Vísir - 03.01.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 03.01.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52.‘árg:“]Vliðvik«dagur 3. janúar J962. — 2. tbl. fluttur um Keflavík ? Bandaríkjastjórn ákveðið að senda 6000 manna herlið skyndilega hefur til Evrópu einhverntíma á tímanum frá 16. janúar til 12. febrúar. Herlið þetta HöHbænda ! við Hagatorg ÞETTA er nýjasta stórhýsi borgarinnar, höll bændanna við Hagatorg. Fyrir hátíðarn- ar voru vinnupallarnir rifn- ir utan af byggingunni, og má nú sjá glöggt útlínur og liti byggingarinnar. Gífurleg- ur fjöldi manna, iðnaðar- manna, er nú við vinnu í höllinni: múrarar, málarar, rafvirkjar, loftræsirigar- menn, handriðasmiðir og tré- smiðir. Þá hefur leiktjalda- málaranum Lothar Grund verið falið að sjá um hina listrænu skreytingu í bygg- ingunni, til dæmis í anddyri, á bprum, í matsal og víðar. Óhemju vinna liggur fyrir í höllinni. Gluggar hennar á öllum hæðum eru meira og minna upplýstir af vinnu- Ijósum iðnaðarmannanna. Veggir hótelherbergjanna verða klæddir með mjög vönduðu veggfóðri, en ekki málaðir. verður flutt flugleiðis yfir hafið og því eru miklar lík- ur til þess, að það þurfi að hafa stutta viðkomu á Keflayikurflugvelli meðan flugvélarnar taka benzín, þótt enn hafi ekki verið gefin út tilkynning um það. Hreyfanlegur herstyrkur. Herflutningar þessir eru lið- ur í áætlun Bandaríkjastjórnar og NATO um að breyta varn- arkerfinu þannig, að treyst verði meira en áður á það sem kallast „hreyfanlegur herstyrk- ur“. Norstad stjórnar. Tilkynning um þessa her- flutninga var gefin út af her- stjórn NATO í París og var 's\'-rt frá því, að jafnskjótt sem herliðið væri komið til Evrópu myndi það taka þátt í vetrar- heræfingum bandaríska varn- arliðsins í Bæjaralandi. Lauris Norstad yfirhershöfðingi mun •sjálfur stjórna heræfingum þessum. andtriíarárdðurs! segir í tiikynningu Sovét- sendiráðsins í Reykjavík. Áróðurinn gegn kristinni trú er nú aftur hafinn í ríkum mœli í Sovétríkjunum. í stadinn á að dýrka manninn, liinn mikla leiðtoga, þrátt fyrir það að kom- múnistar hafa sagt að skurð- goðadýrkun sé horfin í Sovét- ríkjunum. í hinni löngu rœðu sinni á 22. þingi kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna, rœddi Krúsév um mótun hins nýja manns í anda kommúnismans. Er frá þessum kafla ræðunnar skýrt í fréttatilk. nr. 20 frá sendiráði Sovétríkjanna hér. Kemst Krúsév þar m. a. svo að orði um hinn nýja mann, sem flokkurinn ætlar að móta .... „Menn verða ekki fluttir á rennireim úr ríki auðvalds í ríki kommúnisma."........,Leif- ar fortíðarinnar eru ægilegt vald, sem þrúgar niður hugi manna. Þær haldast við í lífi og hugsjón milljóna löngu eftir að horfnar eru þær efnahags- legu aðstæður, sem voru upp- .haf þeirra.“ Litlu síðar kemst Krúsév þannig að orði: „Kommúniskt uppeldi fel-! ur í sér lausn mannshugar- j ins af klafa trúarlegra; hleypidóma og hindurvitna, | sem enn hamla ýmsum ráð- stjórnarþegnum frá því að neyta til fulls hœfileika sinna í jákvœðu starfi. Nauð- syn er á áhrifameiru og bet- ur skipulögðu kerfi vísinda- íegs andtrúaráróðurs, er nái til allra hluta og hópa lands- búa og hamli útbreiðslu trú- arskoðana, einkum meðal barna og unglinga.“ Og enn síðar segir Krús- év: „Sköpun liinnar nýju teg- unar þjóðfélagsþegns, manns með glœstar hugsjónir og há- leit siðferðissjónarmið, er eitt af mestu afrekum flokks vors.“ Lokaorð hans í þessum kaflá Framh. á 2. síóu. í gærkvöldi fóru fram miklar hátíðagöngur og hersýningar í Havana, höfuðborg Kúbu. Til- efnið var að þrjú ár eru liðin síðan Castro gerði byltingu og komst til valda. - Ú Sýningarnar þóttu nú bera svip rússneskra hátíðasýninga. Voru festar upp á húsveggi risa- stórar myndir af Lenin og Castro. Stærsta myndin af Castro var andlitsmynd fest á húsvegg um 30 metra há. Við hersningu sem fram fór á aðaltorgi Havana voru ein- göngu sýnd rússnesk vopn, skriðdrekar og fallbyssur. Þá flugu rússneskar og tékknesk- ar orustuþotur yfir torginu. Nýr skrif- stofustjóri Fiskifélags. UM áramótin lét Arnór Guð- mundsson skrifstofustj. Fiski- félags íslands af störfum eftir 37 ára starf hjá félaginu. Hefur nýr skrifstofustjóri verið skipaður í hans stað. Er það Már Elíasson hagfræðing- ur. Már er 33 ára að aldri, nam hagfræði við Háskólann í Cambridge og stundaði síðan framhaldsnám við Kielarhá- skóla. Hefur hann starfað sem j fulltrúi hjá Fiskifélaginu frá iþví árið 1954.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.