Tölvumál - 01.06.1980, Page 13

Tölvumál - 01.06.1980, Page 13
TÖLVUMÁL 13 "flöskuhálsar", sem tefja þróunina mjög. Skulu hér til- greind nokkur atriöi þessu til rökstuönings. tregðulögmAl tölvuþróunar "If anything can fail, it will". 1. Mikill skortur á sérmenntuöum starfsmönnum er fyrir- sjáanlegur. Ekki eru nema örfá ár siöan Háskóli íslands byrjaöi aö útskrifa tölvunarfræöinga. Eftir- spurnin er margfalt meiri en framboöiö, og fyrirtækin munu sem fyrr veröa að þjálfa sjálf flesta starfsmenn sina. Tekur þaö allt frá nokkrum mánuöum upp i nokkur ár, eftir tegund starfsins, meö tilhéyrandi kostnaöi. Þá viröist einungis ungt fólk koma til greina, a.m.k. ráöa ýmis erlend fyrirtæki ekki fólk yfir 35 ára aldri til starfa við tölvur. 2. Stöölun á sviöi tölvuvinnslu er vægast sagt i ólestri. Aöeins örfá forritunarmál (FORTRAN, COBOL) fylgja alþjóðlegum, eöa öllu heldur bandariskum, staðli, og af geymslumiölum eru eingöngu segulbönd stöðluö. Mikil vinna er nú lögö i aö reyna aö staðla upp- byggingu gagnasafna (á vegum CODASYL) og simaflutning gagna (á vegum CCITT), en ekki er séð fyrir endann á þvi. Samsvörun (compatibility) milli framleiöenda er litil, og virðist jafnvel meö ásetningi gert til þess aö upphaflegt val kaupandans veröi óafturkallan- legt og áframhaldandi viöskipti tryggö. Janvel þótt þaö takist aö stórauka stöðlun, þá myndi þaö um leið valda aö vissu leyti aukinni tregöu, þvi við gerö staöla er erfitt aö taka tillit til væntan- legra tækninýjunga, þannig aö nota megi öll eldri forrit óbreytt. Sem dæmi má nefna, aö um þessar mundir er síöasti FORTRAN-staöallinn, frá 1977, að komast i almenna notkun, og er nú unniö aö gerö næsta staðals og áætlað aö hann veröi gefinn út 1985. 3. Viöhald hugbúnaöar, þ.e. leiöréttingar og endurbætur á tölvukerfum, krefst venjulega mun meiri vinnu en hönnunin. Valiö stendur þvi á milli þess aö afskrifa kerfin á mörgum árum, en um leiö aö binda meiri hluta starfsmanna'i viöhaldi, og hins aö afskrifa á 2-3 árum og búa sifellt til ný kerfi fyrir sömu viöfangs- efnin. I báöum tilfellum er aðeins litill hluti kerfis- fræðinga og forritara til ráöstöfunar fyrir tölvu- væöingu nýrra verkefna, enda er þaö reynslan á stærri tölvumiðstöövum að þetta hlutfall er oft innan viö 20%. LOKAORÐ "Nothing is as easy as it looks". Þótt talsverörar svartsýni gæti e.t.v. i þessari upp- talningu á "tregöulögmálum tölvuþróunar", biö ég lesandann aö misskilja mig ekki á þann veg aö ég mæli á móti eöa hafi vantrú á tölvunotkun. Svo er ekki, heldur hef ég leitast við að benda á nokkur veigamikil atriöi, sem ég saknaöi i áöurnefndum sjónvarpsþáttum og sem ég álit aö muni tefja verulega fyrir tölvuþróuninni. Þaö er of mikil einföldun aö einblina á þróun örtölvunnar og aörar tækni-

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.