Vísir - 23.12.1961, Side 4

Vísir - 23.12.1961, Side 4
4 VÍSIR Laugardagur 23. des. 1961 Smásaga eftir O’Henry: MAÍ, LJÚFI MAl Gefðu skáldinu glóðar- auga, þegar það tekur að lofsyngja maí. Það er mánuð- ur, sem andar brjálsemi og blábjánaskapar ráða yfir. Árar og púkar eru á sveimi um brumandi skóga, Pan og dvergahirð hans er önnum kafin í borg og bæ. í maí heldur náttúran uppi aðvarandi fingri, minnandi okkur á, að við erum engir guðir, heldur aðeins hennar eigin villuráfandi börn. Hún minnir okkur á, að við erum bræður skelfiskjarins og asnans, náfrændur apakatt- anna og systkinabörn kurr- andi dúfna, klakandi hænsna og vinnukvenna og lögregluþjóna. í maí skýtur Amor með aftur augun — milljónungar kvænast vélritunarstúlkum, hálærðir prófessrar gera hos- ur sínar grænar fyrir jórt- urgúmtyggjandi afgreiðslu- stúlkum í kaffikrám; piltar með stiga á öxlinni læðast eftir grasflötinni, þar sem Júlía bíður uppi í glugga með sjónaukann sinn; ung pör, sem fara í skemmti- göngu, koma heim harðgift; gamlir menn setja upp hvíta hanzka og spóka sig úti í skemmtigarði; jafnvel kvænt ir menn verða óeðlilega blíð- ir og tilfinningasamir, slá á bakið á kerlingunni og muldra: „Hvernig gengur, gamla mín?“ Coulson gamli stundi dá- lítið og settist svo uppréttur í sjúkrastólnum. Hann hafði afar slæma gigt í öðrum fæti, átti hús við Gramery- garðinn, hálfa milljón doll- ara, og dóttur. Og hann hafði ráðskonu. Frú Widdup. Þess verður að geta. Það hef- ir verið gert. Þegar maí ýtti við hr. Coulson, varð hann eldri bróðir turtildúfunnar. í glugganum, sem hann sat við, voru pottar með feg- urstu blómum. Angan þeirra lagði um stofuna. Strax hófst hörð barátta milli blóma- ilmsins og gigtaráburðarins. Áburðurinn vann auðveld- lega, en ekki fyrr en ilmur- inn hafði gefið gamla Coul- son einn á nefið. Hið ban- væna verk töfrapúkans maí var hafið. Yfir garðinn barst annars- konar ilmur að vitum hr. Coulsons, ekta vorilmur, sem tilheyrir úthverfi stórborg- arinnar. Lykt af heitu as- falti, bensíni, sorpræsa- gasi, egypzkum sígarettum og óþornaðri prentsvertu á dagblöðum. Þrestirnir kvök- uðu kátir alls staðar úti fyrir. Treystið aldrei maí. Hr. Coulson sneri upp á hvítt yfirvaraskeggið, bölvaði fætinum og studdi á bjölluhnapp á borðinu. Inn kom frú Widdup, hún var þokkaleg á að líta, Ijós- hærð, æst, fertug og refs- leg. „Higgins er ekki heima,“ sagði hún með sýrópssætu brosi. „Hann fór með bréf í póst. Get eg gert nokkuð fyr- ir yður, herra?“ „Það er tími kominn til að taka meðalið,“ sagði gamli Coulson. ,,Flaskan er þarna. Þrír dropar. í vatni. Fjand- inn, ég meina, skrattinn hirði Higgins! Það myndi enginn í þessu húsi láta sig neinu skipta, þó ég dæi hérna í stólnum af umhirðuleysi.“ Frú Widdup andvarpaði djúpt. „Segið ekki þetta. Sumir myndu taka það nær sér en nokkurn grunar. Þrettán dropar, var það?“ „Þrír,“ sagði gamli Coul- son. Hann tók meðalið og síð- an hönd frú Widdup. Hún roðnaði. „Ó, já. Það er hægt. Þú heldur niðri í þér andan- um og þrýstir á þindina.“ „Frú Widdup,“ sagði Coulson, „vorið er komið í öllu sínu veldi“. „Já, er það ekki?“ sagði frú Widdup. „Loftið er veru- lega hlýtt. Og það eru aug- lýsingar um svalandi bjór á hverju horni. Og skemmti- garðurinn er allur gulur og rauður og blár af blómum, og ég er með vaxtarverki upp fæturna og allan skrokkinn.“ „Á vorin,“ vitnaði hr. Coul- son og sneri upp á skeggið, „ég meina, þá snúast hugsan- ir manns að ástinni." „Svei mqr þá!“ sagði frú Widdup, „hvort það er ekki satt! Virðist liggja í loftinu." „Á vorin“, hélt hr. Coul- son áfram, „lifnar allt og grær.“ „Lifnar og grær,“ sagði frú Widdup. „Frú Widdup,“ sagði Coulson og horfði með við- bjóði á veika fótinn. „Þetta mundi vera eyðilegt hús án yðar. Ég er — ég meina ég er aldraður maður, en ég á þægilega mikið af peningum. Ef hálf milljón dollara og sönn ástúð þess hjarta, sem að vísu slær ekki lengur með ákafa æskunnar, en getur þó enn fundið til hreinnar . ... “ Skarkali í veltandi stól nærri dyratjöldunum að næstu stofu truflaði hið sak- lausa og grunlausa fórnar- lamb maí. Inn arkaði ungfrú Con- stantia Coulson, beinastór, endingargóð, hávaxin, nef- stór, köld, vel upp alin, þrjá- tíu og fimm ára, virðuleg. Hún setti upp einglyrni. Frú Widdup beygði sig í skyndi og lagfærði umbúðirnar á gigtarfæti hr. Coulsons. „Ég hélt Higgins væri hjá þér,“ sagði ungfrú Constan- tia Coulson. „Higgins fór út,“ sagði fað- ir hennar, „og frú Widdup anzaði hringingunni. „Þetta er betra, frú Widdup. Nei, ég þarfnast einskis frekar.“ Ráðskonan fór, ljósrauð undir köldu, spyrjandi augna ráði ungfrú Coulson. „Þetta vorveður er yndis- legt, er það ekki,dóttir góð?“ sagði gamli maðurinn, dálítið vandræðalegur. „Jú, einmitt,“ sagði ung- frú Constantia, fremur dul- arfull. „Hvenær fer frú Widdup í orlof sitt, pabbi?“ „Ég held hún hafi sagt eftir viku,“ sagði gamli Coul- son. Ungfrú Coulson stóð and- artak við gluggann og starði út í skemmtigarðinn, baðað- an í síðdegissólskininu. Með augum grasafræðings virti hún fyrir sér blómin — hættulegustu vopn hins slæga maí. Með kulda hinnar harðsvírðuðu jómfrúr hratt hún árás hins milda maí. Örvar sólskinsins endurvörp- uðust frostbitnar frá henn- ar kalda, ósnortna barmi. Ilmur blómanna vakti ungar viðkvæmar tilfinningar í ó- könnuðum leynum hennar steinrunna hjarta. Hún hæddist að maí. En þó ungfrú Coulson væri ónæm fyrir árstíðinni, var hún nógu skynsöm til að meta mátt hennar. Hún vissi, að aldraðir menn og digrar konur hoppuðu eins og tamdar flær í þessum hlægi- lega mánuði. Hún hafði heyrt um bjánalega, gamla herra- menn, sem höfðu kvænst ráðskonum sínum fyrr. En hvað hún var aum og auð- mýkjandi, þessi tilfinning sem kölluð var ást! Næsta morgun, þegar ís- maðurinn kom, sagði elda- buskan honum, að ungfrú Coulson langaði til að hitta hann í kjallaranum. „Já, hvort ég er ekki frá Olcott og Depew, að ég nú ekki nefni mitt eigið nafn!“ sagði ísmaðurinn hrifinn af sjálfum sér. Þegar ungfrú Constantla Coulson, ávarpaði hann, tók hann ofan hatt- inn. „Það eru bakdyr á kjallar- anum,“ sagði ungfrú Coul- son, „sem hægt er að komast að með því að aka yfir næstu lóð, þar sem verið er að grafa húsgrunn. Ég vil að þér komið þá leið innan tveggja tíma, með 1000 pund af ís. Þér þurfið máske einn eða tvo menn til aðstoðar. Ég skal sýna yður, hvar á að láta hann. Og ég þarf að fá 1000 pund á dag næstu fjóra daga. Þér skrifið kostnaðinn á reikning okkar. Þetta er fyrir yðar eigið ómak.“ Ungfrú Coulson rétti hon- um tíu dollara seðil. ísmað- urinn hneigði sig og hélt á hattinum fyrir aftan bak. „Mér er ánægja að gera yður allt til hæfis, ungfrú.“ Vei sé maí! Um nónbilið sló hr. Coul- son tvö glös niður af borð- inu, braut fjöðrina í bjöllu- hnappnum og öskraði á Higg- ins, allt í sömu andrá. „Náðu í exi,“ skipaði hr. Coulson kaldhæðnislega, „eða sendu út eftir blásýru, eða láttu lögregluþjón koma inn og skjóta mig. Ég vil það heldur en frjósa í hel.“ „Það virðist vera að kólna,“ sagði Higgins.. „Ég tók ekki eftir því fyrr. Ég skal loka glugganum, herra.“ „Gerðu það,“ sagði hr. Coulson. „Og þetta er kallað vor, eða hvað? Ef þessu held- ur áfram, fer ég aftur til Pálmastrandar. Húsið er eins og líkhús.“ Seinna kom ungfrú Coul- sen og spurði dótturlega um líðan sjúklingsins. „Stantia,“ sagði gamli maðurinn, „hvernig er veðr- ið úti?“ „Bjart,“ sagði ungfrúin, „en svalt.“ „Mér finnst vera eins og hávetur,“ sagði hr. Coulson. „Andartak,“ sagði Constan tía, og starði út um glugg- ann, „af vetrinum eftir í skauti vorsins.“ Svo labbaði hún út til að fara í búðir. Nokkru seinna kom frú Widdup inn til sjúklingsins. „Hringduð þér, herra?“ spurði hún með roðablettum á ýmsum stöðum. „Eg bað Higgins að fara í apótekið og hélt mig heyra í bjöllunni." „Ég hringdi ekki,“ sagði hr. Coulson. „Ég er hrædd um,“ sagði frú Widdup, „að ég hafi grip- ið fram í fyrir yður í, gær, þegar þér ætluðu að segja eitthvað.“ „Hvernig stendur á því, frú Widdup,“ sagði gamli Coulson hvass, „að það er svona kalt í húsinu?“ „Kalt, herra?“ sagði ráðs- konan, „hvað, nú, þegar þér minnist á það, virðist fremur svalt í þessari stofu. En úti er hlýtt og gott eins og í júní. Og hvernig þetta veður fær hjartað til að hoppa í brjósti manns. Og víðirinn allur sprunginn út, og menn að spila á harmóníkur og börn dansandi á gangstétt- inni — nú er rétti tíminn til að tala um það, sem í hjart- anu býr. Þér voruð að segja í gær .... “ „Kona!“ þrumaði hr. Coul- son. „Þér eruð fífl. Ég borga yður fyrir að annast þetta hús. Ég er að frjósa í hel í minni eigin stofu, og þér komið inn og þvælið um víði og harmóníkur. Náið mér í yfirfrakka strax. Sjáið um, að öllum hurðum og glugg- um sé lokað niðri. Gömul, feit, ábyrgðarlaus og þröng- sýn kerling eins og þér að koma hér og þvæla um vor og blóm um miðjan vetur! Þegar Higgins kemur, segið honum að færa mér heitt rommtoddy. Og hypjið yður út!“ En hver ætti að leyfa sér að hrakyrða hina björtu á- sjónu maí? Þó hann sé óvæg- inn og trufli sálarró skyn- semigæddra manna, þarf meira en lævísi einnar jóm- frúr og fullan kjallara af ís til að fá hann til að láta sér segjast. Ójá, sagan er ekki öll. Nóttin leið, og Higgins hjálpaði gamla Coulson í stólinn við gluggann um morguninn. Kuldinn var horfinn úr stofunni. Blóma- angan og vorylur kom í stað- inn. Inn flýtti sér frú Widdup og stóð við stólinn. Hr. Coul- son rétti út beinabera hönd og greip um hennar feitu og bústnu. „Frú Widdup,“ sagði hann. „Þetta hús væri ekkert heim- ili án yðar. Ég á hálfa mill- jón dollara. Éf það, ásamt sannri ástúð hjarta, sem ekki er lengur í æskublóma, en engan veginn kalt . ... “ „Ég komst að því, af hverju það var kalt,“ sagði frú Widdup, og hallaði sér upp að stólnum. „Það var ís — fleiri tonn — í kjallaran- um og í miðstöðinni, allsstað- ar. Ég lokaði fyrir leiðsluna, Framhdld á hls. 5.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.