Vísir - 23.12.1961, Side 7

Vísir - 23.12.1961, Side 7
Laugardagur 23. des. 1961 VÍSIR 7 Orustan um Atlantshafið. Frásagnir úr síðasta stríði. Donald Macinlyre: Orust- an um Atlantshafið. Útgef- andi: ísafoldarprentsmiðja, 174 bls. Við lestur þessarar bókar vöknuðu í huga mér margar minningar frá þrengingarárum síðari heimsstyrjaldar, er or- ustan um Atlantshafið var í algleymingi og ísland sú bæki- stöð, sem reið baggamuninn í þeim hræðilega hildarleik. Hvergi voru átökin harðari en einmitt undan ströndum lands vors, því þar var ekki einungis við harðsnúinn og miskunnar- lausan óvin að kljást heldur og trylltar hamfarir hafs og vinda, frost og fár. Það er næstum of- vaxið mannlegum skilningi, að þúsundir manns skyldu geta þolað þessa þrekraun, margir svo árum skipti. Á þessum hildarárum hafði ég nokkrar aðstæður til að fylgj- ast með þessum hrikalegu á- tökum. Ég sá særða og sjó- hrakta skipbrotsmenn, oft nær dauða en lífi, borna á land, og mér eru einnig minnsstæð þjáð og tekin andlit þeirra, er voru svo hamingjusamir að geta siglt heilu skipi í höfn. Ekki voru þau þó öll heil, er til hafn- ar komust. Sum voru svo sund- urtætt, að með ólíkindum var, hvernig þau höfðu haldist á floti — einu man ég sérstaklega Byrðingur Gunnar M. Magnúss rit- höfundur hefir tekið saman afmælisrit Sveinafélags skipa- smiða í tilefni af aldarfjórðungs afmæli þess og nefnir rit sitt „Byrðing“. Byrðingur er býsna fróðlegt rit um skipasmiðar á íslandi frá fyrstu tíð og til vorra daga. Það er ekki einvörðungu sögu- legt yfirlit um þessa hluti held- ur og lýsing á bátum og skip- um, skreytingu þeirra, heiti bátshluta, stærð báta og skipa, en síðan saga skipasmíða á ís- landi svo langt sem hún verð- ur rakin og þá fyrst og fremst saga félags þess, sem sveinar í skipasmíði stofnuðu fyrir 25 árum. Fjöldi mynda er í bók- inni, bæði af skipum, skipa- smíðastöðvum og skipasmiðum. Þetta er gott heimildarrit á sínu sviði, en nokkuð takmark- að, eins og nafnið bendir til. eftir, á siðu þess var gapandi hellir, sem hafnsögubáturinn gat hæglega komist inn í. Þetta voru hörð og miskunn- arlaus átök, háð upp á líf og dauða. Sjálf bardagaaðferðin gat ekki annað en skapað þau viðhorf. Óvindurinn læddist að bráð sinni úr djúpum hafsins, ósýnilegur en að því er virtist allsstaðar nálægur. Hans boðorð var aðeins eitt — að sökkva sem flestum skipum, með öllum til- tækilegum ráðum, án nokkrar miskunnar. Því var það, að verjendurnir litu á andstæðinga sína sem óargadýr og höguðu sér eftir því. En ekki er hægt annað en dást að hugrekki og baráttukjarki þessara þýzku kafbátsmanna, og sannarlega ÖRIM og fjórða Á undanförnum árum hefur haslað sér völl meðal unglinga- bókahöfunda, ungur, íslenzkur piltur, sem ritar undir dul- nefninu Örn Klói. Hver er sá drengur, er ann tápmiklum og hraustum söguhetjum, að hann hafi ekki lesið um „íslelnkka Tarzan“ eins og útlaga og ævin týradrengurinn Jói Jóns, er öllu jafnan kallaður meðal aðdáanda sinna? Jóa-bækurnar eru nú orðnar fjórar talsins. Jói í ævintýraleit, Jói og hefnd sjóræningjastrák- anna, Jói og sjóræningjastrák- arnir (sem mun með öllu ófáan- leg fyrir löngu) og nú síðast Jói og týnda skipið, sem fjallar um björgunarsveit, sem Kiddý Munda og skátastúlkurnar hennar hafa stofnað, ásamt þeim félögum Bjössa Badda sjóskáta, loftsiglingafræðingnum Stefni o. fl. tápmiklum unglingum. Börn ævintýranna, en það kölluðu þau björgunarsveitina, er mætt á fundi í hrörlegum bragga neðarlega við Eyrar- vatn; það er hríðarveður og öskrandi stormurinn lemur húsin í þorpinu. Allt í einu er dyrunum á bragganum hrundið upp og í gættinni er Jói Jóns með skilaboð frá „Eyrarvatns- radíó; þau eru frá brezka tog- aranum Þrístirnið og hljóðu svo: „Skipið lætur ekki að stjórn hefur þeirra líf ekki verið neitt sældarbrauð. Bókin rekur gang átakanna á hafinu frá stríðsbyrjun fram til þess að sigur var unninn á mestu hættunni. Frásögnin er víða mjög hlífðarlaus í garð þeirra, er sátu í æðstu valdastól- um brezka flotans en voru ekki vandanum vaxnir. En hún seg- ir einnig frá því hvernig sjó- menn, vísindamenn, iðnaðar- menn, skipasmiðir, hernaðarsér- fræðingar og ótal fleiri einbeittu allri getu sinni og hugviti að einu og sama marki, að sigra kafbátana, og tókst það eftir 45 mánaða harðvítuga viður- eign. Allmargar myndir frá átök- unum eru í bókinni og auka gildi hennar. Prentun og allur frágangur hinn þokkalegasti. G. G. KLOI jólabókin. lengur .... Radarinn óvirkur vekna ísingar .... Höfum misst stjórnborðsbjörgunarbátinn, hinn brotinn ... .!“ ,,Er þetta það einasta, sem heyrðist frá Þrístirninu?“ spyr Bjössi Badda dapur. Og svo heldur ævintýrið áfram. Leiftur gefur bókina út, eins og fyrri bækur þessa unga höf- undar, en þær eru: íslendingur í ævintýraleit, í fóspor Hróa Hattar, og Dóttir Hróa Hattar (en fyrsta útgáfa hennar seldist upp á skömmum tíma og mun síðari útgáfa hennar einnig senn á þrotum). Á. G. Nei, er orðið svona áliðið, komið miðnætti. Fanney á. Furuvöllum. — Skáldsaga eftir Hugrúnu. — Leiftur 1961. að er stærsti kostur Hugrún- ar sem rithöfundar, að hún veit livað hún vill og gengur hreint til verks. Hún ætlar sögum sínum ákveðið hlutverk, og því er ekki að leyna að til- gangurinn ber stundum hina j|agan Fanney á Furuvöllum hefir öll sömu einkenni og fyrri skáldsögur Hugrúnar. Frásagnargleðin er mikil, at- burðarás lifandi og stundum hröð, en samt er það boðskap- urinn, sem yfirskyggir allt. Að- alsögupersónan er að sjálfsögðu Fanney, stórbrotin til geðs og gerðar, en sönn og mannleg. En Konráð hreppstjóri, innrj bar- átta hans og hugarfarsbreyting, FANNEY Á FURUVðLLUM ytri fágun sagnanna ofurliði. En frásagnargleðin er rik, og Hugrún hefir næmt auga fyrir því sem gerist í kringum hana. Sögur hennar eru þættir úr mannlífinu eins og það gengur og gerist, sögupersónur hennar venjulegt fólk, sem víða er hægt að hitta í veruleikanum. Það eru vandamál þessa venjulega fólks, sem Hugrún tekur til meðferðar, og hún fer aldrei dult með hvað það er, sem vandamálin leysir helzt og bezt. Hinn kristni boðskapur er alltaf grunntónninn í sögum hennar, hitt allt fléttað utan um til að undirstrika enn betur mikil- vægi grunntónsins. er þó það, sem mestu máli skipt- ir. Með því vill höfundur sýna, hverju sönn og einlæg trú getur komið til leiðar. Sagan er mjög bjartsýn, sumum mundi finnast hún ó- eðlilega bjartsýn, og að allt færi óeðlilega vel. En þetta á einmitt að túlka það, sem fyrir höfundi vakir: Þar sem kristindómurinn fær að komast að, fær allt góða losun og góðan endi. Þessi saga verður áreiðanlega allmikið lesin, enda er fjör og spenna í frásögn. Og ef sagan kemur fólki til að hugsa um „mál málanna", þá er tilgangi höfundar náð. Krlstján Róbertsson. Tvær ísl. skáldsögur. Leiftur er orðið eitt afkasta- mesta bókaforlag landsins, gef- ur út fjölda barnabóka, þýddra skáldrita og kynnir á hverju ári eitt eða fleiri íslenzk sögu- og ljóðskáld. Verður hér minnst á 3 íslenzkar skáldsögur og eina erlenda, sem Leiftur hefir ný- verið sent á markaðinn. Svörtu dagar vikunnar eftir Ásgeir Jónsson er af öðrum toga og, að ég held, fyrsta bóksaga höfundar. Hún er eng- in sparisaga eða sunnudags- ganga, heldur, eins og nafnið bendir til, saga rúmhelginnar, hins daglega starfs, líf á ýms- um vinnustöðvum, sjúkrahús- um, strætisvögnum, kyggnzt inn í starf lækna, lögfræðinga, og lýkur sögunni með ástar- kafla. Þetta er forvitnileg saga á ýmsan hátt, hversdagsleiki hennar alls ekki leiðinlegur. Heimsókn er frsta bók Ólafar Jónsdóttur, húsmóður í Reykjavík, sem áð- ur hefir birt sögur og ljóð í blöðum og tímaritum og verið flutt í útvarpinu. Bókin er safn af ævintýrum, endurminning- um, sögum og ljóðum. Það er mjög þokkalegur frágangur á því, sem Ólöf lætur frá sér fara, og sögur hennar og ævin- týri hafa náð talsverðum vin- sældum, enda ýmislegt í þeim minnisstætt. D. Afsakið fr'öken, má ég hafa þá ánægju að ^úlla yður heimf

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.