Tölvumál - 01.06.1981, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.06.1981, Blaðsíða 7
TÖLVUMÁL 7 FRÁ orðanefnd Nú kemur siðasta eintak Tölvumála þessa vetrar fyrir sjónir félagsmanna. Okkur langar til að nota þetta tækifæri og viðra nokkur orð. Jafnframt viljum við biðja félagsmenn aó nota timann i sumar til nýyrðasmióa. Fyrsta orðið, sem nefnt skal er prom^t, en það mun vera áminning, útskýring eða annað þess hattar, sem tölva er látin skrifa á skjá, notanda til nánari leiðbeiningar. Hefur komið fram sú hugmynd að kalla þetta kvaðningu. Nú eru sennilega flestir hættir að nota spjöld. 1 staðinn eru gögn og forrit oft skráð beint inn í tölvuna þar sem þau eru gjarnan skráð á seguldisk. Til þess að auóvelda fólki innslátt og leióréttingu gagna, fylgir nú flestum stýrikerfum sérstakt forrit, sem tekur vió slikum gögnum og stjórnar leiðréttingum og breytingum. Slik forrit bera ýmis nöfn, en algengt samheiti er editor og aðgerðin að slá inn, breyta eða leiðrétta er kölluð to edit. Nú kemur i ljós eins og svo oft áður að ekki er heppilegt að þýða þessi orð beint og kalla forritið ritstjóra og aðgeróina að ritstýra. Niðurstaða orðanefndar er su helst að þýða sögnina ekki beint heldur hugsa og oróa hugsun sina á is- lensku og tala um að slá inn, leiórétta, breyta o.s.frv. allt eftir þvi hvað viö á hverju sinni. Um nafn á forritinu hafa komið fram ýmsar tillögur. Sú sem er efst á baugi nú er ritþór. Er þvi beint til lesenda að þeir reyni aó nota þetta orð. Ef orðið reynist ekki nothæft væri æskilegt að fá tillögur um eitthvað betra. Að lokum skal hér enn rætt um segulplötur. Orðanefndarmenn hafa velt þessu máli fyrir sér og prófað ýmislegt, en segul- platan veróur alltaf ofan á. Orðið segulplata er einna þjálast i samsetningum af þeim orðum, sem tillögur hafa verió gerðar um. Menn geta sagt og skrifað segulplötustöð eóa bara plötustöð án þess að liða neitt sérstaklega illa. Við höfum prófað að nota orðið segulplata meðal samstarfs- manna og þeim hefur ekki oróið meint af. Kringla var lengi ofarlega á baugi. En það orð er óþjálla i samsetningum. Einnig er af þvi nokkur bakaralykt. Eða geta menn imyndað sér svipinn á starfsmönnum rikisendurskoðunar þegar þeir sjá reikninga fyrir kassa með 10 kringlum fyrir tæpar 600 krónur (með söluskatti)? Um önnur orð hvorki tala ég né skrifa. Þeir sem hafa tillögur og hugmyndir um ný orð eru beðnir að koma þeim til einhvers af orðanefndarmönnum. Formanninn má t.d. finna á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins i sima 82230. Sigrún Helgadóttir Rétt er aó rifja þaó upp að i orðanefnd Skýrslutæknifélagsins starfa nú Sigrún Helgadóttir, reiknifræóingur, formaóur, Baldur Jónsson, dósent, Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræóingur og Örn Kaldalóns, kerfisfræðingur. - Ritnefnd.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.