Tölvumál - 01.12.1983, Page 9

Tölvumál - 01.12.1983, Page 9
9 c. Samskiptamiðstöð: Með auknum tengingum notenda aukast möguleikar á að nýta svokölluð "store and forvard" kerfi. Þannig kerfi heldur utan um flutninga á gögnum milli notenda og verkefna. Sérstaklega kemur svona kerfi að notum þar sem margir notendur eiga að hafa aðgang að sameiginlegum upplýsingum t.d. glósum frá kennara eða verkefni sem margir aðilar eru að vinna að saman. Utstöðvar verða sjálfstæðari með árunum eftir því sem tæknin gerir kleyft að pakka öflugri tölvum í minni umbúðir. Verð á útstöðvum verður bráðlega ekki hærra en á einkatölvum í dag t.d. sambærilegt við Victor-9000 og IBM-PC, en mögu- leikar þeirra verða miklu meiri. Tengingar utstöðva verða bæði Líkt og nú gerist og nettenginar. Þegar við spurðumst fyrir um hvaða einkatölva væri líklegust til að ná útbreyðslu í háskólum voru menn nokkuð sammála um að af þeim vélum sem eru á markaðnum í dag er IBM-PC ráðandi og ein- hverjar vélar sem eru eftir1íkingar af henni. 3. Forritunarmál: Ekki var á mönnum að heyra að sá frum- skógur sem forritunarmálin eru muni grisjast á næstu árum, frekar þéttast ef eitthvað er. Ný mál eru sífellt að ryðja sér til rúms, mál eins og PROLOG eða ADA. Með nýjum tölvu- arkitektúrum sem búist er við á markaðnum á komandi árum munu koma ný mál sem hvert um sig kemur til með að henta mjög vel við lausnir á vandamálum hvert á sínu sviði. Þróun í pökkum og notendaforritum lofar einnig mjög góðu og er mjög hröð þessa dagana. Stefnir í það að almennur notandi þurfi ekki að forrita lausnir á sínum verkefnum heldur geti hann stuðst v ið pakka sem séu það auðveldir í notkun að ekki þurfi að læra sérstaklega að nota þá. 4. Net: Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá MIT og mun brátt verða keppikefli allra skóla í Bandaríkjunum, að tengja saman í eitt net allar vélar skólans. Markmið MIT er að hver notandi geti stungið sinni vél (eða sínum skerm) í samband og fengið samband við hvaða vél sem er í kerfinu án nokkurra vandræða. Hér er ekki aðeins um að ræða brýnt hagsmunamál skólanna, heldur einnig annara tölvunotenda sem vilja ráða yfir sveigjan1eika sem samtenging véla frá mismun- andi framleiðendum án nokkurra vandræða veitir þeim. Einnig hyggjast þeir hanna stýrikerfi og þýðendur sem gangi á allar vélarnar. Það mun einnig auka sveigjanleika og minnka stór- lega þann frumskóg sem hugbúnaður véla er í dag og með því auðvelda notkun vélanna á enn fleirri sviðum en er í dag. MIT hyggst setja upp nú fljótlega "local area network" í samvinnu við DEC og IBM. Ætlunin er að reyna að búa til net sem er þannig að engu máli skipti hvar einhver vél er tengd í kerfið, það ræður við að þekkja hana og koma upp sam- skiptum við hana. Ekki er ljóst ennþá hvaða tækni verður

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.