Vísir - 04.01.1962, Síða 5

Vísir - 04.01.1962, Síða 5
Fimmtudagur 4. janúar 1962 V í S I R 5 Bólusetning — Framh. af 7. síðu. aðra bólusetningu. Getur nokkur ímyndað sér, að við sem framkvæmum tilraun- ina hefðum sjálfir látið sprauta bóluefninu í okkur, ef við hefðum haldið að nokkur áhætta fylgdi henni.“ Það skal tekið fram, að Björklund sprautaði sjálfur í sig fyrsta skammtinum af mótefninu. En sú sprauta gerir hann ekki ónæman fyrir gagnrýn- inni, sem er oft svo hörð og óvægileg í heimi vísindanna. ★ jQeilurnar milli þessa ó- næmissérfræðings og nokkurra kimnra vísinda- manna í baráttunni gegn krabbameininu eru ekki nýj- ar. En fram til þessa hafa þær farið fram á bak við tjöldin. Nú koma þær fram í dagsljósið. í því sambandi verður að athuga tvennt: í fyrsta lagi, að mjög mik- ið fjármagn er í krabba- meinsrannóknum. Sænska krabbameinsfélagið veitir vísindamönnum mörg hundr- uð þúsunda og milljónir til rannsókna. Og vísindamenn- irnir berjast um það hver eigi að fá þessar fjárveiting- ar hverju sinni. Baráttan er alltaf hörð í heimi vísind- anna og þeim mun harðari verður hún sem um meira fjármagn er að tefla. í öðru lagi verður að gæta þess, að allir menn eru hræddir við krabbamein og fylgzt er með því af ótta- blandinni athygli, hvað er að gerast í rannsóknum á þessu sviði. Þannig skapast almennt eftirlit með vísinda- mönnunum framar en í nokkrum öðrum rannsókn- um. Vísindamennirnir lifa því í vissri spennu frá al- menningsálitinu. ★ | krabbameinsrannsóknum Svíþjóðar hafa menn skipzt í tvær andstæðar fylk- ingar. Annar hópurinn styð- ur Björklund, hinn er fjand- samlegur honum. í kennara- ráði Karolinsku stofnunar- innar eru skoðanirnar skipt- ar, deilurnar æsilegar og hat- ursfullar. Þekktasti andstæð- ingur Björklunds er prófess- or Georg Klein einn viður- kenndasti vísindamaður Svía og próf.Torbjörn Casparsson, sem hefir sín megin rektor Karolinsku stofnunarinnar Sten Friberg, sem að vísu er sérfræðingur í þessu efni, en mjög áhrifa- mikill í sjórn og samtökum heilbrigðismálanna. Helztu stuðningsmenn Björklunds eru prófessor Sven Gard, maðurinn sem framleitt hefir mænuveikis- bóluefnið í Svíþjóð, — mjög áhrifamikill vísindamaður og próf. Sven Hultberg' sem er þekktur fyrir rannsóknir sín- ar á tóbaksreykingum.Þá var Gunnar Olin forstöðumaður sýklarannsóknastofnunarinn- ar sem nú er nýlátinn stuðn- ingsmaður Björklunds. Það skal tekið fram, að Sven Hultberg hefir endur- tekið og sannprófað megin- rannsóknir Bjöklunds og komizt að sömu niðustöðu. Vísindamenn í Bandaíkjun- um hafa einnig fylgt for- skrift Björklunds og sann- prófað að kenningar hans og tilraunaniðurstöður eru rétt- ar. En honum hefir einnig mætt mótbyr. Sumt hef- ir verið honum mjög and- stætt. Úm tíma fekk hann leyfi til að gera tilraunir á Geislalækningastöðinni í Sokkhólmi „Radium hem- met“. En í þessum tilraun- umfekk hannaðeins aðreyna mótefni sitt á dauðdæmdum, vonlausum sjúklingum. Fólki sem útilokað var að hægt væri að bjarga með þeim að- ferðum, sem fram að þessu hafa þekkzt. í nokkrum til- fellanna hafði aðferð Björk- lunds áhrif, er leikmaður hefir lýst sem kraftaverki, að fólkið hafi risið úr rekkju og gengið heim til sín. Vöktu þessi tilfelli mjög mikla athygli meðal banda- rískra vísindamanna á stóra krabbameins-þinginu 1960. En í öðrum tilfellum varð árangurinn þveröfugur og hafa andstæðingar Björk- lunds bent á það, að aðgerð- ir hans muni hafa orðið til að flýta dauðanum. Þessi ásökun kom fram í mjög harðorðum greina- flokki, sem prófessor Sten Friberg skrifaði í sænska læknaritið. í þeim greinum dregur hann í efa hæfileika Björklunds sem vísinda- manns. Tilraunum þessum á geislalækningastöðinni var hætt skyndilega og lækni þeim ,sem var starfandi við hana og bar ábyrgð á tilraun- i unum ásamt Björklund var sagt upp starfi. ★ garáttan um stöðu Bertils Björklunds sem vísinda- manns hófst nú. Hann hefir enga fasta stöðu og efnahag- ur hans er ótryggur. Aðstaða hans til rannsókna er og erf- ið, þar sem hann er ekki fastráðinn við neina rann- sóknarstofnun. Blaðið Stock- holms-Tidningen hóf því ný- lega baráttu fyrir því, að honum yrðu sköpuð skilyrði til hinna merkilegu rann- sókna. Þær væru svo mikil- vægar að það bæri að harma það, ef hann yrði að flæm- ast til Bandaríkjanna. Prófessor Hultberg studdi Björklund og meðmæli bár- ust frá 20 kunnum vísinda- mönnum í Bandaríkjunum. Var síðan sótt um að sérstök rannsóknastaða yrði stofnuð fyrir Björklund við Karol- insku stofnunina, — en stjórn hennar neitaði alger- lega þeim tilmælum og sagði, að Björklund yrði eins og aðrir að sækja um stöðu, sem væri opinberlega veitt og aðrir gætu sótt um. Björklund sótti 'nú um stöðu við Karolinsku stofn- unina, en það er athyglisvert, að gagnumsækjandi hans er Holger Lundback, svarnasti fjandmaður hans, sem hefir haldið uppi svæsnustu árás- umá bólusetningartilraunina núna. líann og fleiri and- stæðingar Björklund gerðu jafnvel tilraun til að stöðva bólusetningar-tilraunina. — Þeir skrifuðu stjórn heil- brigðisráðs Svíþjóðar og héldu því fram að tilraunin væri lítils virði en stórhættu- leg. En formaður heilbrigðis- ráðsins, Arthur Engel, tók skarið af og - lýsti því yfir, að jafnvel þótt erfitt væri að dæma fyrirfram um gildi tilraunarinnar, væri um svo stórkostlega þýðingarmikið mál að ræða fyrir allt þjóð- félagið, að rétt væri að leyfa Björklund að framkvæma hana. Þannig stendur málið nú, en deilurnar munu vafalaust halda áfram meðal vísinda- manna óvægilegar og/haturs- fullar sem fyrr. í gærkvöldi var f y r s t a kvöldvakan á nýja árinu og var sú með allra sæmileg- asta móti. — Tveir frásögu- þættir voru fluttir, og talaði Snorri Sig- fússon, fyrrv. námsstjóri fyrst um séra Magnús Einarsson á Tjörn. Magnús var uppi á 18 öld og var hann bæði forspár og skyggn, en auk þess vel hag- mæltur. Sagði Snorri af hon- um nokkrar sögur og fór með vísur og gerði þetta all vel, svo af varð fróðlegur þáttur. Bergsveinn Skúlason flutti fyrri hluta frásöguþáttar frá Höskuldseý, en hann fór út í eyjuna í sumar. Sagði hann frá nafngift eyjarinnar, sem og nærliggjandi skerja og boða, og var frásögn hans ekki ó- skemmtileg. Kom hann víða við, enda á hvert sker á Breiða- firði sína sögu að segja og það langa, og fór svo, að í þessum hluta gerði Bergsvéinn ekki meira en að komast út í eyjuna, en 1 seinni hlutanum mun hann þó væntanlega fræða okkur eitt hvað um sjálfa Höskuldsey. Auk þessa flutti kvöldvakan okkur fornritalestur Helga Hjörvars og íslenzka tónlist eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son. Eftir seinni fréttir las Einar Guðmundsson, kennari ind- verskt ævintýr, „Sagan um pól- stjörnuna“, og hafði hann sjálf- ur annazt þýðinguna. Þetta var hvorki betra né verra en gerist um ævintýr, en mig undr- ar það, hvernig slíkt efni hefur sloppið við að lenda í barna- tímanum, því þar á það heima og varla annars staðar. Einar las með nokkuð sérstæðum hætti og áherzlum, en þýðing- in var gallalaus. Hljómlistin var ekki mikil, en vel valin. Fyrir kvöldvök- una voru leikin létt lög á orgel, en eftir ævintýrið var fluttur hnotubrjótur Tjaikovskis. Þórir S. Gröndal. undruð krókna á Indlandi.v Verkstjóri óskast í frystihús Norðanlands. Uppl. í SjávarafurSadeild S.f.S. Sambands- húsinu. Sími 17080. Matreiðsiumaður eða kona óskast Undanfarna daga liefir mikil kuldabylgja geisað í norðurhéruðum Indlands og Salemið og síminn. Símastjórnin í Lundúnum tilkynnti í fyrradag, að henni hefði tekizt að finna Iausn dularfulls máls, sem síma- notandi nokkur hafði kvart- að yfir um all-langt skeið: Þegar einhver tók í skol- keðjuna á salerninu á heim- ili mannsins, hringdi síminn — og yfir þessu kvartaði maðurinn að sjálfsögðu. — Starfsmannablað pósts og síma gaf í fyrradag út þá skýringu, að titringurinn, sem stafaði af vatnsstreym- inu úr salerniskassanum, hafi komið af stað titringi í bjöllu símans, mvo að hún hringdi. hófust kuldarnir á jólmium. Geysikaldir vindar hafa komið norðan af tíbezku há- sléltunni, og menn eru að sjálfsögðu ekki við slíku búnir í hinu heita Indlandi. Um 1800 manns hafa frosið í hel undanfarna viku, flestir í Uttar Pradesh-fylki, þar sem 1300 manns hafa krókn- að cn 500 í grannfylkinu, Bihar. Smyg'mál — Frh al 6 síðu: andi frá Kaupmannahöfn. Hún var spurð um tollskyldan varn- ing við komuna og kvaðst hafa eina flösku áfengis meðferðis, en er ferðataska hennar var opnuð, reyndust vera í henni þrjár flöskur. Þá vildi tollvörð- ur fá að líta í handtösku kon- unnar og sá fúlguna, sem 'er um hálf sjöunda milljón íslenzkra króna. Sendisvehm GILDASKAUNN Aðalstræti 9, sími 12423. óskast að Lyfjaverzlun ríkisins. Umsækjendur komi til viðtals á skrifstofuna, Hverfisgötu 4—6, föstudag 5. janúar kl. 10—12.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.