Tölvumál - 01.06.1980, Síða 9

Tölvumál - 01.06.1980, Síða 9
TÖLVUMÁL 9 Jón Zophoníasson: TÖLVUTÆKNI - SKRIFSTOFUTÆKNI Á fyrri hluta þessarar aldar hafa orðiö stórkostlegar framfarir i framleiósu neysluvarnings og framleióni- aukning sem er í raun undirstaóa þeirrar velmegunar sem vió þekkjum. Á hinn bóginn hafa framfarir í skrifstofu- tækni og við opinbera stjórnsýslu á engan hátt veriö sambærilegar. Þaó sem hefur verió aó gerast í þau tæplega þrjátiu ár, sem ég hefi verió vióloóandi gagnavinnslu finnst mér einmitt einkennandi fyrir þessa þróun. Vissulega var þaó mikill fengur þegar hingaó komu "Skýrsluvélar" í byrjun 6. áratugsins. Þótt okkur finn- ist nú aó þær hafi verió ófullkomnar og þunglamalegar. Sömuleióis voru miklar vonir tengdar vió tilkomu fyrstu tölvunnar, eóa réttara sagt þegar tölvuöldin gekk í garö meó tilkomu 1401. En þegar litió er til baka virðist mér aó vinnubrögó og vióhorf séu enn í dag furöu keimlík og í raun spegilmynd af því sem áður tíökaóist og aó í skrifstofutækni séum vió langt á eftir mióað vió þær framfarir sem hafa oróió á öörum sviöum. Eins og hér hefur komiö fram virðist nú hilla undir veru- legar framfarir á þessu sviði eins og öórum. Örar framfarir sem oróió hafa á sviói tölvutækni á allra síóustu árum og þá ekki síóur þær framfarir sem fyrir- sjáanlegar eru nú á næstunni gefa vissulega fyrirheit um stórkostlega möguleika á bættum vinnubrögóum. Þá kemur upp sú spur.ning hversu auóvelt verður fyrir okkur aö hagnýta þessa nýju tækni og hversu fljótt þaó veróur. Ég held aó í þessum efnum séum vió mjög háó því sem kom fram í framsögu Páls Jenssonar en þaó er þessi tregóa í þjóðfélaginu sem er nánast gegn öllum breytingum. Páll gerói mjög glögga grein fyrir þessu og er í raun litlu vió aó bæta. Þó vil ég benda á aó stjórnendur og þá ekki slst x opinberri stjórnsýslu eiga oft verulegan þátt í þessari tregóu ýmist meó beinum aögerðum eóa aógeróar- leysi. Þótt vió höfum aðgang aó verulega góóum verk- færum,. er eins og togaó sé í af aóilum eóa öflum sem eru í raun afskaplega þröngsýn og stöönuð. Mér finnst einmitt aö á undanförnum árum hafi ég berlega oróió var vió þessa togstreitu milli tregöunnar annarsvegar og viljans til þess aö halda í vió tæknilegar framfarir hins vegar. Mióað viö þaó aó vinnubrögó á skrifstofu nútlöar séu i raun lítió breytt frá því sem áóur var væri e.t.v. rétt aó ræöa þá spurningu hér á eftir hvernig veróur umhorfs á skrifstofu framtíóarinnar og hvaóa möguleika viö höfum til þess aö hagnýta okkur þær framfarir í (ör)tölvutækni sem fyrirsjáanlegar eru i náinni framtíó.

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.