Vísir - 02.01.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 02.01.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. Þriðjudagur 2. janúar 1962^,— 1. ibl. Sprengja veldur afvarlegu slysi. Á gamlársdag varð allalvar- legt slys á 9 ára dreng hér í Reykjavík, sem orsakaðist af sprengju. Drengurinn, sem slasaðist, heitir Kjartan Kristjánsson, 9 ára að aldri og til heimilis að Heiðargerði 89. Kjartan var fyrir utan húsið hjá sér í leik með fleiri krökk- um. Voru krakkarnir m. a. með startbyssuskot, sem límt var yfir með bréfi og síðan kveikt í. Verður af þessu mikill hvell- ur og hafa krakkar gaman af. Ekki er með öllu upplýst, hvern- ig slysið varð, en þó talið að Kjartan litli hafi tekið upp skot- ið, þegar honum þótti seinka að kviknaði í því, en þá sprákk það skyndilega og patrónan rauk upp í auga drengsins og varð af mikið sár. Drengurinn komst heim til sín og var strax náð í lækni og drengurinn fluttur í Landakots- spiíala, þar i$em gerð var á drengnum ein mesta skurðað- gerð sinnar tegundar, sem hér hefur verið framkvæmd. Ekki verður neitt fullyrt um það ennþá, hvort drengurinn heldur sjón á auganu eða ekki. Talið er, að næstu tíu dagar skeri úr um það. En í morgun leið drengnum eftir öllum von- um, hafði sofið í nótt og var orðinn hitalaus. Þing iíatanga kem- ur saman á morgun Tsjombe hefur algerlega hafn- að uppástungu Kasavúbú for- seta um, að Katanga-þing komi saman í Kamina-herbúðunum, vegna öruggis þingmanna, sem eru andstæðingar hans. Vegna framangreindrar af- stöðu Tsjombe er ekki annað vitað, eins og stendur, en að Katanga-þing komi saman í El- isabethville á morgun, miðviku- dag, eins og Tjsombe hafði áð- ur boðað. Fréttaritarar segja, að svo virðist, sem Tsjombe hafi snúið hér á Kasavúbú og Adoula og haldi nú fram rétti Katanga sem sjálfstæðs rikis til ákvörðunar í ofangreindu efni. Brezka stjórnin hefur komið áleiðis til stjórnar Mið-Afríku- sambandsins brezka og Rhodes- íu, uppástungu U. Thants fram- kvæmdastj. S.Þ. um að þær hafi eftirlitsmenn á landamærum Rhodesiu til að gæta þess, að ekki verði smyglað vopnum inn í Katanga. Það var stór og fallegur strákur, sem vann kapp- hlaupið um titilinn fyrsta barn ársins 1962, á fœðingar- deitd Landsspítalans. Þegar Ijósmyndarinn mœtti á nýárs dag til að mynda hnokkann og móðurina, fannst drengn- um lítið um tilstandið. Hann var lagður í fang móðurinn- ar, og þegar Ijósmyndarinn myndaði sig til að smella af, lét hann sig hafa það að geispa framan i myndavélina. Móð- irin, Þurxður Sigurjónsdóttir á Bjargi í Mosfellssveit, fert- ug eiginkona Sveins Guð- mundssonar garðyrkju- manns, var afaránægð með soninn, sem er fimmta barn þeirra hjóna. En hún sagði, að það væri þýðingarlítið að tala við sig, hún vœri ekki búin að ná sér eftir fœðing- una, sem annars gekk vel. ö° En henni þótti gaman, að I; strákurinn skyldi verða á !| undan öðrum börnum þarna I' á deildinni. Strákurinn var I* 4200 grömm að þyngd og 53 I* cm á hæð, samkvæmt opin- berum mœlingum. Það var ’• eklci fyrr en nokkru síðar um daginn, að fyrsta barnið ;• á fœðingardeildinni á Eiríks- götu kom í heiminn. J. (Ljósm. Vísis. I. M.) ■.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.- Salazar hélt velli. Stjórn Portúgals tilkynnir, að allt sé með kyrrum kjörum landinu eftir að byltingartil- raun var bæld niður í landinu gærmorgun. Lausafregnir frá Sjómaður týndur og lítil telpa ferst af slysförum. Daginn fyrir gamlársdag bár- ust þær fregnir frá hafnarborg- inni Bremerhaven, að þar hefði ungur sjómaður af togaranum Frey horfið sporlaust. Til hans liefur ekki spurzt síðan. Maður þessi heitir Hilmar Guðmanns- son. Á gamlársdag vildi það sviplega slys til vestur á ísa- firði, að 10 ára telpa fórst af slysförum. Sjómannsins af togaranum Frey var saknað aðfaranótt 27. desember. Leit hefur verið hald- ið uppi síðan að hinum týnda manni, í Bremerhavan og víð- ar, en árangurslaust. Hilmar i-nðmannsson var aðeins 23 ára að aldri. Var hann búinn að vera á Frey um nokkurt skerð, byrjaði sem háseti, en nú síðast var hann smyrjari í vélarrúmi skipsins. Hilmar lætur eftir sig konu, Ásthildi Sigurgeirsdóttur, og tvö ung börn. Þau bjuggu í stóra, tvílyfta bragganum Mela- húsi við Hjarðarhaga, hér í bæn- um. Óttast er, að Hilmar hafi farizt á einhvern hátt. Hið sorglega slys á ísafirði varð þar í bænum um klukkan 2 á gamlársdag. Snjóföl var þar í bænum og sleipt á götunum. Voru börn allvíða að leik á sleðum sínum. Á Urðarvegi var I gott sleðafæri og þar var með j ,,magasleða“ sinn Anna María ! Friðriksdóttir, Hlíðarvegi 5. Hafði hún brunað niður Urðar- veginn á sleðanum, niður á Hlíðaveg, missti vald á sleðan- um, sem rakst á ljósastaur. Virð- ist sem Anna litla hafi við það fallið af sleðanum og orðið fyrir framhorni hans, því meiður sleðans gekk á hol. Lézt litla telpan um það leyti, sem komið var með hana í sjúkrahús bæj- arins. Anna María var dóttir Frið- riks Bjarnasonar málarameist- ara, Hlíðavegi 5 á ísafirði. landinu hernia þó að mikil ólga sé undir niðri og sé öryggislið hvarvetna á verði. Stjórnin hefir m. a. Iátið hætta við fjöldagöngu sem fara átti fram til embættisbústaðar Salazars forsætisráðherra, enda mun hún óttast, að slíkt geti valdið æsingum. Þriggja klst. bardagi. Allar fréttir um byltingar- j tilraunina eru frá stjórninni komnar. Samkvæmt þeim voru það fjörutíu manns, flest- ir úr borgarastétt, sem bylting- una gerðu undir forustu tveggja liðsforingja. Fóru þeir í bifreiðum frá Lissabon til herbúðanna í Beja um 180 km. suður af Lissabon. Voru þeir vopnaðir vélbyssum og skamm- byssum. Þeir munu hafa náð skála liðsforingja á sitt vald í bili, en einhverjum þar tókst að komast burt og gera aðvart, Frh. á bls. 12. Biíðarúður brotnar á rólegu gamlárskvöldí. Þótt bæjarbragur sé talinn hafa verið góður hér í Reykja- vík á gamlárskvöld, og stór- átakalaust voru samt brotnar 4 stórar búðarrúður í „gamlabæn- um“ og lögreglan þurfti að hafa afskipti af töluverðum fjölda unglinga vegna óspekta. Um 100 áramótabrennur í bænum tók- ust mjög vel, sumar mjög tign- arlegar, og margir dauðþreyttir brennustrákar horfðu hreyknir á verk sitt fuðra upp í kyrran, dimman himininn, milli kl. 10.30 og 11. Mikill mannfjöldi var við brennurnar, og gífurleg umferð bíla, sem lögreglan stjórnaði með prýði, þannig að umferðarslys urðu ekki. Framh. á 12. síðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.