Tölvumál - 01.12.1983, Side 2

Tölvumál - 01.12.1983, Side 2
2 FRAMHALD AF SKÖLAMALARAÐSTEFNUNNI Eins og lesendum TtíLVUMALA er kunnugt var haldin ráðstefna í Reykjavík í september á vegum NDU um EDB OG SKOLEPOLITIK. Þátttaka varð mjög góð, um 120 manns og jöfn dreifing milli landa. Erindin sem flutt voru birtust í Data-Nytt nr. 16 og þar var einnig sagt frá ýmsum af þeim hugmyndum sem fram komu um samnorrænar aðgerðir. Þrátt fyrir líflegar umræður, miklar upplýsingar sem fram koma og góðar hugmyndir um hvað megi gera er því miður algengt að menn fari til baka af ráðstefnum sem þessari, hver í sína átt og lítið verði um framhald. Ekki síst er hætta á því á þessari ráðstefnu, þar sem þátttakendur voru af ólíkum sviðum, stjórnmálamenn, ábyrgðarmenn í menntun kennara og fagmenn á sviði tölvumála og upplýsingatækni. Islenska undirbúningsnefndin að ráðstefnunni ákvað því að efna til fundar með íslensku þátttakendunum til að ræða áframhaldandi starf. Fundurinn var haldinn 1. nóv. A fundinum voru f'ulltrúar menntamálaráðuney tisins, kennarasambanda, Kennaraháskólans, Námsgagnastofnunar, Háskólans, Sambands ísl. sveitarfélaga og Iðnskólans í Reykjavík, auk Skýrslutæknifélagsins. Fram kom m.a. að í Stjórnunarnefnd fyrir norrænt samstarf á sviði skólamála (Styringsgruppen for samarbejde indenfor skoleomraadet) voru tölvumál rædd á síðasta fundi. A næsta fundi verða ræddar tillögur að norrænum samstarfsverkefnum. A vegum menntamálaráðuneytisins fjalla starfshópar nú um menntun kennara á grunn- og framhaldsskólastigi, tölvufræðslu í almennu námi og tækninámi. Einnig stendur nú yfir forval vegna kaupa á tölvubúnaði til notkunar í framhaldsskólum. Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar fyrirhugar að halda sýningu og samfellda dagskrá í janúar 1984 undir yfirskriftinni "tölvur og grunnskóli". Akveðið var að halda starfinu áfram og verður næsti fundur seint í nóvember. AK-LÖ

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.