Vísir - 02.01.1962, Blaðsíða 6
6
V í S I R
Þriðjudagur 2. janúar 1962
ÚTGEFANDI: BLADAÚTGÁFAN VÍSIR
Ritst|órar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel íhorsteinsson. Fréttastjór-
ar: Sverrir Þórðarson, Porsteinn ó Thorarensen.
' Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27 Auglýsingar
og afgreiðsla. Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er
krónur 45,00 ó mónuði. - T lausasSlu krónur
3,00 eintakið. Slmí 1 1660 (5 (fnur). — Féiag*
prentsmiðjan h.f Steindórsprent h.f. Eddo h.f
Gildir gjaldeyrissjóðir.
AS liðnum áramótum er eðlilegt að menn renni
huganum yfir liðið ár og geri sér grein fyrir því hvað
hefir áunnizt frá síðustu áramótum. Á sviði stjórn-
málanna er mjög um það deilt hverjir sigrar hafi unnizt
og hver árangur hafi orðið af starfi ríkisstjórnar og
stjórnarflokka. Andstöðuflokkarnir hafa sagt kjósend-
um sínum að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við
þau heit, sem hún gaf þjóðinni í öndverðu.
Tveimur dögum fyrir gamlársdag gaf Seðlabank-
inn út fréttatilkynningu, sem sýnir glögglega hver fá-
sinna það er að ætla að neita staðreyndum í efnahags-
málum. Þar var skýrt frá því að nú væri hafin endur-
greiðsla á þeim bráðabirgðalánum, sem tekin voru þeg-
ar viðreisnin var hafin. 86 milljónir króna voru endur-
greiddar til Evrópusjóðsins þann dag sem fyrsta af-
borgun. Þessi lán, að upphæð 12 milljónir dollara, voru
tekin til þess að skapa gjaldeyrisvarasjóði þa, sem sár-
lega skorti þegar stjórnin tók við.
Þá var útlitið í peningamálunum vægast sagt
hörmulegt. Engír varasjóðir en fjöldi óreiðuskulda
bankanna erlendis, sem sífellt jukust. En á skammri
stund hafa veður skipazt í lofti. Svo gjörsamlega hefir
tekizt að rétta við fjárhag landsins, út á við sem inn á
við, að hrein gjaldeyriseign bankanna er nú 393
milljónir króna. Hún var engin þegar stjórnin tók við.
I stað þess að safna skuldum erlendis erum við nú
farnir að greiða skuldir okkar upp. Mánaðarlega hefir
gjaldeyrisstaðan batnað síðan stjórnin tók við.
Því eru takmörk sett hve stjórnarandstaðan fær
lengi blekkt kjósendur sína og talið þeim trú um að
núverandi stjórn hafi haldið báglega á málum lands-
manna. Gegn beinhörðum tölum duga ekki slagorð.
Gjaldeyrisforði upp á tæpar 400 milljónir er stað-
reynd sem ekki verður véfengd.
Læknadeilan.
Því hefir verið almennt fagnað að læknadeilan hefir
nú verið leyst til bráðabirgða. Um áramótin var gildis-
tími bráðabirgðalaganna á enda og var því mikið í
húfi að samkomulag næðist, áður en til algjörra samn-
ingsslita með læknum og Sjúkrasamlaginu kæmi.
Það samkomulag, sem nú hefir í bili verið gert
felur í sér nokkrar hækkanir gjalda til sérfræðinga og
einnig til heimilislækna fyrir vitjun og viðtal. Munu
flestir telja, að þær hækkanir séu sanngjarnar, enda
munu þær ekki valda hækkun iðgjalda, sem neinu
nemur.
En hér hefir aðeins verið stigið fyrsta sporið. Eftir
er að semja um frambúðarlausn deilunnar. Er þess að
vænta að sá samvinnuandi sem þegar hefir komið í
ljós muni reynast nægur til fullnaðarlausnar deilunnar.
sambúð við svarta
Virðist nú augljóst, að
vikuna sem liðin er síðan
ambassdornum var vikið
heim, hefir verið reynt að
ná einhverju samkomulagi
bak við tjöldin, og þá senni-
legast að undirlagi sovét-
stjórnarinnar, sem að dómi
erlendra blaða beið mikinn
álitshnekki við brottvísan
ambassadorsins.
Átti aS vera
stökkbretti.
Það kemur fram í erlend-
um blöðum, að ætlan sovét-
stjórnarinnar hafi verið að
gera Guineu að einskonar
stökkbretti til mikillar áróð-
urs- og útþenslusóknar, sem
heyja skyldi til þess að
gera Afríku alla kommún-
istiska, en sovétstjórninni
þótti Sekou Toure líkleg-
astur fyrir þrem árum til
þess að verða henni þægur
leppur.
Sekou Toure er 38 ára,
gáfaður maður, hefir reynzt
einaðari og ákveðnari en
búizt var við í Moskvu.
Kom það í ljós er óánægjan
Solod.
Fréttir frá Moskvu herma,
að Sekou Toure forseti Vest-
ur-AfríkuIandsins Guinea,,
sem er fyrrverandi frönsk
nýlenda og fékk sjálfstæði
fyrir þrem árum, hafi boðið
Anastas Mikojan, fyrsta
varaforsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, í heimsókn upp úr
áramótunum, og Mikojan
þekkzt boðið, sem sé fram
komið til að bæta samstarf
Sovétríkjanna 0,3 Guinea.
Sendiherra
rekinn.
Að undanförnu hefir lítið
sem ekkert heyrzt frá
Moskvu um sambúðina og
samstarfið við Guineu, en
ekki er nema vika liðin síð-.
an er Sekou Toure vísaði
ambassador Sovétríkjanna í
Conakry, höfuðborg Guinea
úr landi, og sakaði hann um
að hafa staðið að ráðabruggi
um að steypa stjórn lands-
ins.
Sekou Toure.
tók að magnast í Guineu yf-
ir framkomu sovézkra
tæknifræðinga, og voru sum-
ir, sem unnið höfðu í dem-
antanámum landsins, sendir
heim við lítinn orðstír.
Nýlega kom Sekou Toure
heim til Conakry fjórum
dögum á undan áætlun úr
ferðalagi á landsbyggðinni,
og sakaði þá erlend ríki um
að hafa staðið á bak við
samsæri stúdenta og mennta
manna, sem ætluðu að
steypa honum og stjórn'
hans. Sakaði Sekou Toure
þá Daniel S. Solod am-!
basador Sovétrikjanna um!
að hafa staðið á bak við ogl
vísaði honum úr landi. >
■
■
Rússum sárnar. !
Kom þetta sem reiðarslag!
yfir sovétstjórnina — og!
sveið enn meira undan,!
vegna þess að ekki var hrófl-I
að við meðbiðlum sovét-!
Anastas Mikoyan. I
■
■
manna um hylli blakkra!
þjóða — kínverskum komm-I
únistum. Talið er oð sovét-I
stjórnin hafi sent alls 5001
„agenta“ í gervi „tækni-I
fræðinga“ til Gione og áttu!
þeir að vielja úr 3 miljónum!
landsmaiwia, menn líklega!
til áróðursstarfa í öðrum!
löndum Afríku. !
Ambassadorinn hafði áður»
B
starfað í Egyptalandi og er«
talið, að Nasser forseti hafi»
getað gefið Sekou Toure •
mikilvægar bendingar um ■
starfsaðfferðir hans, en í ■
Egyptalandi sem víðar, var"
kommúnistum fagnað fyrst í*
stað, en menn löngu búnir ■
að átta sig á, hvað fyrir ■
þeim vakir. >
Uppdráttur er sýnir legu
Guineu.
'.V.V.V.’AV.V.V.V.V.V.V.
'I^- Burnett biskup í Bloem-
'I ifontain, Suður-Afríku, varð
'I fyrir árás nýl. um hábjart-
'J an dag. Réðust tveir menn
'I á hann í Grahamstown og
stungu hann rýtingum, en
særðu hann ekki lífshættu-
lega. — Biskupinn er Afrík-
ani og kunnur sem mikill
baráttumaður gegn kyn-
þáttakúgunarstefnu stjórn-
arinnar.