Vísir - 22.11.1961, Síða 4
Miðvikudagur 22. nóv. 1961 '
heildsölubirgðir fyrirliggjandi.
Raftækjaverzlun Íslands hf.
Skólavörðustíg 3, sími 17975—6.
Það má til tíðinda telja
þegar kona langt utan af
landsbyggðinni, meira að
segja úr einu afskekktasta
byggðarlagi landsins, leitar
til höfuðborgarinnar til að
efna hér til listsýningar.
Þetta er þó tilfellið að
þessu sinni, og konan sem
hlut á að máli heitir Guðrún
Einarsdóttir frá Sellátrum í
Tálknafirði, yzta byggða
bænum þar í sveit.
Guðrún opnaði sýningu á
verkum sínum laugardaginn
18. þ. m. á lofti hússins
Bankastræti 7, þar sem
Staðarfellsskóla. Ég er heim-
alningur í orðsins eiginleg-
ustu merkingu.
— Hvenær datt yður í hug
að verða listakona?
t— Mér hefur eiginlega
ekki dottið það enn í hug.
En hvenær ég byrjaði að
fást við þetta dútl, get ég
eiginlega ekki sagt um. Hafði
gaman af því frá því er ég
man fyrst eftir mér.
— Og leikið yður að kuð-
ungum.
— Já, að sjálfsögðu. Ég
var eitt af 5 systkinum. Við
lékum okkur að hornum eins
&
kjóla- og tízkuverzlun Ninon
var áður. Það sem frú Guð-
rún sýnir þarna er m. a.
veggteppi, áklæði ýmiskon-
ar, munir sem skreyttir hafa
verið með kuðungum svo
sem lampar, hillur og ramm-
ar. Þá málaðar blómamyndir
á tau, einkum á silki. Loks
eru á sýningunni dúkar og
sjöl eftir móður listakonunn-
ar, Ingibjörgu Kristjánsdótt-
ur, sem hún gerði eftir að
hún var komin á áttræðis-
aldur.
— Þér eruð gift kona, frú
Guðrún?
— Já, gift og átta barna
móðir. Það er lítill tími af-
gangs til listiðju.
— Auk þess er bærinn yð-
ar afskekktur?
— Já, vissulega ekki í al-
faraleið, en þó ekki eins af-
skekktur og áður. Nú er bæði
kominn sími heim til okkar
og líka akvegur. Það er
munur frá því sem áður var.
— Börnin uppkomin?
— Það yngsta er 8 ára.
Hin eldri sum þeirra gift.
En svo hef ég haft hóp af
öðrum börnum. Ég hef æf-
ingu í því að umgangast
börn.
— Eruð þér fæddar í Sel-
látrum?
— Fædd og uppalin. Hef
raunar alið allan minn ald-
ur þar nema aðeins einn
vetrartíma, sem ég var á
og allir krakkar gera til
sveita. En af því að bærinn
okkar liggur lika við sjó
höfðum við kuðungana um-
fram ýmsa aðra krakka til
að leika okkur að. Það eru
falleg barnagull. Ég tíndi þá
í fjörunni heima og reyndi
að raða þeim á ýmsa vegu.
Árangurinn af sumu af því
má sjá á sýningunni í
Bankastræti. Eitthvað af því
hef ég selt, einkum til gjafa
handa útlendingum. Þessir
munir virðast hafa orðið
vinsælir. Annars hefur mér
ekki komið til hugar að selja
neitt af því sem ég hefi gert
fyrr en nú.
— Langt síðan þér lærðuð
að vefa?
— Ég hafði aldrei séð vef-
stól á ævinni fyrr en ég
kom í Staðarfellsskólann.
Ég hafði raunar heyrt getið
um þessi undratæki og oft
langað til að sjá þau en ekki
heppnazt það fyrr. Mig hafði
líka langað til að læra að
vefa. Og nú kann ég það, að
ég held. Ég hefi mest ofið
allskonar áklæði, dívanteppi,
handklæði og fleira. Sýnis-
horn af því er lika á sýning-
unni minni.
— Auk þess sem þér vefið
og búið til ýmiskonar muni
úr kuðungum bæði málið
þér og saumið út.
— Ég hef tr.lsvert fengizt
við gobelinsaum á teppum
svo og krosssaum.
— En hvar hafið þér lært
að mála?
— Af fyrirmyndum, og
svo eins og hugurinn býður
mér hverju sinni. Ég hef að-
allega fengizt við að mála
blómamyndir á silki og ann-
að tau. Hvernig mér hefur
tekizt það læt ég aðra dæma
um.
— En hvar hafið þér lært
að lita áklæðin sem þér vef-
ið?
— Það eru allt, eða mest-
allt jurtalitir, sem ég bý til
sjálf úr mosa úr fjöllunum
og landinu í kringum mig og
bæinn minn. Ég nota líka
dálítið gulrótarblöð. Þau
gefast vel í vissa liti. Svo sýð
ég £>etta mismunandi lengi.
— Hafið þér selt þessa
listmuni yðar?
— Það er fyrsta tilraunin
sem ég geri til þess á sýn-
ingunni núna í Bankastræti.
Fram til þessa hefur mér
Guðrún Einarsdóttir.
aldrei dottið í hug að selja
neitt af því sem ég hefi gert,
nema fáeina hluti úr kuð-
ungunpm, eins og ég sagði
áðan. Ég veit heldur ekkert
hvernig ég á að verðleggja
þetta. Það er ekki svo auð-
velt að verðleggja frístunda-
vinnu sína. En aðrir hafa
hjálpað mér til þess og lagt
sitt mat á það eftir eigin
geðþótta. Hvort það er rétt
mat eða ekki er ég ekki fær
um að dæma sjálf.
Stærsta húsgagnaverzlun landsins býður yður:
9 gerSir svefnherbergissett
5 gerðir borðstofuhúsgögn
13 gerðir sófasett
11 gerðir sófaborð
■■■■■
nnnnr
7 gerðir skrifborð
7 gerðir
eins og tveggja
SVEFNSTÓLAR. ALLT I
HANSASAMSTÆÐUNA.
BARNARÚM. BARNAKOJUR.
SKRIFBORDSSTÓLAR.
STAKIR STÓLAR.
AklsSi í 99 miimujiandi litum
og gcrSum
'{
' i ik
. 2 CSjí
i m
KJALLARINN
KJALLARINN
KJALLARINN
I • r