Tölvumál - 01.03.1984, Side 11

Tölvumál - 01.03.1984, Side 11
rAðstefnan tækni og jafnrétti Ráðstefnan "Ahrif tæknibreytinga á atvinnulifió með tilliti til jafnréttis kynjanna",sem Skýrslutaaknifélagið og Jafnréttisráð héldu 17. febrúar s.l. tókst mjög vél og sóttu hana 70 manns. Formaður Jafnréttisráðs, Guðriður Þorsteinsdóttir, setti ráðstefn- una. Þvi næst flutti Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, ávarp. Fram kom i máli ráðherra, að s.l. haust hefði hann, sem félagsmálaráðherra, skipað starfshóp til að framkvæma könnun á áhrifum nýrrar tækni á íslenska atvinnuvegi í næstu framtið. En kjarni vandamálsins sagói ráðherra vera, að næstu 20 árin mundu mannaflinn á vinnumarkaðinum aukast um 30.000 manns, og ljóst væri að atvinnugreinar, s.s. landbúnaóur gætu ekki tekið á móti þessu vinnuafli og i öórum greinum mætti búast við að ný tækni leiddi til fækkunar starfsfólks. Stjórnvöld yrðu þvi að gera ráðstefanir til að mæta þessum vanda. Leggja þyrfti höfuóáherslu á góða undirstöðumenntun, þ.e. móóurmálskennslu, stærðfræói og ensku. Auk þess mikla og almenna tæknimenntun. Hér mættu konur ekki láta sitt eftir liggja, heldur halda áfram að bæta menntun sína og þjálfun, þannig að þær verði jafnvel settar hvað það varóar og karlmenn. Aó loknu erindi félagsmálaráóherra voru flutt þrjú framsöguerindi. Lilja Ólafsdóttir sýndi með linuritun, að á siðustu árum hafi 80% framleiðniaukning orðið i iðnaði almennt, á meðan starfs- mönnun fjölgaði um 6%. Hinsvegar hefði framleiðniaukning aðeins orðið 4% i þjónustu og skrifstofugreinum, á meðan starfsmanna- aukning var 45%. Lilja sagði aó öll ársverk á Islandi árið 1981 hafi verió 106.289, þar af 37,4% kvenna og 62,6% karla. öll ársverk i þjónustugreinum voru 55.772, þar af kvenna 46,8%, en karla 53,2%. En af öllum ársverkum kvenna voru 65,7% i þjón- ustugreinum, en 44,6% karla. Lilja benti á, að það yrði einmitt i störfum kvenna, sem tæknivæðingin yrði mest, þvi yrói það væntanlega þar, sem störfum muni fækka. Jakob Sigurósson benti á, aó nauðsynlegt væri að taka upp, nú þegar, umræður um stefnumörkun, bæði stjórnvalda og einstakra fyrirtækja um hvernig mæta skuli þessari nýju tækni. Sagói Jakob að i lok þessa áratugar, mundu fyrirtæki hér á lanöi nota vélmenni við ýmis störf. Hrafnhildur Sigurðardóttir sagói, að bankamenn hefðu unnið að undirbúningi til aó mæta aukinni tækni- væóingu og reyndu eftir mætti að vernda hlut starfsmanna. Arið 1983 hafi konur verið 68% þeirra, er starfa i bönkum og næstum helmingur þeirra er undir þritugu. Menntun kvenmanna er mun minni en menntun karlanna og sú staðreynd hluti að vekja ugg, um framtið kvennanna, þegar tölvuvæðingin væri annars vegar. Að loknum framsögúerindum geröi Gylfi Kristinsson grein fyrir athugum starfshóps þess, sem kannar áhrif tölvuvæðingarinnar á atvinnulifið. Hefur hópurinn unnið að gagnaöflun frá mörgum löndum og ýmsum alþjóðastofnunum. Að sögn Gylfa eru erlendir fræðimenn i ýmsum atrióum sammála um áhrif tækniþróunarinnar. Flestir séu t.d. sammála um að hagnýting hinnar nýju tækni geti leitt til minnkandi atvinnu um skeið i hlutaðeigandi grein, en að vandamálin á vinnumarkaðinum verói illleysanlegri ef notkun tækn- innar veróur hindruð á einhvern hátt. Flestir virðist einnig sammála þvi, að menntun mannaflans hafi áhrif á hvort og hvenær atvinnugreinarnar taki nýja tækni i þjónustu sina. Þá kynntu full trúar alla stjórnmálaflokkanna stefnu flokka sinna um hvernig skul bregðast vió tækniáhrifum og sama gerðu fulltrúar VSl og ASl. Ráðstefnunni lauk með almennum umræðum og tóku margir til máls. Var Skýrslutæknifélaginu og Jafnréttisráði færóar þakkir fyrir það fr\imkvæði aó halda þessa ráðstefnu o$ á þann hátt stuðla að umræðu um þessi mál i þjóðfélaginu. HH/KÞ

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.