Vísir - 04.01.1962, Síða 7
v.%%v,v.v-v-v.v.v.v.%v.v.v.%v.v.v.v.v.v.v-w
jr
Rétt fyrir jólin birti Vísir
frétt, þar sem skýrt var frá
því að hafin væri í Svíþjóð
bólusetning gegn krabba-
meini.
Það var að vísu skýrt tek-
ið fram að hér væri um til-
raunabólusetningu að ræða.
Samt vakti fregnin mikla
athygli. Það væru vissulega
stærri tíðindi en allar aðrar
heimsfréttir ársins, ef það
tækist að finna nothæft
bóluefni gegn þessum ægi-
lega meinvætti, — krabba-
meininu. Eftir að aðrir sjúk-
dómar og farsóttir hafa ver-
ið sigraðar hefir krabba-
meinið sífellt verið að færa
sig upp á skaftið og er nú
tvímælalaust mesta böl og
plága mannkynsins. Flestir
núlifandi menn eiga vini
og vandamenn, sem hafa
orðið þessum hræðilega sjúk-
dómi að bráð. Enginn getur
verið öruggur um sig og
liættan ágerist með reyking-
um og atómsprengjum.
Vísir hefir því aflað sér
nánari fregna af tilrauna-
bólusetningunni í Svíþjóð.
Blaðið telur skylt að veita
lesendum sínum beztu upp-
lýsingar um slíkan viðburð,
en vill jafnframt vara menn
við of mikilli bjartsýni. Hin
umrædda tilraunabólusetn-
ing í Svíþjóð gefur nokkrar
vonir, en hún er þó mjög um-
deild og sumir sérfræðingar
telja að lagt hafi verið í of
mikla áhættu.
★
jþað er ekki ofmælt að segja
að fréttin um krabba-
meinsbólusetninguna hafi
borizt eins og elding um
allan heim, Gat það verið,
spurðu menn, að loksins væri
von til þess að sigra mætti
hræðilegasta sjúkdóm heim-
ins? Gat það verið, að þeim
yrði gefið líf, sem í dag eru
dauðadæmdir? Höfðu vísind-
in hér unnið sinn stærsta
sigur?
Maður sá sem stóð fyrir
þessum tilraunum var
sænski ónæmissérfræðingur-
inn, Bertil Björklund. Þetta
Hér sést Bertil Björklund á tilraunastofu sinni í Stokkhólmi. Hann er umdeildur vís-
indamaður og hefur ekki fengið fasta stöðu.
Merkileg
tilraun
en umdeild
i
r
Bertil Björklund sprautaði sjálfan sig fyrst með tilrauna-
bóluefninu, til að sýna að það væri hættulaust.
er ungur vísindamaður, fá-
málugur og framgjarn í
fræðigrein sinni og hefir oft
verið umdeildur. Heima í
Svíþjóð haf^ menn efast um
að rétt væri að eyða fé í til-
raunir hans. En fremstu sér-
fræðingar í Bandaríkjunum
telja að hann sé á réttri leið.
Þess vegna hefir mikill hluti
tilraunakostnaðar hans verið
greiddur af Bandaríkja-
mönnum.
Þegar stórfréttin um
krabbameinsbólusetninguna
fyllti forsíður sænsku dag-
blaðanna, varð Bertil Börk-
lund sjálfur fyrstur til að
gera athugasemd við frétta-
burðinn og taka það skýrt
fram, að menn mættu ekki
gera sér of háar vonir um
árangur. Hér væri aðeins um
tilraun að ræða. En fréttin
hefir samt vakið bjartsýni
manna, m. a. vegna þess, að
það er staðreynd, að Björk-
lund hefir unnið bug á
krabbameinsfrumum með
mótefni sínu, það er enn-
fremur staðreynd að tilraun-
ir hans á dýrum hafa heppn-
azt, en nú átti að hefja til-
raunirnar á mönnum.
Björklund bað menn að
gæta varúðar. „Eg hefi ekki
enn fundið neitt meðal gegn
krabbameini. Aðgerðir mín-
ar núna eru aðeins tilraun á
heilbrigðu fólki, víðtæk vís-
indaleg tilraun. Ef hún
heppnast vel getur hún vísað
veginn fram á við, hjálpað
vísindunum að komast inn á
rétta braut.“
★
gólusetningartilraunin hófst
18. desember. Tilrauninni
og rannsóknum í sambandi
við hana á ekki að ljúka fyrr
en í ágústlok 1962. í þessari
fyrstu lotu verða 100 manns
bólusettir með mótefni Björk
lunds, en 20 manna hópur til
viðbótar fær aðeins saltvatns-
upplausn og mun enginn
þannig vita með vissu, hvort
sprautað hefir verið í hann
bóluefni eða saltvatni.
Eftir að þessum fyrsta á-
fanga hefir verið lokið, á
næsti áfangi að hefjast með
bólusetningu 1000 manns,
síðan 10.000 manns og síðan
kannski ....
Enginn hefir lagt meiri á-
herzlu á þetta orð „kannski“
en sjálfur Bertil Björklund.
En varúðarorð hans hafa
komið að litlu haldi. Sænska
sjónvarpsstöðin hefir í tilefni
fréttarinnar flutt þætti um
krabbamein og þar hafa á-
horfendur horft á krabba-
meinssellurnar deyja í mót-
efni Björklunds, að vísu í til-
raunaglasi og að vísu í kvik-
mynd, en það er sama, —
þessar sýningar hafa vakið
mikla athygli.
Vinsældir Björklunds hafa
aukizt stórlega síðustu vikur,
en þó verður að meta það við
hann, að sjálfur hefir hann
ekki reynt að trana sér fram.
En þegar fréttin spratt upp
fekk hann engan frið fyrir
blöðunum og hann hefir ætíð
viljað leggja áherzlu á það,
að hann geti ekki unnið neitt
kraftaverk, hann sé aðeins
vísindamaður, sem reyni að
vinna verk sitt af samvizku-
semi.
★
Jgn það eru fleiri vísinda-
menn til, — og þeir eru
ekki allir sammála Björk-
lund. Daginn eftir að bólu-
setningin hófst byrjuðu þeir
gagnárás sína. Prófessor
Holger Lundbáck forstjóri
sýklarannsóknastofu Sví-
þjóðar gaf út tilkynningu,
þar sem sagði m. a.
„.... Eg styð ekki þær
tilraunir með bólusetningu
gegn krabbameini, sem nú
hafa verið hafnar.“
Andstæðingar Björklunds
segja, að hann hefði átt að
framkvæma vissar undir-
búningsrannsóknir áður en
sjálfar tilraunirnar hæfust.
Eða í stuttu máli; „Björklund
hefir flýtt sér of mikið og
ekki viðhaft nægilega vís-
indalega nákvæmni og varúð
við rannsóknir sínar. Á slíku
mætti vissulega byggja gagn-
rýni. En gagnrýnin getur
einnig byggzt á öðrum for-
sendum og ekki eips fögrum,
að því komum við síðar.
Björklund svarar;
„Við höfum sannað með
eigin rannsóknum og aðrir
hafa sannprófað þær, — að
tilraun okkar fylgir ekki
meiri áhætta fyrir þá sem
bólusettir eru, en við hverja
Framhald á bls. 5
Fimmtudagur 4. janúar 1962