Tölvumál - 01.06.1980, Page 4

Tölvumál - 01.06.1980, Page 4
og þegar ég fór heim til mín var ég aó hugsa um, hvort hún væri ekki öll bölvuó vitleysa. Alveg sérstaklega tók ég eftir því sem hann sagói um geimrannsóknir Bandarikjanna, sem hann sagöi aó myndu færa öllum jarðarbúum miklar fram- farir. Meóal annars myndu gervitungl fljótlega aóstoóa islendinga viö veðurathuganir, fjarskipti og fiskileit. "Nei, nú er farið aó renna út í fyrir blessuðum manninum" hugsaði ég og var sú niðurstaóa rík í huga mér, þar til ég fór aó rekast á þetta í daglegu lífi. Þá hefur i hvert skipti rifjast upp fyrir mér, hvaó tækniframfarir eru Örar og hvaó vió skyldum fara varlega i.þaó að hafna fullyrðing- um, sem viróast settar fram án jarósambands um það, hvaöa breytingar tæknin muni leióa af sér i framtiðinni. örtölvubyltingin. Ég sá ekki þættina um örtölvubyltinguna, sem sýndir voru i sjónvarpinu, en ungir synir minir, sem á þá horfóu eru svo heillaóir af möguleikum hinnar nýju tækni, aö hún virðist á góóri leió meó aó veróa þeirra stóra hugsjón i lifinu. Kannski eru þeir dæmigeróir fyrir það umhverfi, sem við lifum í hér á landi. Viö trúum á mátt tækninnar. Sú trú er okkar trúarbrögó númer eitt. Næst kemur svo andatrúin. 1 bókinni "The Micro Millenium" eftir Christopher Evans, er rakin þróun tölvutækninnar og þá sérstaklega örtölv- unnar á sióustu árum. örtölvan kom fyrst á almennan mark- að fyrir örfáum árum sióan og vissulega hefur hún hrundió af staó tæknibyltingu, sem erfitt er aó sjá fyrir endann á. Þrátt fyrir þaö veróa menn aó reyna aö draga linuna milli visindaskáldsögu og getu mannlegs samfélags, til þess aó taka örum breytingum án upplausnar. Ég held aó sú geta muni setja vaxtarmörk fyrir örtölvutæknina, og þau mörk veröi talsvert neðan viö þaó, sem er tæknilega mögulegt. Fólk mun t.d. ekki taka því þegjandi að heilar atvinnu- greinar þurrkist út, þótt hægt yrói aó leysa viöfangsefni þeirra aó miklu leyti meö örtölvutækni. Þaó á t.d. vió um margs konar iónaóarstarfsemi. Menn munu nýta sér hina nýju tækni til þess að létta sér störfin og bæta framleiós- una, en samfélagið er þrátt fyrir allt býsna íhaldsamt á forna hætti og enginn skyldi ætla, aó menn fari að kjósa tölvur fyrir leiótoga, þótt súperintelligent séu. Menn vilja einfaldlega ekki þannig "stjórnmálaleiðtoga". Menn veróa aö geta "identificeraó" sjálfa sig meö leió- toganum. Því var spáó á sinum tima aó sjónvarpió myndi útrýma bóklestri. Þaó hefur ekki gerst. Sjónvarpió hefur stór- aukió fjölmiðlanotkun almennings og þaö hefur e.t.v. gert hann meira aö þiggjanda í menningarefnum en hann áður var. En bóklesturinn hefur aukizt og útgáfustarfsemi hefur aldrei staðió meó meiri blóma en nú. Á sama hátt held ég aö tölvutækni muni auka viö margs konar mannlega vióleitni, en ekki koma í stað hennar. Þaó er erfitt að skilgreina hugtakiö "auðlind" eða "recource". Þaó nær yfir svo margs konar uppsprettur. En höfuóáhrif örtölvutækninnar veróa aó mínu mati þau, aö tæknin mun stuóla aó "beztun" á nýtingu auólinda og hún mun gera mögulega nákvæmari stýringu og stjórnun. Tökum

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.