Vísir - 03.01.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 03.01.1962, Blaðsíða 6
6 V t S I R Miðvikudagur 3. janúar 1962 é UTGEFANDI: BLAOAUTGAFAN VI5IR Rltstjóran Hersteinn Pálsson, Gunnar G Schram. Aðstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinsson Fróttastjór an Sverrir Þórðarson, Þorsteinn ó Thorarensen Ritstjórnarskrifstotur: Laugavegi 27 Auglýsingar og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er krónur 45,00 a mánuði - f lausasölu <rónur 3,00 eintakið Sími 1 1660 (5 llnur). - Félags prentsmiðjon h.f Steindórsprent h.f. Eddo h.f Þorskveiðar — síldveiðar. Um aldir hefir vetrarvertíðin við Suðvesturland einkennzt af þorskgöngum og veiðum. Aflinn hefir svo að segja allur verið þorskur eða skyldur fiskur, og til skamms tíma kom engum manni til hugar, að unnt- mundi vera að halda skipum úti til annarra veiða. Nú virðist sá tími genginn í garð, þegar veiðar af öðru tagi eru ekki aðeins hugsanlegar, heldur og orðinn raun- veruleiki — raunveruleiki, sem getur fært einstakling- um og þjóðarbúi verulegan arð á komandi tímum. Vitað er, að mörgum stórum bátum verður ekki haldið út á þorskveiðar að þessu sinni. Þeim verður ekki lagt, heldur munu þeir verða við síldveiðar hér við suðvesturströndina. Sumir þessarra báta voru einnig á síldveiðum allan veturinn í fyrra, svo sem kunnugt er, og hafa þeir þá stundað þessar veiðar einvörðungu í meira en ár samfleytt. Gera má ráð fyrir, að ef vel gengur í vetur á síld- veiðum, muni enn fleiri kappkosta að stunda þessar veiðar í framtíðinni og getur slíkt verið til góðs, en samt megum við ekki gleyma því, hvert verðmæti er fólgið í þorskinum, þótt ekki komi ems margir á land í hverri för og síldirnar, þegar vel tekst til. Eins og nýtingu síldarinnar er nú háttað, megum við ekki leggja of mikla áherzlu á hana, svo að þorskveiðar verði vanræktar, því að svo mikill er munurinn á því verðmæti, sem skapað er úr þessum fisktegundum. Nýs iðnaðar er þörf. Vetrarsíldveiðarnar skapa algerlega ný viðhorf í útgerðarmálum okkar, en eins og ástatt er, getum við ekki hagnýtt aflann sem skyldi. Síldin er söltuð að nokkru leyti, sumt er fryst, en mjög mikið fer í bræðslu, og fæst minnst verð fyrir þann hluta aflans. Um niðursuðu er vart að ræða, eins og ástatt er, eða niðurlagningu í dósir, en væntanlega verður skjót breyting í því efni, þar sem nú mun mega teljast víst, að nægan síldarafla sé að fá á þessum slóðum mikinn hluta ársins, ef ekki allan ársins hring. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu miklar tekjur Norðmenn hafa af niðursuðu af ýmsu tagi og skyldum iðnaði. Sama máli gegnir raunar um fleiri þjóðir. Slíkur iðnaður byggist að verulegu leyti á síld- veiðum, og ættu Islendingar því að hafa góða aðstöðu að þessu leyti. Vísir hefir oft ritað um þetta atriði á undanförnum árum og bent á það, að okkur vantar slíkan iðnað í sambandi við síldveiðarnar. Væntanlega verður bráð- lega hægt að ræða um slíkan iðnað sem veruleika en ekki einungis óskadraum, en um fram allt verða menn að hafá eitt atriði í huga í sambandi við þetta. Vöru- vöndun verður að vera æðsta boðorðið. Mynd þessi var tekin eftir að lögregluforinginn hafði játað glæpinn. Hann hefur fallíð saman og grætur sem barn. Hneykslismál í dönsku fangelsi. Hörmulegt mál kom upp í Danmörku um jólin. Yfir- lögregluþjónninn ■' einu stærsta vinnufangelsi Dan- merkur við Glostrup viður- kenndi að hann hefði myrt einn fangann á eitri. Tilefni þessa vpðaverks var að fangi þessi hafði náð lögregluþjóninum andlega á sitt vald og notaði þau á- hrif til að kvelja lögreglu- þjóninn og neyða hann til að útvega sér peninga og veita sér mikið frjálsræði í fangelsinu. Blandaði eitri í drykkinn. Fanginn hafði 'm. a. oft neytt lögregluþjóninn til að gefa sér áfengi. Svo var einnig í síðasta skipti sem þeir hittust, að lögi'eglu- þjónninn gaf fanganum dá- lítinn konjaks-sjúss, en not- aði um leið tækifærið og setti blandað-skordýraeitur í drykkinn, og drakk fang- inn þetta. í klær fangans. Lögregluþjónninn gerði ekkert til að fela flöskuna undan skordýraeitrinu og fannst hún hjá honum. Hann neitaði þó fyrst í stað að vera valdur að dauða fangans. Síðar gafst hann þó ræða, heldur skothríð áður Jólamynd Mýja Bíós í ár 2r Ástaskot á ikemmtiferð (Holiday for f.overs). Ekki ;r nóg með ið um eitt íkot sé að er þetta orðin en yfir lýkur. Svo flókið og fullt af alls kyns misskilningi er handritið. að Verdi myndi áreiðanlega ekki standast að semja við það óperu ef hann væri enn á lífi. Fjallar það um sálfræðing frá Boston, sem leyfir dóttur sinni að fara til Suður-Ameríku í orlof. Hún verður ástfangin af Brazilíu allri og sér í lagi ein- um íbúanna, ungum og sér- vitrum listamanni. Foreldrar hennar og systir elta hana þá suður til að forða meiri háttar ósköpum. Frægur arkitekt og náungi úr flu.ghernum flækjast inn i málið og þeytist síðan hópurinn um nokkur lönd og lendir alls staðar í vandræðum. T.engra treysti ég mér ekki til að rekja þráðinn og halda söns- um um leið. Nægja verður að geta þess að myndin endar vel, | sem væntanlega kemur öllum á óvart. Til allrar lukku eru til aðrar heimildir en mynd þessi um íbúa Vesturheims. Ef j svo væri ekki, hlyti maður að ! álykta að heil heimsálfa væri upp og viðurkenndi brot sitt. Hann sagðist hafa verið kominn í klærnar á fangan- um eftir að hann hefði gef- ið honum áfengi í fyrsta skipti nokkrum mánuðum áður. Mál þetta hefur vakið mikið hneyksli í Danmörku, einkum þær lýsingar, sem sýna, að oft er alltof náið samband milli fanga og fangavarða í fangelsum og margskyns agabrot þróast í skjóli þeirra kynna svo sem áfengisneyzla. Þá hefur það og vakið hneyksli að marg- ar upplýsingar í þessu máli benda til þess að fangelsin séu gróðrastía kynvillu. byggð fávitum og fíflum einum. í fyrirbæri þessu leikur mik- ill fjöldi manna. Hjónin leika : þau Clifton Webb og Jane Wy- man. Dætur þeirra Jill St. John og Carol Lynley, arkitektinn Paul Henreid, og elskhugarnir eru Cary Crosby og Nico Min- ardos. Crosby þessi er þarna í i flughernum og leikur grunur á að hann muni bráðlega fá bar- dagaþreytu, þar sem hann hefur ekki sézt í mynd öðru vísi en í einkennisbúningi. Margt hefur þetta fólk til síns ágætis. en fær ekki við neitt ráðið. Erfitt er að þreyta skeið er enginn er skeiðvöllurinn og engu auðveldara er að fram- leiða kvikmynd, þegar ekkert vit er til í efninu. Með öðrum orðum er rétt fyrir fólk að at- ! huga vel hvort það getur ekki í gert eitthvað skemmtilegra við kvöldið en að sjá þessa mynd, ; — svo sem að skúra gólfin eða i hlusta á útvarpið. Ó. S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.