Tölvumál - 01.06.1982, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.06.1982, Blaðsíða 14
RÁÐSTEFNAN "DATADAGUR '82" Liólega 130 manns sóttu ráðstefnuna "Datadagur '82", sem haldin var í Kristalssal Hótels Loftleiða föstudaginn 23. apríl 1982. Ráðstefnan hófst um kl. 13.30 og henni lauk um kl. 17.30. Ráóstefnuna hélt Skýrslutæknifélagið i samvinnu vió Nordisk Dataunion, en það eru samtök skýrslutæknifélaganna í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Sviþjóó. Sjö fyrirlestrar voru haldnir á ráóstefnunni og voru fyrirlesararnir frá fyrrnefndu löndunum fjórum og einn íslendingur. Ráóstefnuna setti dr. Jón Þór Þórhallsson, formaður Skýrslu- tæknifélagsins. Sióan ávarpaði Matthias Á Mathiesen, fyrrverandi forseti Noróurlandaráðs, ráðstefnuna. Hann fór m.a orðum um mikilvægi nútima gagnavinnslutækni og, norræna samvinnu i þvi sambandi. Á vegum Norðurlandaráðs hefur t.d. verió stofnuð nefnd (det datatekneologiske ud- valget), sem nú starfar undir formennsku Helge Seip, fyrr- verandi ráðherra. Aó hluta fór ráðstefnan fram i tveimur sölum samtimis. Voru þá annarsvegar flutt þrjú erindi tengd skrifstofu framtióarinnar og hinsvegar þrjú erindi varóandi tölvu- notkun framtiðarinnar og nýjungar á þvx sviði. Að þessum erindaflutningi loknum stjórnaði Björn Friðfinns- son, fjármálastjóri Reykjavikurborgar, sameiginlegum fundi, þar sem dregin voru saman og rædd ýmis þau atriði, sem fram höfóu komið á ráðstefnunni. Gjöf frá Nordisk Dataunion Undir lok ráðstefnunnar kvaddi formaður Nordisk Dataunion, Asbjörn Rolstadás, sér hljóós og færði hann Skýrslutækni- félaginu fagran silfursleginn fundahamar að gjöf. Á hamarinn er letraó (á islensku): Meó kveðju frá NORDISK DATAUNION Jón Þór Þórhallsson, formaóur Skýrslutæknifélagsins, tók við gjöfinni fyrir hönd félagsins og þakkaói hana með nokkrum orðum. Sigurjón Pétursson, varaformaóur Skýrslutasknifélagsins, þakkaói aö lokum starfsmönnum ráðstefnunnar fyrir góðan undirbúning og öllum ráðstefnugestum fyrir þátttökuna og sleit hann siðan ráðstefnunni. Vió það tækifæri notaói hann að sjálfsögöu hinn nýja fundahamar.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.