Tölvumál - 01.03.1984, Qupperneq 4

Tölvumál - 01.03.1984, Qupperneq 4
4 - TILLAGA AÐ ÍSLENSKUH STAÐLI FYRIR 7 BITA SAHSKIPTAKÓÐA. Staðalnefnd á vegum Skýrslutæknifélags íslands hóf störf í júlí 1981. Nefndin skipti sér í þrjár undirnefndir strax á örðum fundi. Lyklaborðsnefnd lauk störfum í nóvember 1981. Tillaga nefndarinnar varð síðar, með smávægilegum breytingum, að íslenskum staðli, ÍST 125. 7 bita og 8 bita nefndirnar hófu ekki störf fyrr en í apríl 1983 og þá sem ein nefnd. Fljótlega varð ljóst að erfitt yrði að skila tillögu að 8 bita staðli ef ekki væri til íslenskur staðall um samskipti með 7 bita kóða. Var því ákveðið að leggja allt kapp á að ganga frá tillögu um 7 bita samskiptakóða og vinda sér síðan í átta bitana. Tillagan sem hér liggur fyrir er að mestu byggð á tillögu sem birtist á þessum vettvangi árið 1978. Ástæða þess er augljós, tillagan frá '78 hefur verið það eina sem fyrirtæki og stofnanir hafa getað farið eftir varðandi kóðun íslensku stafanna. Sú hefur einnig orðið raunin á að tillagan hefur verið notuð sem staðall væri. Til viðbótar hefur nefndin tekið mið af ISO staðli 2022 sem út var gefinn í annað sinn árið 1982. ISO 2022 fjallar um aðferðir til að útvíkka táknróf 7 og 8 bita ISO staðla. í tillögunni er skilgreint táknróf G2 en úr því táknrófi má sækja, með sérstöku stýritákni, stök tákn. Þá er í tillögunni kveðið á um röð tákna við flutning breiðra sérhljóða. Tillagan er lögð fram til umsóknar félagsmanna í Skýrslutæknifélagi íslands. Er það von mín að hún fái faglega meðhöndlun og athugasemdum verði komið á framfæri við nefndarmenn. Þeir eru: Frosti Bergsson Helgi 3ónsson Baldur Pálsson Kjartan Bjarnason Bergur Dónsson Arnlaugur Guðmundsson Kristján Ó. Skaqfjörð (91) 24120 Reiknistofnun HI (91) 25088 Sparisjóðurinn í Keflavík (92) 2802 Micrótölvan sf. (91) 83040 Landsvirkjun (91) 86400 Örtölvutækni sf. (91) 11218 Nefndin mun nú væntanlega snúa sér að mjög aðkallandi verkefni, þ.e. tillögu um 8 bita samskiptastaðal. Allir þeir sem eitthvað hafa til málanna að leggja eru hér með vinsamlegast beðnir um að koma hugmyndum og skoðunum sínum á framfæri við stjórn Skýrslutæknifélagsins eða staðalnefndina. Tokum hondum saman um ad utryma svona vitleysu ur prentudu mali a Islandi! Reykjavík 1984-02-27 Arnlaugur Guðmundsson STAÐALL FYRIR 7 BITA SAMSKIPTAKÓÐA 1 INNGANGUR 1.1 Forsendur Staðallinn er í samræmi við IS0 staðal 646, 7-bit coded character set for information processing interchange, 1973- 07-01. Einnig er staðallinn í samræmi við IS0 2022, Information processing - IS0 7-bit and 8-bit coded character sets - Code extension techniques, 1982-12-15. Staðallinn er enn fremur í samræmi við ÍST 125, LYKLAB0RÐ, 1982-09-15.

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.