLVUMAL 5.3 Hvorki seljandi né kaupandi verða vegna samnings þessa krafðir um bætur, ef óviðráðanleg atvik (force majeure), sem hvorugum samningsaðila verður kennt um, svo sem styrjöld, eldsvoði, óvenjulegir náttúruviðburðir eða annað þess háttar koma í veg fyrir efndir samnings. 5.4 Dragist afhending búnaðarins meira en daga fram yfir umsaminn afhendingardag vegna vanefnda seljanda, getur kaupandi rift samningnum, og er seljanda þá skylt að endurgreiða allt það fé, sem hann kann að hafa tekið á móti samkvæmt 2. gr., ásamt vöxtum jafnháum víxilvöxtum á tímabilinu. Þá skal seljandi fjarlægja á eigin kostnað þann búnað, sem þegar hefur verið settur upp. Geri kaupandi frekari kröfur, þ. á m. bótakröfur vegna tjóns sem hlýst af seinkun sbr. 5.1, skulu þær ákvarðast af gerðardómi, sbr. 11.3. 6. TRYGGINGAR OG ÁBYRGÐ 6.1 Búnaðurinn er á ábyrgð seljanda fram til afhendingardags. Til þess dags skal hann hafa búnaðinn nægilega tryggðan. 6.2 Seljandi ábyrgist að búnaðurinn sé ekki gallaður, þ.e. starfi í samræmi við lýsingar seljanda og framleiðanda, svo sem i tilboðum, handbókum og auglýsingum. 6.3 Seljandi getur ekki firrt sig ábyrgð vegna misskilnings kaupanda á eiginleikum búnaðarins, stafi misskilningur þessi af röngum eða villandi upplýsingum af hálfu seljanda. 7. VARAHLUTABIRGÐIR Seljandi ábyrgist að varahlutir verði fáanlegir næstu 7 ár frá afhendingardegi, og að jafnan séu i landinu hæfilegar birgðir af varahlutum og rekstrarvörum, á verði sambærilegu við kaupverð á tilsvarandi einingum búnaðarins. 8. ÖNNUR RÉTTINDI OG SKYLDUR 8.1 Seljandi ábyrgist gagnvart kaupanda, að búnaðurinn brjóti ekki í bága við einkaleyfi eða höfundarrétt annarra. 8.2 Ef höfðað er mál á hendur kaupanda vegna brots á einkaleyfi, skal kaupandi tilkynna seljanda það skriflega. Seljandi tekur þá við málinu og tilheyrandi kostnaði. Falli dómur um brot á einkaleyfi, skal seljandi á eigin kostnað a. útvega kaupanda leyfi til að nota búnaðinn áfram, eða b. breyta eða endurnýja búnaðinn þannig, að ekki verði lengur um brot á einkaleyfi að ræða. 9. ÞAGN ARSKYLD A Starfsmenn seljanda skulu gæta skilyrðislausrar þagnarskyldu gagnvart óviðkomandi um upplýsingar varðandi málefni kaupanda eða aðrar upplýsingar, sem þeir afla sér í sambandi við kaup þau eða þjónustu þá, sem fjallað er um í þessum samningi. 10. FRAMSAL SAMNINGS Hvorugur aðili getur án skriflegs leyfis hins aðila afhent réttindi sín og skyldur samkvæmt samningi þessum í hendur þriðja aðila. 11. MEÐFERÐ ÁGREININGSMÁLA 11.1 Samningur þessi og túlkun hans fer að öllu leyti samkvæmt íslenskum lögum. 11.2 Komi upp ágreiningur milli samningsaðila um túlkun samnings þessa, getur hvor aðili um sig krafist þess að ágreiningsefnið verði útkljáð með gerðardómi. 11.3 Gerðardóm skipi þrír menn tilnefndir af borgardómi Reykjavíkur. Formaður dómsins skal fullnægja skilyrðum sem dómari. Samningsaðilar geta bent á hina tvo, sem tilnefndir eru með hæfilegu tilliti til þeirrar sérstöku þekkingar, sem æskileg er talin við mat á ágreiningsefnum þeim, sem lögð hafa verið í gerðardóm. Komi engar slíkar ábendingar, skal tilnefna án þeirra. 11.4 Gerðardómur setur sér sjálfur starfsreglur. Fella skal rökstuddan dóm eins fljótt og unnt er og áður en hálft ár er liðið frá því að gerðardómur var skipaður. 11.5 Þegar gerðardómur ákveður hver skuli greiða málskostnað, þar með talin þóknun til lögfræðinga málsaðila, getur hann tekið tillit til þess hvort málið var sett í gerðardóm af sanngjörnum ástæðum eða ekki. Gerðardómur ákveður með tilliti til málsatvika hvenær dóminum skuli fullnægt. Venjulega skal það gert eigi síðar en 14 dögum eftir dómsúrskurð.

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.