Vísir - 03.01.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 03.01.1962, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3. janúar 1962 V I S I R 11 Ég hef fundið fólk, sem þekkti Dorothy Morgan vel. Það á heima rétt hjá Linden Hotel, og segir að það lesi ekki annað blað en „The Ti- mes“, eina blaðið, sem ekki birti neina mynd af henni. Á ég að biðja þau að koma til yðar, eða viljið þér heldur koma hingað, sir? — Ég kem, sagði Collard áfjáður. — Hvaða héimilis- fang? NÝ ÁSTÆÐA TIL KVÍÐA. Susan gat ekki hugsað um annað en Steve. Hún var ein núna. Börnin voru háttuð og frú Wallace hafði skroppið í næsta hús, en maðurinn henn- ar í krána, til þess að fá sér venjulega laugardagsglaðn- inginn. Susan þótti vænt um að fá að vera ein. Loksins gat hún reynt að hvílast. En endurminningin um andlit ofurstans vildi ekki skilja við hana. Hún hafði aðeins þekkt hann hálftíma eða svo, og að vissu leyti gat hún ekki litið á hann öðru vísi en sem hvern annan ó- kunnugan mann. I rauninni kom það henni ekki við þó ó- kunnugur maður hefði verið drepinn. En Steve kom henni við. 40 Steve var líka ókunnugur — en samt hafði hann orðið henni svo mikils virði, að henni var ómögulegt að hugsa sér. að hann væri vald- ur að þessum glæpum. Hún þrýsti höndunum að augunum í þeirri von að höf- uðverkurinn mundi skána, og sagði við sjálfa sig að hún yrði að hrinda þessum heila- brotum um Steve frá sér — hún yrði að gleyma honum! Hann var sí og æ í hug henn- ar — meir og meir lifandi og eðlilegur. Og henni fannst það gera illt verra, að hann hafði verið svo laginn á að koma henni til að hlæja. Henni var ómögulegt að afmá tilhugs- unina um hvemig augun höfðu hlegið til hennar, hvern ig honum hafði tekist að vekja svo óumræðilega sælu- tilfinningu hjá henni! Og hvernig hann kyssti hana! Hún stóð snöggt upp og gekk fram i eldhúsið. Hún vissi að eitthvað stóð þar af óþvegnum borðbúnaði, og kannske yrði henni fróun að . því að hafa eitthvað fyrir stafni, í staðinn fyrir að sitja auðum höndunv inni í stof- imni. Susan var að enda við upp- þvottinn þegar Kate kom aft- ur. Hún var ekki ein. Frú Harrison var með henni. Susan hafði í rauninni aldr- ei gert sér fyllilega ljóst hve lítið henni var um frú Harri- son. Henni hafði alltaf fund- ist hún vera sí-snuðrandi — og þó að það væri vitanlega fjarri sanni, fannst henni Harrisonshjónin eiga sökina á því, sem gerzt hafði. Verst var þó að frú Harri- son var svo fram úr hófi al- úðleg. Það var líkast og hún vildi leggja áherzlu á hve prýðilegur nágranni hún væri Nú kom hún til Susan með útréttar hendurnar. Alveg svona hafði Steve komið á móti henni í fyrsta skipti. Steve! Susan beit á jaxlinn. :— Veslings barnið, skelf- ing hefur þetta verið hræði- legt fyrir yður! sagði frú Harrison. — Að hugsa sér þetta: morð í Chesterton Ave- nue! Mér finnst það svo frá- leitt, finnst ykkur það ekki? Ótrúlegt. Og kannske hefði þetta aldrei gerzt ef foreldr- ar yðar hefðu verið heima! Hún sagði það ekki beinum orðum, en þó svo að ekki varð um villst, að þarna hefði aldr- ei orðið morð, ef Susan hefði ekki hleypt ókunnugum mönn um inn í húsið. Foreldrar hennar hefðu aldrei látið sér detta það í hug. — Jæja, einhvers staðar verða þeir að myrða, sagði Kate spekingslega. — Mikið varstu hugulsöm að taka að þér uppþvottinn, Sue. En hvers vegna . .. — Og svo þetta hræðilega með eldhúshnífinn, sagði frú Harrison., — Mér blöskrar að hugsa til sunnudagssteikar- innar. . . — Heyrðu nú, Doris, byrj- aði Kate. — Jæja, það verður ekki út skafið, góða, sagði frú Harrison. — Hvaða hníf? spurði Susan. — Vitið þér það ekki? Hann Arthur minn var einn af þeim fyrstu sem komst að því. Hann sá að þeir voru að rannsaka lokræsið. Og svo gekk hann bak við húsið og þá voru þeir einmitt að finna hann. Rétt fyrir utan kam- arsgluggann hjá ykkur, Sus- an. Það var stóri eldhúshníf- urinn! Og Kate hefur sagt mér, að þeir hafi spurt hana Hvemig eldhúshnífurinn ykk- ar liti út, og . . . hún þagnaði. Susan fannst vera að líða yfir sig í annað sinn. Hún sá andlit, tvö andlit, þrjú andlit! Nef, augu, munna og enni! Allt hringsnerist fyrir augun- um á henni. Hún fann að Kate hélt í handlegginn á henni, og allt í einu sá hún allt skýrt aftur. Hún sat á stól og sá að frú Harrison var að vinda klút undir vatnskrananum. — Lofið þér mér að væta á yður andlitið með þessum klút, sagði frú Harrison. — Þá líður þetta. frá. Hallið þér yður aftur, þá batnar þetta, sjáið þér til. Og svo kemur Kate með bolla af tei. Susan leið betur, en hún átti erfitt með að sætta sig við þetta með hnífinn. Hann hafði verið horfinn um há- degisbilið. Svo að Steve hlaut að hafa komist yfir hann snemma. En hann hafði ekki vitað að ofurstinn mundi koma. Ekki svo snemma ! Hún átti erfitt með að hugsa rökrétt. En svo mundi hún eftir símahringingunni. Steve hlaut að hafa tekið þessa ákvörðun um leið og hann frétti að ofurstinn ætl- aði að heimsækja hann. Hvern ig gat nokkrum manni dottið jafn hræðilegt í h.ug — og þá sízt manni sem var svona góð legur? Hvernig gat hönd hans gripið hníf og skorið . .. Höndin sem hafði klappað henni? — Reynið að taka þessu ró lega, ungfrú Susan, sagði frú Harrison. —Allir vita að ekki var þetta yður að kenna. Ekki gátuð þér vitað að þér hýstuð morðingja! — Ég hýsti engan, í þeim skilningi, sem þér eigið við! hrópaði Susan. — Hann er frændi minn, ég hafði fullan rétt til að bjóða honum að gista. Og ég held ekki að hann hafi drepið Morgan of- íbúð til sölu Lítil kjallaraibúð í Klepps- holti til sölu, milliliðalaust ef samið er strax. Uppl. i síma 35156 frá kl. ,6—9 í kvöld. Vörður — Hvöt — Heimdallur — Óðinn ÁRAMÓTASPILAKVÖLD . . I Áramótaspilakvöld Sjálfstæðisfélagaima í Reykjavík verður I kvöld kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu og Hótel Borg. Skemm tiatriði S jálf stæðishúsið: Hótel Borg: 1. Félagsvist 1. Félagsvist 2. Ávarp: Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðhr. 2. Ávarp: Birgir Kjaran, alþm. 3. Spilaverðlaun afhent 3. Spilaverðlaun afhent 4. Dregið í happdrætti 4. Dregið í happdrætti 5. Gamanvísur Ámi Tryggvason, leikari 5 Gamanvísur Ámi Tryggvason, 6. Dans. 6. Dans. Sætamiðar afhentir i Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutíma. SKEMMTINEFNDIN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.