Tölvumál - 01.12.1983, Side 7

Tölvumál - 01.12.1983, Side 7
7 ekki af vegna mikillar eftirspurnar eftir tölvunotkun. Skjáver eru af þremur stærðum 10-20 skjáir, 40 skjáir og.60 skjáir. Ekki var spurt um hvernig stjórn háskólanna notaði tölvur. í Berkley var verið að gera tilraun með að láta nokkrar IBM 4341 vinna saman í þyrpingu (cluster) þannig að notandinn vissi ekki á hvaða vél hann væri að vinna, talið var að þetta gæti bætt nýtingu vélanna en þetta er ekki framtíðarlausn. UCLA hafði aðgang að einhverjum stærri vélum en UCB hefur CDC 6400 og aðgang að CRAY 1 og CDC 7600 í Lawrence Berkeley og Lawrence Livermore Laboratories fyrir stærri verkefni. Fyrir framhaldsnám og rannsóknir voru að auki nokkrir VAX 780 og 750 auk IBM 370 og 4300. IBM vélarnar eru notaðar við viðfangsefni í grafík en VAX frekar til þróunar og tilrauna, auk þessa er til þó nokkuð af vélum sem eru notaðar í ýmis sérverkefni nemenda og kennara og eru þær af fjölmörgum gerðum og á öllum aldri. Lítið var um einkatölvur í skólunum, en þess má geta að Reiknistofnunin í Berkley var nýbúinn að kaupa 5 einkatölvur í tilraunaskyni. Stanford í Stanford var einungis athugað hvað deildin sem tölvunar- fræðin er í hafði af tækjum en í sömu deild er einnig rafmagnsverkfræði, stærðfræði, aðgerðarannsóknir og tölfræði. í deildinni eru DECSYSTEM-2060, -1060 og -1080, notaðar til mismunandi verkefna. 2060 vélin keyrir T0PS-20 stýrikerfi og er helsta fjölnotendavélin, 1080 vélin er með WAITS stýrikerfi og er notuð við rannsóknir á vandamálum tengdum vélmennum og þróun þeirra. 1060 vélin er með TENEX stýrikerfi og er notuð við rannsóknir á gerfigreind. Skólinn hefur einnig til umráða tvær VAX 780 með UNIX st ýr i. ker f i nu , eina IBM 4341 með VM/CMS stýrikerfi og nokkurn fjölda XER0X ALT0 einkatölva að ógleymdum ótrúlegum fjölda HEWLETT-PACKARD véla af öllum stærðum og gerðum. Hvað gerist næstu ár. Af viðræðum okkar við menn í þeim háskólum sem við heim- sóttum kom fram að menn eru tregir við að spá of miklu um framtíðina, en þó komu fram nokkur atriði sem flestir voru sammála um.

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.