Vísir - 04.01.1962, Síða 4

Vísir - 04.01.1962, Síða 4
4 V í S I R Fimmtudagur 4. janúar 1962 Brazilía og Venezuel? mikil framtíðarlönd. Rætt við Kristfán Einars- son forstjóra. Nokkru fyrir jól hitti eg gamlan kunningja, — Krist- ján Einarsson forstjóra — nýkominn heim frá Suður- Ameríku, að lokinni skammri dvöl þar og erindisrekstri, og mæltist eg til þess, að hann segði mér eitthvað frá þessu ferðalagi til birtingar í Vísi —- þótt eg kanske kæmi ekki viðtalinu að strax. Lét Kristján til leiðast, að gera mér nokkra úrlausn, og skrapp eg til lians síðar og spurði hann um ferðina. — Þetta mun vera önnur ferS þín til Suður-Ameríku- landa? — Já, fyrir 10 árum fór eg til Brazilíu og annara landa þar og dvaldist þá á þriðja mánuð þar í lönd- um. í þeirri ferð var gerður fyrsti vertelunarsamningur- inn milli fslands og Brazilíu og var hann úndirritaður fyr- ir íslands hönd af Thor Thors, ambassador íslands í Washington, en hann er og ambassador íslands í Brazi- líu og Argentínu. Enginn kynþáttarígur. — Hvað vakti sérstaklega athygli þína í Brazilíu við þessi fyrstu kynni? — Það var að sjálfsögðu margt, og gat eg t. d. ekki komizt hjá því að verða þess var í öllu, að þarna var eng- inn kynþáttarígur. Þjóðin er að stofni til portúgölsk. Hinir portúgölsku landnem- ar blönduðust Indíánunum, sem þar voru, og dökka kynstofninum, sem fluttist þangað frá Afríku. Portú- galsmenn gerðu það blátt á- fram að stefnumáli, að slík blöndun ætti sér stað. Til- gangurinn var að þjóðin yrði hvít. Um þetta mál mætti margt segja, en þessi blönd- un hefir tekizt allvel og kynþáttarígur er þajrna því ekki mein eins og í þeim löndum, þar sem þróunin varð öll önnur og leiddi til kynþáttakúgunar, sem margt illt hefir af leitt og enn tefl- ir framtíð heilla landa í hættu. — Hver var þá forseti Brazilíu? — Það var Vargas, hinn mikilhæfasti maður. Hann var einmitt endurkjörinn forseti meðan eg dvaldist þar. Eg man að þá var talið. að þeir væru læsir og skrif- andi, sem gætu krossað við nafnið sitt og það var 60% þjóðarinnar, sem þannig var talinn skrifandi. En öllu hefir fleygt ótrúlega fram. Alþýða 'manna er að mann- ast og menntast og fram- farir eru miklar. Er nú álitið að mikill meiri hluti þjóðar- innar sé læs og skrifandi. Og er talað er um hve mikill hluti þjóðarinnar sénúlæs og skrifandi er miðað við annað. Og er nú lögð mikil áherzla á alþýðufræðslu, en allt krefst síns tíma. Fiskverkun verður að vanda. — Hvað viltu segja um veðráttu, m. a. með tilliti til saltfisksins, sem SÍF sel- ur þangað? — Hitinn er lítt þolandi á láglendi, en hafa ber í huga að landið er víðáttumikið, teygist langt til suðurs, og uppi á hálendinu er miklu svalara. f Sao Paulo er vanalega 10 stigum svalara en í Río, sem er við sjó frammi, en auk þess er rak- inn í loftinu mikill og minnst fjórum sinnum meiri en hér. Veldur hinn mikli raki lofts- ins miklu hvernig fiskurinn okkar heldur sér og geymist, er hann er þangað kominn. Ættu menn að geta skilið hve mikils virði það er, að vanda sem mest til verkun- ar og mats á fiski, sem á að fara til hitabeltislanda. Eg minntist á 'hve stórt land Brazilía er. Það er norðan til sem heitast er, sunnar er svalara og lífsskilyrði betri. Oft eru þurkar mánuðum saman, en svo „rignir líka þegar rignir“. Þegar eg kom til Río hafði ekki rignt þar í 5 mánuði, en nóttina eftir að eg kom gerði geysi- legt úrfelli og var meiri gleði yfir því í hugum manna að eg held, en í hugum íslenzks sveitafólks, þegar bregður til þurks eftir að óþurkar hafa gengið. En kannske er þetta eitthvað líkt4 N 1 Nýja höfuðborgin Brazilía. — Vandamálin í Brazilíu eru sögð mörg? — Já, en þá sögu er víða að segja. Eitt þeirra.er, að fólkið þyrpist til borganna og er svo í fjölda landa. Iðnaðurinn vex geysi ört. — Komstu til hinnar nýju höfuðborgar — Brazilíu? — Nei, en við flugum yfir hana, Hún er 1000 metra yfir sjávarmál og loftslag heilnæmt. En hér er um risa- fyrirtæki að ræða og fé skortir til framhalds fram- kvæmda. Embættismenn hafa verið tregir til að setj- ast þar að og hafa krafizt 30% launahækkunar. En vissulega var í þetta ráðizt af miklum stórhug og von- andi rætist draumur þeirra djörfu hugsjónamanna, sem hrundu þessum framkvæmd um a!f stað. Skýjakljúfarnir tveir — táknmynd borgarinnar. Kristján Einarsson. ýtarlega . skýrslu til SIF, en eg get getið þess hér, að viðskiptasamningur íslands við Brazilíu er mun hag- kvæmari en hinna fisk- framleiðsluþjóðanna. Og þess vil eg geta, að ambassa- dor okkar fylgdist jafnan gaumgæfilega með fram- vindu mála í Brazilíu. Ferð til Venezuela. — Hvernig gekk að selja saltfiskinn? — f þessari ferð seldum Fallandi gjaldmiðill. — Viltu segja eitthvað frekara um sum þeirra atriða, sem við höfum vikið að í þessu rabbi? — Við minntumst á fram- farirnar. Víst hefir mikil uppbygging átt sér stað á því 10 ára tímabili, sem við minntumst á, stórkostlegar framfarir á ýmsum sviðum. Þóhefir dregið mjögúr öllum viðskiptum Brazilíu við önn- ur lönd á þessum tíma, enda hefir gjaldmiðill landsins lækkað ár frá ári. Fyrir 10 árum jafngiltu 50 cruzeiros 1 sterlingspundi, í haust 1000 og allt upp í 1050 fyr- ir vissar greinar innflutn- ingsins, Mestar breyting- arnar urðu eftir að Qua- dros forseti, hinn mikilhæf- asti maður, lagði niður völd, en valdalaus forseti tók við og er nú ótryggt ástand að ýmsu leyti og verkar lam- andi á viðskipti. Um fisk- sölumálin hefi eg rætt all- við allan þann saltfisk, sem við þurftum að selja. — Þú hefir ekki skotizt í heimsókn til Fidels Castro á Kúbu? — Nei, en eg heimsótti Venezuela í fyrsta sinn í þessari ferð. Á síðustu árum hefir selzt nokkurt magn af íslenzkum saltfiski til Vene- zuela og hefir útflutningur smátt og smátt aukizt og nam 300 tonnum á sl. ári. Norðmenn selja allmikið af fiski til Venezuela, en sölur þeirra hafa staðið í stað síð- an við hófum fisksölu þangað. — Venezuela er títt í frétt- um á þessum síðustu og verstu timum og vildi eg nú biðja þig að klykkja út með því að segja okkur dálítið frá landi og þjóð. Fjöldi tungumála í Iandinu. — Það get eg gjarnan, en verð auðvitað að stikla á stóru. Venezuela byggja um 8 milljónir manna. Flestir eru af spænskum uppruna, en einnig margir af portúgölsk- um, ítölskum, þýzkum og slavneskum uppruna. Ægir þarna saman ýmsum tungu- málum, en hið opinbera mál landsins er spænska. Höfuð- borgin er Caracas, er í stór- um dal um 1000 metra yfir sjávarmáli, og loftslag þar ótrúlega svalt, þegar haft er í huga, að miðjarðarbaugur liggur um landið. Meðalhiti í Caracas er 27—30 stig á C. og nokkuð jafn allt ár- ið, en raki í lofti allmiklu meiri á sumrin en veturna. Loftslag í Caracas mun ekki ósvipað því sem er í Sao Paulo. Flugvöllurinn er ná- lægt ströndinni og þar verða flestir alvarlega varir við hitann og kvíða þeir, sem til þekkja, fyrir að standa þar við, þótt ekki sé nema skamma stund. íbúunum í Caracas hefir fjölgað úr 200 þús. 1936 í 1.5 milljónir. Ein glæsilegasta borg heims. — Caracas er sögð mjög glæsileg borg? — Hún 'er talin meðal glæsilegustu borga heims, byggð eftir nútíma kröfum með breiðgötum og fögrum torgum, en andstæður ■ í byggingum og aðbúð íbú- anna þær mestu, sem hægt er að finna. Um 2/3 íbúanna búa í vistlegum íbúðum og jafnvel skrauthýsum marg- ir i nýrri hluta borgarinnar, en hringinn í kring er svo gamli bærinn með kofum, og þr: -na er 1/3 íbúanna. um og gömlum blikkkössum. Sumir eru opnir á annari Framh á bls. 5.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.