Vísir - 30.12.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 30.12.1961, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. desember 1961 V I S I R 5 Hvað gerist á árinu 1962? Fyrir nokkrum dög- um náðum við í stjörnu- spámanninn Skúla Skúlason (Þór Baldurs) og fórum þess á leit við hann að hann segði les- endum Vísis nokkuð frá því, sem hann telur muni verða mestu við- burði á árinu 1962. — Skúli varð vel við beiðn- inni og skýrði frá ýms- um merkilegum viðburð- um, sem hann telur mum ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ taka verkamanna og vinnu- veitenda. Þetta kort gildir til vorjafndægra þann 21. marz 1962. Hins vegar bend- ir .það til mjög hagstæðra frumvarpa og laga í Alþingi, sem allir aðilar munu hljóta gott af. Á þessu tímabili verða tímamót hvað við- skipti og tengsl okkar við vinvéittar erlendar þjóðir áhrærir. Eg dreg þessa á- lyktun af stöðu Úranusar í ellefta húsi í hagstæðum afstöðum við sól og mána. í þessu tilfelli merkir Úranus breytingar, ellefta hús tákn- ar hér þingið og erlenda bendir til góðra tekna úr greipum ægis. Kortið yfir vorjafndægri þ. e. 21. marz gildir til sum- arsólhvarfa þann 21. júní. Þetta kort er ekki jafn frið- sælt á að líta eins og kortið næst á undan, enda bæjar- stjórnarkosningar framund- an. Hér eru fleiri plánetur, sem styðja sólina heldur en mánann, þannig að sam- kvæmt því ættu hægri flokk- arnir að halda sínu og jafn- vel að bæta sig. Hér er sólin í þriðja húsi, sem bendir til mikilla ferðalaga æðsta eða æðstu embættismanna þjóð- Islenzk stjörnuspá um innlenda og erlenda viðburöi. gerast a annu sem nu fer í hönd. ViÖ höfum ekki fleiri orð um það, en gaman verÖur aÖ sjá hve sannspár þessi mesti stjörnuspámaður okkar reynist vera. Hvað geturðu sagt okkur helzt úm árið 1962? Hvað um vinnufrið, aflabrögð og þar fram eftir götunum? Kortið fyrir vetrarsól- hvörfin 22. des. 1961 bendir ekki til neinna sérstakra á- vini, en sólin táknar stjórn- arvöldin ' og máninn alþýð- una. Plútó í ellefta' húsi er tákn þáttaskila í viðskipt- um við vinveittar þjóðir. Það getur auðvitað sérhver getið sér til um hvað hér er átt við, það mál, sem efst er á baugi um þessar mundir er Efnahagsbandalag Evrópu og er gott til þess að vita að það skuli fæðast undir hagstæð- um afstöðum. Það spáir góðu um áframhaldið. Neptúnus í góðum afstöðum í öðru húsi arinnar, sem einnig felur í sér ferðalag til útlanda. Þetta kort bendir einnig til vandræða trúarlegs eðlis eða í sambandi við hinar ýmsu kirkjudeildir, jafnvel málshöfðanir. Satúrnus í öðru húsi bendir til þungra útgjalda ríkissjóðs. Þriðja kort arsins fynr 21. júní 1962 gildir til 21. sept- ember. Þetta kort lofar gjöfulum ægi þar eð Júpíter er í fiskamerkinu í öðru húsi fjármálanna, almenn- ingi mun verða gótt þar af. Eg mundi því spá góðri síldveiði, ekki síðri en síð- astliðið ár. Þetta tímabil mun samt verða áberandi fyrir dauðsföll háttsettra manna — einnig sakir fregna af slíku frá öðrum löndum. Útiskemmtanalíf er ekki undir hagstæðum áhrifum á þessu tímabili og mörg vandræði munu þar af hljót- ast. Hætt er við að upp komi hneyksli í sambandi við tollinn eða smyglmál. Kortið fyrir 21. septem- ber 1962 gildir til um 21. desember. Það er fjórða og síðasta kort ársins. Eg vildi taka fram sérstaklega að bókaútgáfan er alls ekki undir góðum áhrifum og eg spái mikið minni sölu jóla- bóka heldur en var nú í ár og sagt hafði verið fyrir um í einu af septemberblöðum Fálkans af Astró. Ég mundi því láðleggja mönnum, sem fjalla um slíkt að leggja ekki út í vafasöm fyrirtæki af því taginu. Á hinn bóginn er sólin, tákn valdhafanna, vel sett í tíunda húsi, sem bendir til ánægjulegs tímabils fyrir þá. ★ Hittast hinir stóru á ár- inu — Kennedy og Krúsév? Ég hefi ekki haft tíma til Þór Baldurs stjörnuspámaður. að rannsaka stjörnukort fyr- ir útlönd, en almennt er talið í stjörnufræðiritum að Kennedy fari til Moskvu um mitt árið. Á það hefur verið bent af ýmsum að Rússar séu nú smeykir við uppgang Kínverjanna og þurfi nú að blíðka Bandaríkjamanninn, svipað og þegar Bandaríkja- menn drógu þá undan járn- hæl Þjóðverjanna í styrjöld- inni. Ég hefi meir að segja heyrt því fleygt að Rússar og Bandaríkjamenn verði komnir í mjög náið hernað- arbandalag að svo sem fimm til tíu árum liðnum og þá gegn Kínverjum og gula kynstofninum og þykir margt benda í þessa átt nú þegar. Fræg bandarísk stjörnuspákona segir að á næsta ári eigi sér stað breyt- ingar í Rússlandi, sem séu framar öllum vonum. Falli Krúsévs er spáð og allskonar innanlandserjum. Heldurðu að þeir Kennedy og Krúsév trúi á stjömu- spádóma? Mér er ekki lcunnugt um afstöðu Kennedys. Hins veg- ar er mér kunnugt um að Krúsév hefur í þjónustu sinni stjörnuspámann, að nafni Yuri Yamakkin og hefur sá skrifstofu innan veggja Kreml og er á fullum launum og nýtur verndar þarlendra valdhafa. Hinsveg- ar hefur hann setið mishá- an hest því þegar hann starf- aði í þjónustu Stalins á sín- um tíma þá urðu honum þau mistök á að segja rangt til um viðbrögð Bandaríkja- manna þegar hersveitir Stal- ins óðu inn í Suður-Kóreu. Stalin sendi hann í fangelsi í Síberíu og sagði honum að horfa á sínar stjörnur þar. Þetta breyttist samt allt saman þegar Stalin gekk á fund feðra sinna og nú starf- ar Yuri Yamakkin af fullum krafti fyrir Krúsév. Hitler lét sér ekki nægja að hafa Framh. á 2. síðu. Þökkuin viðskiptin á árinu sem er að liða. Sendum viðskiptavinum okkar um land allt og landsmönnum öllum BEZTU NÝÁRSÓSKIR Þökkum árið, sem er að líða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.