Tölvumál - 01.02.1979, Page 14

Tölvumál - 01.02.1979, Page 14
14 tölvumAl 7. VANEFNDIR OG SAMNINGSROF 7.1 Seinki afhendingu fram yfir umsaminn afhendingardag, annað hvort vegna þess að búnaðurinn afhendist ekki á réttum tíma, eða vegna þess að prófun hins afhenta búnaðar hefur ekki sýnt fullnægjandi niðurstöður eða ekki farið fram, án þess þó að leigutaki eigi sök á því, skal leigusali: a) bæta það tjón sem af seinkun hlýst á eftirfarandi hátt: b) greiða dagsektir að upphæð %c af kaupverði búnaðarins fyrir hvern dag sem afhending dregst fram yfir umsaminn afhendingardag. Bótagreiðslur þessar skulu þó aldrei verða hærri en % af kaupverði búnaðarins. Bótagreiðslur þessar ber að greiða strax og dráttur hefur átt sér stað. Leigutaki ákveður hvort beitt skuli viðurlögum i lið a) eða b). 7.2 Geti leigutaki ekki tekið við búnaðinum á umsömdum afhendingardegi vegna þess að húsnæði er ekki tilbúið eða vegna þess að prófanir hafa ekki getað átt sér stað eða hefur verið frestað, og leigusali á ekki sök á þessu, færist afhendingardagur aftur um þann tíma, sem seinkun leigutaka nemur. Leigutaka er engu að síður skylt að greiða umsamin leigugjöld með þeim skilmálum sem greindir eru í 2. gr. (eða kaupverð sbr. 5. gr.). Einnig er leigutaka skylt að greiða allan þann kostnað, sem leigusali verður fyrir og stafar sannanlega af þessum drætti leigutaka. 7.3 Hvorki leigusali né leigutaki verða vegna samnings þessa krafðir um bætur, ef óviðráðanieg atvik (force majeure), sem hvorugum samningsaðila verður kennt um, svo sem styrjöld, eldsvoði, óvenjulegir náttúruviðburðir eða annað þess háttar koma í veg fyrir efndir samnings. 7.4 Dragist afhending búnaðarins meira en daga fram yfir umsaminn afhendingardag vegna vanefnda leigu- sala, getur leigutaki rift samningnum, og er leigusala þá skylt að endurgreiða allt það fé, sem hann kann að hafa tekið á móti samkvæmt 2. eða 5. gr. Þá skal leigusali fjarlægja á eigin kostnað þann búnað, sem þegar hefur verið settur upp. Geri leigutaki frekari kröfur, þ. á m. bótakröfur vegna tjóns sem hlýst af seinkun sbr. 7.1, skulu þær ákvarðast af gerðardómi sbr. 13.3. 8. TRYGGING OG ÁBYRGÐ 8.1 Búnaðurinn er á ábyrgð leigusala meðan leigusamningur er í gildi og leigutaki neytir ekki kaupréttar. Leigusaia ber að hafa búnaðinn nægilega tryggðan. 8.2 Meðan búnaðurinn er í leigu er leigutaka skylt að gera viðhaldssamning til að tryggja að búnaðurinn sé ávallt í góðu ásigkomulagi. Leigusali staðfesti að viðhaldssamningurinn sé fullnægjandi. 8.3 Leigusali ábyrgist að búnaðurinn sé ekki gallaður, þ.e. starfi í samræmi við lýsingar ieigusala og framleiðanda, svo sem í tilboðum, handbókum og auglýsingum. 8.4 Leigusali getur ekki firrt sig ábyrgð vegna misskilnings leigutaka á eiginleikum búnaðarins, stafi misskiiningur þessi af röngum eða villandi upplýsingum af hálfu leigusaia. 9. VARAHLUTABIRGÐIR Leigusali ábyrgist að varahlutir verði fáanlegir næstu 7 ár frá afhendingardegi, og að jafnan séu í landinu hæfiiegar birgðir af varahlutum og rekstrarvörum, á verði sambærilegu við kaupverð á tilsvarandi einingum búnaðarins. 10. ÖNNUR RÉTTINDI OG SKYLDUR 10.1 Leigusali ábyrgist gagnvart leigutaka, að búnaðurinn brjóti ekki i bága við einkaleyfi eða höfundarrétt annarra. 10.2 Ef höfðað er mál á hendur leigutaka vegna brots á einkaleyfi, skal leigutaki tilkynna leigusala það skriflega. Leigusali tekur þá við málinu og tilheyrandi kostnaði. Falli dómur um brot á einkaleyfi, skal leigusali á eigin kostnað a. útvega leigutaka leyfi til að nota búnaðinn áfram, eða b. breyta eða endurnýja búnaðinn þannig, að ekki verði lengur um brot á einkaleyfi að ræða. 11. ÞAGNARSKYLDA Starfsmenn leigusala skulu gæta skilyrðislausrar þagnarskyldu gagnvart óviðkomandi um upplýsingar varðandi málefni leigutaka eða aðrar upplýsingar, sem þeir afla sér í sambandi við kaup þau eða þjónustu þá, sem fjallað er um í þessum samningi. 12. FRAMSAL SAMNINGS Hvorugur aðili getur án skriflegs leyfis hins aðila afhent réttindi sín og skyldur samkvæmt samningi þessum í hendur þriðja aðila.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.