Vísir - 22.11.1961, Blaðsíða 1
VISIR
51. árg. Miðvikudagur 22. nóvember 1961. — 239. tbl.
Bloöbankann
vantar blóö.
Blóðbankann við Barónsstíg
vantar blóð í öllum flokkum,
einkum A-flokki. Það er því á-
stæða til að hvetja þá, sem
geta að koma og gefa blóð.
Einkum eru utanbæjarmenn
hvattir til að koma við í Blóð-
bankanum. Blóðbankinn leitar
mikið til skólafólks. Nemendur
Vélskólans og Stýrimanna-
skólans koma á hverju hausti
og hafa margir þeirra litið inn
í Blóðbankann í haust. Þá hafa
stúdentar komið margir til að
gefa blóð.
Ef hópar vilja koma til blóð-
gjafar eru þeir vinsamlegast
beðnir um að hringja í Blóð-
bankann áður.
Blóðbankinn er -opinn alla
virka daga frá 9—12 og 13—17
nema á laugardögum, en þá er
hann opinn til hádegis.
Tékkneskir kommúnistar hafa nú ákv.eðið að rífa til grunna Stalins minnismerkið volduga í
Prag. Sýnir myndin þessa risavöxnu granit-höggmynd sem stendur á áberandi stað f borginni.
Hún er 30 metrar á hæð eða álíka og tuminn á Landakotskirkju. Hún sýnir Stalin sem vin og
leiðtoga alþýðunnar. Að baki honum standa fulltrúar verkalýðsins. Það mun taka langan tíma
með stærstu krönum að rífa höggmyndina niður.
LWAW.V,
VAV
W.V
■ ■ ■ ■ ■
.v.w.v.w,
Ekki matareitrun.
!.
ÚT AF frétt í dagbl. Vísi
þriðjudag 21. þ. m., um að mat-
areitrun hafi orðið konu að
bana í síðustu viku, skal þetta
tekið fram:
Samkvæmt upplýsingum frá
prófessor Níels Dungal leiddi
krufning í Ijós sérstakan sjúk-
dóm, sem leiðir skjótt til dauða,
en ekki er vitað að stafað geti
af matareitrun.
Enda þótt umrædd frétt um
matareitrun hafi ekki við rök
að styðjast, er ástæða til að vara
fólk við að neyta matvæla, sem
grunur er um að geti verið
skemmd. Ætti að tilkynna slíkt
tafarlaust skrifstofu borgar-
læknis og geyma matvælin til
rannsóknar. Veikist einhver af
neyzlu skemmdrar fæðu, er yf-
irleitt nauðsynlegt að rannsaka
sýnishorn af henni, ef takast á
að færa sönnur á orsök eitrun-
arinnar. (Frá borgarlækni).
Stalíns—styttan
í Prag rifin.
Novotny forsætisráðherra
Tékkóslóvakíu tilkynnti í
gær, að tékkneski kommún-
istaflokkurinn hefði ákveðið
að fara að dæmi Rússa og af-
nema persónudýrkunina í
landinu. Kemur þetta nú í
fyrstu fram með þeim hætti
Afstaöa ríkisins í verkfræð-
ingadeilunni
Enn hafa um 60 verkfræðingar ekki verið ráðnir
aftur til starfa, eða um helmingur verkfræðinga lands-
ins. Eru það þeir sem starfað hafa hjá ríki og bæ, en
kröfur verkfræðinga eru um 9—17,000 kr. mánaðar-
laun, sem kunnugt er. Samkvæmt upplýsingum sem
Vísir aflaði sér í morgun þá liggur ekkert fyrír um það
að ríkisstjórnin hviki frá fyrrí stefnu sinni, þeirri að
ríkið muni aðeins ráða verkfræðinga upp á hin gömlu
kjör, að viðbættum 13,8% kauphækkun, svo sem aðrír
ríkisstarfsmenn hafa fengið.
Þannig er ástandið nú, cftir
að Verkfræðingafélagið hefir
rétt aflýst verkfallinu. Það
þýðir, sagði Hinrik Guðmunds-
son framkvæmdastjóri félags-
ins í morgun, að hver verk-
fræðingur getur ráðið sig sjálf-
stætt, en enginn heildarsamn-
ingur verður gerður. Hinsvegar
var gerð samþykkt á fundi
Verkfræðingafél. s.l. fimmtu-
dag að verkfræðingum skyldi
ekki heimilt að ráða sig undir
þeim kjörum sem Verkfræð-
ingafélagið hefir farið fram á.
Nú hafa 66 verkfræðingar ver-
ið ráðnir upp á hin nýju kjör,
til einkafyrirtækja og S.Í.S. —
Hvorki ríkið né Reykjavíkur-
bær hafa hinsvegar ráðið verk-
fræðinga aftur til sín.
Á batavegi
LÍÐAN Kjartans J. Jóhanns-
sonar alþingismanns var batn-
andi í morgun að því er Vísi
var tjáð frá Landakotsspítala,
en alþingismaðurinn liggur þar
til lækningar. Kjartan slasaðist
á höfði á laugardag.
að afnumin verður í Tékkó-
slóvakíu persónudýrkim á
Stalin og hinum gamla tékk-
neska kommúnistaforingja
Gottwald. Hefur verið á-
kveðið að flytja lík Gott-
walds úr heiðursgrafreit
þeim sem honum var búinn
í höfuðborginni Prag. Það
var Gottwald, sem stjórnaði
valdatöku kommúnista í
Tékkóslóvakíu 1948 og hrakti
m. a. hinn elskaða og virta
Benes frá völdum.
Novotny tilkynnti enn-
fremur, að ákvörðun hefði
nú verið tekin um að rífa
niður til grunna hið risa-
stóra Stalin-minnismerki í
hjarta Prag-borgar, en þetta
var stærsta Stalin-mynda-
styttan sem til var í heimin-
um og tákn þess að Stalin-
dýrkunin var meiri í Tékkó-
slóvakíu en nokkru öðru
landi.
Það mun taka mjög langan
tíma að rífa Stalinstyttuna
niður, því að hún er 30 metra
há eða álíka og turninn á
Landakotskirkjunni og veg-
ur nærri þúsund tonn. Mynd-
in er öll gerð úr þykku
graníti.