Vísir - 02.01.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 02.01.1962, Blaðsíða 2
2 V t S I R Þriðjudagur 2. janúar 1962 Eigum við að íáta íslendinga vestra hverfa í alftjóðahafið? > > y. Avarp Asgeirs Asgeirs- sonar forseta i gær. Forseti íslands, hcrra Ás-'tvírætt vel ættaðir, en það geir Ásgcirsson flutti að venju hrekkur þeim skammt, sem áramótaávarp í útvarp frá gerast ættlerar. Bcssastöðum á nýársdag, og fcr( Á ferðum okkar um Norður- það hér á eftir dálítið stytt. | lönd áttum við hjónin kost á Góðir íslendingar, nær og fjær! Enn höfum vér lifað ein sól- hvörf, leggjum gamla árið við liðna tíð, og byrjum nýtt ár í Guðs nafni, vongóðir og fullir eftirvæntingar. Á þessum tíma- mótum þökkum við hjónin gamla áríð innilega, og óskum yður, hverjum einstökum og þjóðinni í heild, hjartanlega gleðilegs nýárs, friðar og far- sældar á komandi tímum. Ekki verður annað sagt en gamla árið hafi verið gott og farsælt til lands og sjávar. Þó er alltaf héraðsmunur á veður- fari í þessu landi. Og togara- aflinn brást. En allt verður það rakið betur og rætt annars stað- ar nú um áramótin. Ég læt þó ekki hjá líða að minnast þess, að á nýliðnu ári má telja að úr- slit hafi orðið í handritamálinu, þó bið verði á afgreiðslu þess. Hinar miklu gersemar íslenzkr- ar menningar, þau handrit, sem geymzt hafa í Danmörku, verða afhent íslendingum. Það verð- ur fagnaðarstund, þegar að því kemur. Og það skulum vér muna vel og meta, að þá eru jafnframt leyst þau ágreinings- mál Danmerkur og íslands, sem fólust í sjálfstæðisbaráttunni. Dönum hefur farist vel, og ber þess að minnast með þakklæti og virðingu. Handritin eru hið ytra tákn íslenzkrar bókmenningar. Ég hygg að íslendingar séu mest metnir meðal erlendra þjóða fyrir bókmenning og fornt stjórnskipulag. Edda, Saga og Alþingi eru þau íslenzk orð, sem flestir kannast við — auk Geysis og Heklu. Öðru máli gegnir að vísu um þá fáu, sem þekkja vora íslenzku samtíð af sjón og raun. Menning nú- tímans í listum og atvinnulífi nýtur álits í þröngum hóp er- lendra manna. En það hygg ég, að vér munum um langan ald- ur eiga orstír vorn meðal er- lendra þjóða mest undir bók- menntum og stjórnarfari enda er. nú betur fylgzt með en áð- ur vegna aukinna viðskipta og samstarfs þjóða á milli. Það eru gerðar háar kröfur til þjóðar, sem hefur auglýst það fyrir umheiminum, að hún eigi elzta þing, sem enn er við líði, ekki sízt nú á þessum síðustu tímum, þegar svo margt gengur af göflunum meðal nýfrjálsra smáþjóða. íslendingar eru ó- stoltir af því, að geta rakið ætt sína til íslands, og varðveittu þær minjar. í Osló hittum við myndar- íegan mann, í virðingarstöðu, jsem sagði okkur, að hann væri kominn af Gísla Jónssyni, hálfbróður Jóns sýslumanns Espólm. Hann gaf mér niðja- tal Gísla, skráð á heljarmikla örk. Á þeim ættstofni var geysi- eingöngu, og enginn árekstur á milli hins erlenda þegnréttar jog hins íslenzka arfs eins og ' þegar má sjá í kvæðum og ræðum Stefáns G. Stefánsson- ar. Þeir eru ekki týndir ís- landi heldur, og mikils um !vert að vér réttum þeim vinar- hönd yfir hafið. Handtak þeirra er sterkt, svipurinn hýr, og séð hef ég tár glitra í auga, eins og dögg af himni, — gleðitár. — Það er fjöldi íslendinga og af- komenda þeirra út um heim all- jan, sem varðveitir í hjarta sínu dýrmætar endurminningar sín- ar eigin eða frásögur afa og ömmu, og sjá í hyllingum Fjall- konuna út við sjóndeildarhring í átt sólaruppkomu, hádegis- staðar eða sólarlags. Þegar vesturfarir hófust fyr- ir rúmlega áttatíu árum voru íbúar landsins tæplega sjötíu þúsund. Nú eru íslendingar bú- settir í heimalandinu um eitt hundrað og sjötíu þúsund. Það má sennilega áætla, að erlendis búi nærfellt sextíu þúsund manns af íslenzkum ættum. Þetta er allmikil viðkoma, og hvað verður um næstu aldamót, sem óðum nálgast? Eigum vér sem heima sitjum að láta þetta fólk hverfa í alþjóða úthafið, eða eigum vér að gera oss far um að styrkja bróðurböndin, og rétta þeim hönd, sem fúsir vilja rétta hönd á móti? Ég hygg að svarið verði á eina leið hjá allflestum. Ég mun ekki ræða 1 þessu stutta ávarpi einstök atriði um framkvæmd slíkrar starfsemi. Þar er við mikla og góða reynslu annarra Norðurlanda- þjóða að styðjast. Vafalaust má um skráningu íslendinga er- lendis styðjast við Þ.jóðskrárd. Hagstofunnar, og frjáls samtök áhugamanna gætu unpið mikið og gott starf. Og engin ofætlun er það, að halda á Þingvöllum á tilteknum fresti hátíð fyrir þá, sem heimsækja land og þjóð feðra sinna og forfeðra. Vér íslendingar erum fá- menn þjóð og þurfum að stækka, bæði að mannfjölda og manngildi. Það er einkum manngildið, sem gefur og trygg- ir smáþjóðum tilverurétt. — Horfnar kynslóðir búa enn í landinu á bókfelli og á máli, sem hefur varðveitzt. Komandi kynslóðir eru nálægar í fram- tíðardraumum þjóðarinnar. Og allir íslendingar, hvar sem þeir búa á jörðinni, eru boðnir og hjartanlega velkomnir til þátttöku í þjóðlífi líðandi stund- ar. Góðir íslendingar! Að svo mæltu endurtek ég beztu ný- ársóskir, og árna þjóðinni árs og friðar. Best að auglýsa í ðSI að hitta ótrúlega marga íslend- inga, sem setzt hafa þar að, og þeirra afkomendur. Þó tvær 1 aldir væru liðnar frá brott- I flutningi ættföðurins, þá leit- uðu ýmsir gamalla kynna á okkar fund. í Kaupmannahöfn hafði ég til fylgdar einn kon- ungsstallara. Hann hét Asger að fornafni, og taldi langömmu sína hafa verið af íslenzkum ættum. „Þér eruð þó ekki kom- inn af síra Ásgeiri á Stað í Steingrímsfirði?" spurði ég út í bláinn. Hann sótti ættartölu, sem afi hans hafði látið gera, og það stóð heima, þarna var síra Ásgeir Jónsson á sínum stað. Hann sagði mér, að í raun- inni hafi þessi ættartafla verið gerð til að koma afa sínum í ætt við dönsku konungsfjöl- skylduna, en slíkt er oft ein- göngu fært um íslenzkar heim- ildir. Þess vegna, meðal ann- ars, voru íslenzk handrit eftir- sótt fyrr á tímum. Annar „danskur íslendingur" sagði mér, að þrátt fyrir illan kurr, sem oft hafi gerzt milli Dana og íslendinga, þá væru flestir ! mikið og þétt lim, og margt ! þjóðkunnra manna í Noregi. Ég jnefni þessi atriði sem dæmi. íslendingar erlendis og af- komendur þeirra eru mér sér- staklega hugstæðir nú' eftir ferð okkar í haust þvert um Canada, frá Quebec til Vancou- ver. Þar birtust tugir og hundr- uð íslendinga hvar sem numið var staðar. Það er talið líklegt að í Canada búi um fjörutíu þúsundir manna af íslenzkum stofni. Það trúa því víst fáir, sem ekki hafa kynnzt því af eigin raun, hvað íslendingur- inn er ríkur í þessu fólki, jafn- vel þeim sem eingöngu mæla á enska tungu. Það er rangt að segja um þá, að þeir hafi „týnt“ íslenzkunni. Þriðji og fjórði ættliðurinn er oftast alinn upp á ensku. Skólinn, félagarnir, starfsbræður, blöð og bækur, allt er enskt, og Vestur-íslend- ingar sjálfir kanadiskir eða j bandarískir borgarar. En þar fyrir lifir ótrúlega mikið af ís- ' lenzkri menning og ræktar- jsemi í þessu fólki, hvort sem I það talar íslenzku eða ensku Crescent handverkfærin fáið þér í næstu járnvöruverzlun. CRESCENT verkfærin eru þekkt fyrir gæðL CRESCENlTgOLS Umboðsmenn G. HELGASON & MELSTED H.F. | Rauðarárstíg 1. Sími 11644. Afgreiðslustúlka óskast strax. — Sveinabakarí, Bræðraborgarstíg 1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.