Vísir - 23.12.1961, Síða 3

Vísir - 23.12.1961, Síða 3
Laugardagur 23. des. 1961 VlSIR 3 - TVÆR BÆKUR UM DULFRÆÐI - Meðal þeirra nálega 200 bóka, sem út hafa komið í ár, eru tvær nýútkomnar frá Prent- smiðjunni Leiftri um dulfræði- leg efni, þýddar af Steinunni S. Briem. YOGA-HEIMSPEKI nefnist önnur, eftir Yogi Ramacharaka, sem er, eins og nafnið bendir til, indverskur jógi, þaullærður og þjálfaður í þessari þúsunda ára gömlu fræðigrein. Má með sanni segja, að bók þessi hefir lengi verið á leiðinni hingað, því að liðið er hátt á sjötta áratug síðan hún kom fyrst út. En þetta kemur ekki að sök, því að í flestum greinum mun hún vera jafn- fersk og hún var laust eftir aldamótin og þótt lengra væri leitað aftur. Hér ætti hún að vera mörgum kærkomin, því að þó nokkur áhugi mun vera um þessi fræði hér. Fyrst komu hér út tvær bækur um Yoga fyrir 30—40 árum, sem eru fyrir löngu uppseldar og mjög eftir- sóttar, „Starfsrækt“ og „Yoga“, var Þórbergur Þórðarson með- þýðandi beggja, ef ég man rétt. Yoga skiptist í tvær greinir, þá líkamlegu, sem er einskonar heimaleikfimi og heilsurækt, og svo hin andlega eða hug- ræna, heimspekin, þjálfun and- legra krafta og eiginleika, mið- ar að því að „virkja“ hæfileika, sem liggja ella duldir hjá mörgum manni. Um hina síðar- nefndu grein fjallar þessi ný- útkomna bók, og raunar miklu fleira. Þar er að finna hugleið- ingar um tilveruna hér og fyrir handan. Þá greinir frá nokkru, sem mörgum er spennandi ráð- gáta, dáleiðsla og dulskyggni, fjarhrif, sefjun og dulrænar lækningar. Bókin er umfram allt leiðarvísir að eigin sálkönn- un lesandans og þjálfunarreglur þroska og til að leysa ýmsar gát- ur lífs og dauða. Ég held enginn sjái eftir að lesa hana, en þeir munu áreiðanlega margir, sem lesa hana aftur og aftur til að læra af henni. CAROLA heitir hin bókin, eítir Joan Grant, og mun víst vefjast fyr- ir mörgum að skipa bók þessari í tiltekinn bókmenntaflokk. Ætli flestir mundu ekki telja hana skáldsögu. En hinir, sem sannfærast af sögunni, munu telja hana sannsögulega, sjálfs- ævisögu, eins og höfundur telur hana, enda þótt svo einkenni- lega vilji til, að höfundur er enn á lífi og innan við sextugt, en eftir sögunni er hann fæddur Steiminn Briem á 16. öld, nánar sagt 4. maí 1510. En þannig liggur í þessu, að bó.kin Carola er ein af fleiri bókum rithöfundarins brezka Joan Grant, sem hér segir eina ævisögu hennar, m. ö. o. Carola er saga jarðvistar hennar á 16. öld. í fyrra kom út bók henn- ar „Vængjaður Faraó“, og það var jarðvistarsaga hennar frá öðrum tíma. Bækur þessar urðu mjög frægar á sínum tíma, bæði vegna efnis, sannfæringar höf- undarins um endurfæðingar sínar og hveru hún gæti rifjað upp fyrir sér fyrri ævir, þær stæðu henni , ljóslifandi fyrir sjónum. En burtséð frá efninu fékk Joan Grant lof mikilla rit- höfunda fyrir bækurnar frá bókmenntalegu sjónarmiði. Efni bókarinnar, ævi Carolu, verður ekki rakið hér. En víst er um það, að fáum mun leiðast að lesa bókina: Hún er þrungin Ástin sigrar. Nafnið flytur ekki nýjan boð- skap. Ástin hefur alltaf sigrað og mun alltaf gera. Þessi bók lýsir baráttu ungrar hjúkrun- arkonu við að ná ástum drauma- prinsins, sem auðvitað er af- burða læknir. Þær eru fleiri um boðið og oft tvísýnt um úrslit- in. Ýmsum meðölum er beitt, og margir koma við sögu. Þessi bók lýsir eðlilegu og heilbrigðu fólki, og er skemmtileg tilbreyt- ing frá hryllingi og öfugsnúnu sálarlifi, sem virðist hugstæð- asta yrkisefni nútíma höfunda. Þetta er skemmtileg og spenn- andi ástarsaga. Hús hamingjunnar. Janet og Andy eru ung, ham- mannviti, hún er spennandi og mætavel skrifuð. Þýðandi Steinunnar S. Briem á þessum ofannefndu bóltum er lýtalaus. Verður ekki vart við „þýðingarbragð“, þvert á móti er málið sveigjanlegt og leikandi í höndum þýðan^a. D. ingjusöm hjón og gleði þeirra er mikil, þegar þau óvænt erfa töfrandi, lítið hús. En þarna er stærra hjartarúm en húsrúm og brátt er húsið fullt. Fyrst skýtur upp sérstöku skrauteintaki af gamalli frænku, sem er haldin ýmsum nánast kynlegum tilhneiging- um. Svo birtist foreldralaus ættingi frá Ástralíu og þannig hélt áfram að safnast að ungu turtildúfunum alls konar fólk. t>egar svo ástin kom til sögunn- ar meðal íbúanna færðist líf í tuskurnar. Það leiddist engum í Húsi hamingjunnar og við teljum nokkurn veginn víst, að það geri lesendanum ekki heldur, þegar hann les þessa skemmti- BÆKUR SMÁRAUTGÁFUNNAR ÆVINTYRI OG ÓSKASTEINNINN Bækur Ármanns Kr. Einars- sonar fyrir böm og unglinga eru þegar komnar á annan tug að tölu. Þeirra kunnastar og vinsælastar eru Árnabækurnar átta, sem eru ekki aðeins Iands- kunnar hér, heldur er einnig farið að þýða þær á norsku, og strákar í Noregi taka þeim tveim höndum. Nú fyrir þessi jól sendi Ár- mann frá sér tvær barnabækur, Ævintýri í borginni og Óska- steinninn hans Óla. Hin fyrr- nefnda er framhald af Ævin- týri í si'eitinni, og er trúlegt, að enn verði framhald. Aðal- sögupersónurnar eru tvær ung- ar vinkonur, Rósa og Margrét, en auk þeirra kemur enn ein „persóna" í borgina, iítill hvolpur, og spinnst sagan mikið um hann. Rósa kom með hann úr sveitinni til að færa Möggu að gjöf. Svo má ekki gleyma afa, sem líka varð samferða þeim úr sveitinni, Mörg ævin- týri gerast eftir að þau eru komin í borgina. Óskasteinninn hans Óla er fyrst og fremst bók handa litl- um drengjum, og það er ekki að efa, að þeir skemmta sér við sælgætið, bílferðir, laxveiðina og gullið í Gullfossi. Það sem einkennir þessar bækur Ár- manns eins og fyrr, er að þær eru hollur lestur börnum og unglingum. Þær eru fallega út gefnar, og hefir Halldór Péturs- son listmálari myndskreytt þær. Lögregla Vestur-Berlínar er mjög vinsæl og er í því — eins og fleira — ólík lög reglu Austur-Berlínar, og þegar hið árlega íþrótta- mót ..hennar fer . fram á Olympíuleikvanginum, .. er þar alltaf gífurlegur fjöldi áheyrenda. Hér sjást lög- regluþjónar ..keppa í sér- kennilegu torfæruhlaupi, sem er m. a. fólgið í að skríða í og úr stórum kerj- um, fullum af vatni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.