Tölvumál - 01.03.1984, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.03.1984, Blaðsíða 8
8 3.1 Skýringar Breytingar frá ISO 646, TABLE 2 - International reference version, eru þessar: Sati Tákn 1/9 Stýritákn EM, SS2 er leyft (*1) 2/4 $ (dollar) 4/0 Ð 5/11 Þ 5/12 ” (broddur yfir sérhljóða) (*2) 5/13 Æ 5/14 Ö 6/0 ð 7/11 þ 7/12 ' (broddur yfir sérhljóða) (*2) 7/13 æ 7/14 ö (*1) Stýritáknið SS2, Single Shift 2, má samkvæmt ISO 2022 nota til þess að ná í eitt tákn, samkvæmt eftirfylgjandi kóða, úr táknrófi G2. (*2) Sé nauðsynlegt að gera greinarmun á broddum yfir stórum og litlum sérhljóðum ber að nota 5/12 yfir stóran sérhljóða og 7/12 yfir lítinn. 3.2 Notkunarsvið Staðallinn kveður á um hvernig sérhvert tákn skuli kóðað í sendingu. Staðallinn leyfir tvær aðferðir við að kóða breiðan sérhljóða Aðferð 1 byggist á samsetningu tveggja tákna úr grunntáknrófi GO, skv. ISO 646. Athuga ber að skv. ÍST 125 eru 5/12 og 7/12 "dauð tákn", þ.e. táknin færa ekki staðsetninguna á forminu. Aðferð 2 byggist hins vegar á notkun táknrófs G2. Þá er náð í viðkomandi breiðan sérhljóða í úr táknrófi G2.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.