Vísir - 23.12.1961, Síða 6
6
VÍSIR
Laugardagur 23. des. 1961
MALARI og konur
Endurminningar
Hús málarans. Endur-
minningar Jóns Engiiberts
eftir Jóhannes Helga. Set-
berg, Reykjavík 1961.
Meðal þeirra hundraða bóka,
sem út koma á íslandi ár hvert,
ber talsvert á æfisögum og end-
urminningabókum, en satt að
segja er lítill slægur í þeim
flestum. Aðeins sárafáir sögu-
manna koma sér að því að opna
sig, vera hreinskilnir um sjálfa
sig og samferðamenn sína.
Einkum gera skáld og lista-
menn lítið af því að taka sér
penna í hönd og leysa frá
skjóðunni.
Það er þá ekki nema fyrir til-
stilli mikils tilefnis, að við
verðum nokkurs fleira vísari
um þessa menn en birtist i
listaverkum þeirra. Og nú
seinni árin hefir talsverð vitn-
eskja af þessu tagi rekið á fjör-
ur lesenda með samtalsbókun-
um svokölluðu, sem eru af-
brigði blaðamennskunnar, en
geta, þegar bezt lætur, orðið
bókmenntir, blaðaviðtal þróast
í bóksögu. En það er eins og um
Jóns Engilberts
önnur mannanna verk, ekki er
sama hvernig á er haldið.
Fyrsta skilyrðið er, að spyrj-
andanum takist að skyggnast
inn fyrir skrápinn á sögumanni
— og færa síðan innan úr hon-
um.
Ein skemmtilegasta og ósér-
hlífnasta bók þessarar tegundar
er hér hafa komið út, er Hús
málarans, sem Jóhannes Helgi
færir í letur eftir að hafa spurt
Jón Engilberts listmálara spjör-
unum úr. Þó er bezt að taka
það strax fram, að þeir félagar
segja ekki allt af létta. Jafnber-
sögull og málarinn er um flest,
hlýtur lesandinn að sakna þess,
hve fátt stendur þar skráð um
súálfa köllun hans, lærdóm og
listsköpun. Mest segir frá fyrstu
sporunum á listbrautinni, brauð-
stritinu, lífsþorstanum, gleði-
stundunum og ótal ævintýrum
skálda og listamannanna, sem
lifðu saman súrt og sætt. Mörg
snjöll mannlýsingin sprettur
upp í þessum samræðum og
meira að segja spakmæli lífs-
reynds manns. Það sem ein-
kennir málarann frá upphafi
ræðu hans til enda, er að hann
talar enga tæpitungu. En þrátt
fyrir óþveginn vitnisburð sem
margir þeir fá, er við sögu
koma, þá er listamaðurinn
jafnreiðubúinn að bera í bæti-
fláka. Þótt hann þykist bæði
vilja elska og hata, þá ber lítið
á hatri til náungans í sögunni,
miklu fremur virðist þar flest
af sanngirni mælt og dreng-
skap, þótt oft vaði á súðum.
Málarinn læðist ekki þegj-
andi fram niá því, sem að ofan
] er nefnt og við söknum í ræðu
hans, listsköpuninni. Hann seg-
ir við rithöfundinn: „Það sem
ég hef sagt þér er aðeins kontúr-
an í lífsvef mínum, hinn ytri
veruleiki. Þá ævi mína sem
skiptir máli er annarsstaðar að
finna — í myndum mínum.“
En mörg er myndin listilega
dregin í fáum dráttum í þessari
bók þeirra Jóns og Jóhannesar.
Af þeim, sem minnst koma við
söguna, kemur mér í hug lýs-
ingin á færeyska málaranum
Mikines. Það er fáorð lýsing
sem segir mikið og úr verður ó-
gleymanleg mynd af listamann-
inum. Hinsvegar verður tilfinn-
anlega lítið úr þeirri mynd, sem
hann gefur okkur af landa
Mikinesar, skáldinu Heinesen,
sem Jón hefir þó metið mikils
og hlýtur að geta gætt meira
lífi en hann gerir.
Bretar eru að smiða brú
mikla yfir Forth-f jörðinn í
Skotlandi — skammt frá
hinni gömlu, frægu Forth-
brú. Þessi brú verður ætl-
uð bifreiðum og spannar
fjörðinn milli North- og
South-Queensferry í West-
Lothiau-sýslu. Hún verður
lengsta hengibrú í Evrópu
og fjórða lengsta í heimi,
um hálfur þriðji kílómetri
á lengd. Kostnaðurinn mun
verða tæplega ..tveir mill-
jarðar króna. — Ljósmynd
arinn skreið aftur á bak
inn í stálhólk mikinn til að
ná .. þessari ..sérkennilegu
mynd.
Hús málarans er fágæt bók, málarans og íbúunum þar —
hreinskilin, listavel sögð, ólg- og að koma öllu þessu á bók,
andi af lífi. Málaranum ber að sem er nýstárleg og fallega úr
þakka fyrir ræðuna svo langt garði gerð af útgefanda, sem
sem hún nær, og rithöfundinum bókinni sæmir.
fyrir hans listalýsingu á húsi G. B.
SÆTUR ILMUR ÚR
GÖMLUM SENDIBRÉFUM
Þegar ég var ungur í Hólm-
inum, var ein vinkona mín,
yndisleg kona roskin, sem safn-
aði grösum á sumrin, einkum
ilmandi reyr, sem hún lagði í
skúffur, þar sem hún geymdi
föt og dúka. — Þýður ilmblær
þessara angandi grasa barst svo
út um stofuna í hvert skipti og
hún opnaði einhverja skúffuna
á dragkistunni sinni. — Það var
eins og sólargeislar frá sumr-
inu kæmu inn í stofuna um
gluggarúðurnar, þó að þær
væru hrímaðar. Mér er harla
minnisstætt hvað andrúmsloftið
varð þar hlýtt.
Ég minnist þessa nú, þegar ég
legg frá mér bókina „Konur
skrifa bréf“, sem Bókfellsútgáf-
an hefur gefið út, en Finnur
Sigmundsson hefur valið efni
til af mikilli smekkvísi. — Ég
las hana í striklotu og var grip-
inn sömu tilfinningu og þegar
vinkona mín í Hólminum opn-
aði dragkistuskúffurnar sínar
fyrir áratugum. Svo að segja
af hverri blaðsíðu síðu þessarar
góðu bókar andar sætur ilmur
frá hlýjum hjörtum göfugra
hefðarkvenna. — Bréfin hafa
öll gengið milli nánustu ætt-
ingja og vina og eru svo einlæg
og sönn, að það hlýtur að snerta
hvern lesanda. — Oft eru þessar
góðu konur í vanda staddar.
Það sækja að þeim ýmsir erfið-
leikar og sárar sorgir, svo að
þær grípa til pennans, og tjá
huga sinn fyrir þeim, sem þær
treysta bezt allra manna, en
allsstaðar kemur fram reynsla
alls mannkyns, — trúartraustið
og vissan um guðlega forsjón.
Elztu bréfin eru rituð á þeim
tíma, sem hvorki var til olíu-
lampi eða rafljós á íslandi.
Þau eru líka máske flest rituð
að nóttu til, — eitt þeirra á
sjálfa jólanóttina, og eflaust
með fjaðrapenna við tólgar-
kertaljós eða jafnv. við skímu
frá grútarlampa í köldum her-
bergjum. Maddama Guðríður
í Oddgeirshólum segir frá því
í bréfi til bróður síns, Finns
prófessor Magnússonar í Kaup-
mannahöfn, þegar Sigríður dótt-
ir hennar var að sauma list-
saum (skatteringu?) „Hún fekk
ekki uppdráttinn fyrri en
skammdegið og kuldinn var
kominn, og fölnaði svo liturinn
af andardrættinum hennar, því
hann verður allur að hélu hérna
í loftinu okkar í kuldanum á
veturna. — Skyldi það ekki
vera munur á aðstæðum heima-
sætunnar í Oddgeirshólum í
þá daga og nú eru, td. hér í
bæ, þar sem stúlkumar sitja
við sauma við dýrð rafljós-
anna í herbergjum hituðum
með heitu vatni, sem segja
má, að spretti upp undan fót-
um okkar.
Eg ætla ekki að rekja neitt
efni bréfanna, en þau eru okk-
ur lærdómsrík á ýmsan hátt.
og hver maður eykur sinn and-
lega auð með því að lesa þau.
—- Eg þakka útgefandanum
fyrir þessa indælu bók, og ræð
öllum til þess að lesa hana sér
til sálubótar og skemmtunar.
Oscar Causen.
— Og svo megið þið eklci gleyma.
þvi börn, að pabbi ykkar hefur
sjálfur búið til aXlar jólagjafimar.