Tölvumál - 01.03.1984, Page 8
8
3.1 Skýringar
Breytingar frá ISO 646, TABLE 2 - International reference
version, eru þessar:
Sati Tákn
1/9 Stýritákn EM, SS2 er leyft (*1)
2/4 $ (dollar)
4/0 Ð
5/11 Þ
5/12 ” (broddur yfir sérhljóða) (*2)
5/13 Æ
5/14 Ö
6/0 ð
7/11 þ
7/12 ' (broddur yfir sérhljóða) (*2)
7/13 æ
7/14 ö
(*1) Stýritáknið SS2, Single Shift 2, má samkvæmt ISO 2022 nota
til þess að ná í eitt tákn, samkvæmt eftirfylgjandi kóða, úr
táknrófi G2.
(*2) Sé nauðsynlegt að gera greinarmun á broddum yfir stórum og
litlum sérhljóðum ber að nota 5/12 yfir stóran sérhljóða og
7/12 yfir lítinn.
3.2 Notkunarsvið
Staðallinn kveður á um hvernig sérhvert tákn skuli kóðað í
sendingu.
Staðallinn leyfir tvær aðferðir við að kóða breiðan sérhljóða
Aðferð 1 byggist á samsetningu tveggja tákna úr grunntáknrófi
GO, skv. ISO 646. Athuga ber að skv. ÍST 125 eru 5/12 og 7/12
"dauð tákn", þ.e. táknin færa ekki staðsetninguna á forminu.
Aðferð 2 byggist hins vegar á notkun táknrófs G2. Þá er náð í
viðkomandi breiðan sérhljóða í úr táknrófi G2.